Biden biðst afsökunar á að hafa hreykt sér af því að starfa með aðskilnaðarsinnum Sylvía Hall skrifar 6. júlí 2019 23:45 Sem stendur hefur Biden mikið forskot í forvalinu. Vísir/Getty Joe Biden, frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2020 og fyrrverandi varaforseti, tjáði sig í síðasta mánuði um samstarf sitt við tvo þingmenn Demókrata á áttunda áratugnum. Þingmennirnir, James Eastland og Herman Talmadge, voru báðir aðskilnaðarsinnar. Reuters greinir frá. Biden lét ummælin falla þegar hann sagði stjórnmálamenn nútímans ekki geta starfað saman. Í samfélagi þar sem mikil togstreita væri á milli vinstri og hægri væng stjórnmálanna væri slíkt ólíðandi og tók hann sem dæmi að hann hafði starfað með þingmönnunum tveimur þrátt fyrir að vera ósammála þeim. Ummælin voru harðlega gagnrýnd af andstæðingum Biden í forvalinu og sagði Kamala Harris, mótframbjóðandi hans, að ummæli hans höfðu verið „særandi“ en trúði því að hann væri þrátt fyrir það ekki rasisti. Þá undraði Cory Booker, annar frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins, sig á því að Biden hefði ekki beðist afsökunar. Aðspurður hvort hann ætlaði sér að biðjast afsökunar á ummælunum spurði Biden blaðamenn hvers vegna hann ætti að biðjast afsökunar, hann væri ekki með „rasískt bein í líkama sínum“. Biden var líkt og áður sagði varaforseti Bandaríkjanna í forsetatíð Barack Obama sem var fyrsti þeldökki forseti landsins.Biðst afsökunar á því að hafa gefið það í skyn að hann væri að hrósa þeim Í ræðu sinni á stuðningsmannafundi í Sumter í Suður-Karólínu baðst Biden loks afsökunar. Honum þætti leitt að hafa valdið misskilningi og sært fólk með ummælum sínum. „Var það rangt hjá mér fyrir nokkrum vikum að hafa gefið það í skyn að ég væri að hrósa þessum mönnum sem ég talaði oft gegn með góðum árangri? Já, það var rangt og ég sé eftir því. Og mér þykir það leitt að hafa valdið misskilningi og öðru fólki sársauka,“ sagði Biden í ræðu sinni. Staða Biden í forvalinu þykir nokkuð sterk sem stendur og nýtur hann mest fylgis frambjóðenda. Enn er langt í að flokkurinn velji sinn frambjóðanda en líklegt þykir að það verði þó ljóst í mars hver hlýtur útnefningu flokksins. Bandaríkin Tengdar fréttir Tekist á um heilbrigðis- og innflytjendamál í fyrstu kappræðum demókrata Tíu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum öttu kappi í sjónvarpi í fyrsta skipti í gærkvöldi. 27. júní 2019 08:24 Firnasterk staða Joes Biden í forvali Demókrata Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna undir Barack Obama, hefur mælst langvinsælastur í forkosningum Demókrata allt árið. 3. júní 2019 08:45 Spjótin stóðu á Biden í kappræðunum Ferilskrá fyrrverandi varaforsetans í málefnum kynþáttanna í Bandaríkjunum var sérstaklega í sviðsljósinu í sjónvarpskappræðum demókrata í gærkvöldi. 28. júní 2019 07:55 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Joe Biden, frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2020 og fyrrverandi varaforseti, tjáði sig í síðasta mánuði um samstarf sitt við tvo þingmenn Demókrata á áttunda áratugnum. Þingmennirnir, James Eastland og Herman Talmadge, voru báðir aðskilnaðarsinnar. Reuters greinir frá. Biden lét ummælin falla þegar hann sagði stjórnmálamenn nútímans ekki geta starfað saman. Í samfélagi þar sem mikil togstreita væri á milli vinstri og hægri væng stjórnmálanna væri slíkt ólíðandi og tók hann sem dæmi að hann hafði starfað með þingmönnunum tveimur þrátt fyrir að vera ósammála þeim. Ummælin voru harðlega gagnrýnd af andstæðingum Biden í forvalinu og sagði Kamala Harris, mótframbjóðandi hans, að ummæli hans höfðu verið „særandi“ en trúði því að hann væri þrátt fyrir það ekki rasisti. Þá undraði Cory Booker, annar frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins, sig á því að Biden hefði ekki beðist afsökunar. Aðspurður hvort hann ætlaði sér að biðjast afsökunar á ummælunum spurði Biden blaðamenn hvers vegna hann ætti að biðjast afsökunar, hann væri ekki með „rasískt bein í líkama sínum“. Biden var líkt og áður sagði varaforseti Bandaríkjanna í forsetatíð Barack Obama sem var fyrsti þeldökki forseti landsins.Biðst afsökunar á því að hafa gefið það í skyn að hann væri að hrósa þeim Í ræðu sinni á stuðningsmannafundi í Sumter í Suður-Karólínu baðst Biden loks afsökunar. Honum þætti leitt að hafa valdið misskilningi og sært fólk með ummælum sínum. „Var það rangt hjá mér fyrir nokkrum vikum að hafa gefið það í skyn að ég væri að hrósa þessum mönnum sem ég talaði oft gegn með góðum árangri? Já, það var rangt og ég sé eftir því. Og mér þykir það leitt að hafa valdið misskilningi og öðru fólki sársauka,“ sagði Biden í ræðu sinni. Staða Biden í forvalinu þykir nokkuð sterk sem stendur og nýtur hann mest fylgis frambjóðenda. Enn er langt í að flokkurinn velji sinn frambjóðanda en líklegt þykir að það verði þó ljóst í mars hver hlýtur útnefningu flokksins.
Bandaríkin Tengdar fréttir Tekist á um heilbrigðis- og innflytjendamál í fyrstu kappræðum demókrata Tíu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum öttu kappi í sjónvarpi í fyrsta skipti í gærkvöldi. 27. júní 2019 08:24 Firnasterk staða Joes Biden í forvali Demókrata Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna undir Barack Obama, hefur mælst langvinsælastur í forkosningum Demókrata allt árið. 3. júní 2019 08:45 Spjótin stóðu á Biden í kappræðunum Ferilskrá fyrrverandi varaforsetans í málefnum kynþáttanna í Bandaríkjunum var sérstaklega í sviðsljósinu í sjónvarpskappræðum demókrata í gærkvöldi. 28. júní 2019 07:55 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Tekist á um heilbrigðis- og innflytjendamál í fyrstu kappræðum demókrata Tíu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum öttu kappi í sjónvarpi í fyrsta skipti í gærkvöldi. 27. júní 2019 08:24
Firnasterk staða Joes Biden í forvali Demókrata Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna undir Barack Obama, hefur mælst langvinsælastur í forkosningum Demókrata allt árið. 3. júní 2019 08:45
Spjótin stóðu á Biden í kappræðunum Ferilskrá fyrrverandi varaforsetans í málefnum kynþáttanna í Bandaríkjunum var sérstaklega í sviðsljósinu í sjónvarpskappræðum demókrata í gærkvöldi. 28. júní 2019 07:55