Aldrei fleiri mælst sáttir með störf Trump í embætti Eiður Þór Árnason skrifar 7. júlí 2019 14:33 Kosningaherferð Trumps rak í júní einstaklinga sem höfðu yfirumsjón með gerð skoðanakannana sem sýndu hann mælast með minni stuðning en nokkrir frambjóðendur Demókrataflokksins. Vísir/AP Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur aldrei áður notið meiri stuðnings í embætti þar í landi ef marka má nýja könnun bandarísku ABC sjónvarpsstöðvarinnar og dagblaðsins Washington Post. Í nýbirtri könnun miðlana segjast 44% svarenda vera sáttir við störf forsetans í embætti, sem er tveimur prósentustigum hærra en síðasti hápunktur Trumps snemma á kjörtímabilinu. Talið er að forsetinn njóti nú góðs af sterkri stöðu bandarísks efnahagslífs. Þrátt fyrir að það hlutfall sé það hæsta sem sést hefur í könnunum fram að þessu, segjast enn fleiri, eða 53% svarenda vera ósáttir við störf hans í embætti. Það hlutfall hefur verið meira en helmingur frá því að Trump tók við embætti. Slíkar óánægjutölur hafa ekki sést hjá neinum öðrum bandarískum forseta svo vitað sé um frá því að nútímakannanir hófust. Þó að ánægja með störf forsetans hafi aldrei mælst hærri, mælist Joe Biden, fremsta forsetaframbjóðendaefni Demókrataflokksins, með fjórtán prósent hærri stuðning í könnuninni en sitjandi forseti ef gengið yrði til forsetakosninga núna. Hins vegar ef einungis er tekið mið af skráðum kjósendum, það er að segja þeir sem hafa kosið áður í forsetakosningum eða sýnt vilja til þess, lækkar forskot Biden niður í tíu prósent. Önnur forsetaefni Demókrata mælast ýmist með þar um bil jafn mikinn stuðning og forsetinn eða minni. Þess má geta að enn er langt til næstu forsetakosninga þar í landi, sem fram fara í nóvember á næsta ári. Gjarnan vara sérfræðingar við því að tekið sé mikið mark á fylgi forsetaframbjóðenda í könnunum þegar svo langt í þær, þar sem sagan hefur sýnt að margt getur breyst í aðdragandanum að kosningum. Í sömu könnun sögðust 51% svarenda vera sáttir við stjórn Trump á efnahagsmálum, og er það í fyrsta sinn frá því að hann tók við embætti sem sú tala nær yfir fimmtíu prósent. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Erfitt að tengjast Trump í gegnum máginn og svilkonuna Fyrirsætan Karlie Kloss tjáði sig um tengsl sín við Jared Kushner, einn nánasta ráðgjafa Donald Trump Bandaríkjaforseta og eiginmann Ivönku Trump. 3. júlí 2019 12:00 Þjóðhátíðardegi fagnað í skugga deilna um hervæðingu og spillingu Trump forseti setur sjálfan sig í öndvegi á þjóðhátíðardaginn 4. júlí. Hápunktur hátíðarhalda verður ræða hans við Lincoln-minnisvarðann þar sem vinum hans, fjölskyldu og pólitískum og fjárhagslegum bakhjörlum er sérstaklega boðið. 4. júlí 2019 13:20 Ummæli Trump um flugvelli árið 1775 þykja vandræðaleg Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gerði vandræðaleg mistök í ræðu sinni í gær í tilefni af þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna þegar hann fullyrti að Bandaríkjaher hafi í sjálfsstæðissstríðinu 1775 náð yfirráð yfir flugvöllum frá Bretum. 5. júlí 2019 07:20 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur aldrei áður notið meiri stuðnings í embætti þar í landi ef marka má nýja könnun bandarísku ABC sjónvarpsstöðvarinnar og dagblaðsins Washington Post. Í nýbirtri könnun miðlana segjast 44% svarenda vera sáttir við störf forsetans í embætti, sem er tveimur prósentustigum hærra en síðasti hápunktur Trumps snemma á kjörtímabilinu. Talið er að forsetinn njóti nú góðs af sterkri stöðu bandarísks efnahagslífs. Þrátt fyrir að það hlutfall sé það hæsta sem sést hefur í könnunum fram að þessu, segjast enn fleiri, eða 53% svarenda vera ósáttir við störf hans í embætti. Það hlutfall hefur verið meira en helmingur frá því að Trump tók við embætti. Slíkar óánægjutölur hafa ekki sést hjá neinum öðrum bandarískum forseta svo vitað sé um frá því að nútímakannanir hófust. Þó að ánægja með störf forsetans hafi aldrei mælst hærri, mælist Joe Biden, fremsta forsetaframbjóðendaefni Demókrataflokksins, með fjórtán prósent hærri stuðning í könnuninni en sitjandi forseti ef gengið yrði til forsetakosninga núna. Hins vegar ef einungis er tekið mið af skráðum kjósendum, það er að segja þeir sem hafa kosið áður í forsetakosningum eða sýnt vilja til þess, lækkar forskot Biden niður í tíu prósent. Önnur forsetaefni Demókrata mælast ýmist með þar um bil jafn mikinn stuðning og forsetinn eða minni. Þess má geta að enn er langt til næstu forsetakosninga þar í landi, sem fram fara í nóvember á næsta ári. Gjarnan vara sérfræðingar við því að tekið sé mikið mark á fylgi forsetaframbjóðenda í könnunum þegar svo langt í þær, þar sem sagan hefur sýnt að margt getur breyst í aðdragandanum að kosningum. Í sömu könnun sögðust 51% svarenda vera sáttir við stjórn Trump á efnahagsmálum, og er það í fyrsta sinn frá því að hann tók við embætti sem sú tala nær yfir fimmtíu prósent.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Erfitt að tengjast Trump í gegnum máginn og svilkonuna Fyrirsætan Karlie Kloss tjáði sig um tengsl sín við Jared Kushner, einn nánasta ráðgjafa Donald Trump Bandaríkjaforseta og eiginmann Ivönku Trump. 3. júlí 2019 12:00 Þjóðhátíðardegi fagnað í skugga deilna um hervæðingu og spillingu Trump forseti setur sjálfan sig í öndvegi á þjóðhátíðardaginn 4. júlí. Hápunktur hátíðarhalda verður ræða hans við Lincoln-minnisvarðann þar sem vinum hans, fjölskyldu og pólitískum og fjárhagslegum bakhjörlum er sérstaklega boðið. 4. júlí 2019 13:20 Ummæli Trump um flugvelli árið 1775 þykja vandræðaleg Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gerði vandræðaleg mistök í ræðu sinni í gær í tilefni af þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna þegar hann fullyrti að Bandaríkjaher hafi í sjálfsstæðissstríðinu 1775 náð yfirráð yfir flugvöllum frá Bretum. 5. júlí 2019 07:20 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Erfitt að tengjast Trump í gegnum máginn og svilkonuna Fyrirsætan Karlie Kloss tjáði sig um tengsl sín við Jared Kushner, einn nánasta ráðgjafa Donald Trump Bandaríkjaforseta og eiginmann Ivönku Trump. 3. júlí 2019 12:00
Þjóðhátíðardegi fagnað í skugga deilna um hervæðingu og spillingu Trump forseti setur sjálfan sig í öndvegi á þjóðhátíðardaginn 4. júlí. Hápunktur hátíðarhalda verður ræða hans við Lincoln-minnisvarðann þar sem vinum hans, fjölskyldu og pólitískum og fjárhagslegum bakhjörlum er sérstaklega boðið. 4. júlí 2019 13:20
Ummæli Trump um flugvelli árið 1775 þykja vandræðaleg Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gerði vandræðaleg mistök í ræðu sinni í gær í tilefni af þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna þegar hann fullyrti að Bandaríkjaher hafi í sjálfsstæðissstríðinu 1775 náð yfirráð yfir flugvöllum frá Bretum. 5. júlí 2019 07:20
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent