Myndbandið vakti mikla reiði á meðal netverja sem höfðu ekki húmor fyrir hegðun stúlkunnar. Fljótlega fór fólk að reyna að komast að nafni hennar en lögreglan hafði loks upp á stúlkunni og var hún handtekinn.
What kinda psychopathic behavior is this?! pic.twitter.com/T8AIdGpmuS
— Optimus Primal (@BlindDensetsu) June 29, 2019
Stúlkan hefur ekki verið nafngreind þar sem hún er einungis sautján ára gömul og þar af leiðandi undir lögaldri. Yfirvöld í Texas ákveða nú hvort hún verði ákærð fyrir athæfið.
Kærasti stúlkunnar tók þetta allt saman upp á myndband og var það birt á samfélagsmiðlum. Lögreglan þurfti því að hafa hendur í hári stúlkunnar með því að leita hana uppi á samfélagsmiðlum en það tók sinn tíma því fjórar til sex konur voru með samskonar notendanafn.
Eintakið sem stúlkan sleikti var tekið úr sölu áður en óheppinn viðskiptavinur keypti það. Framleiðendurnir Blue Bell ákváðu þó að taka allar tegundir af þessari stærð úr umferð til þess að hafa vaðið fyrir neðan sig.
Þrátt fyrir hörð viðbrögð hafa fleiri tekið upp á því að sleikja ís í búðum og skila honum aftur í hillurnar. Margir óttast að þetta verði til þess að aðrir netverjar fari að leika þetta eftir og birta af því myndbönd.
I love ice cream pic.twitter.com/CWA1aNBmJU
— LARZ (@GAYSHAWNMENDES) July 3, 2019
I just give up on this generation #BlueBellpic.twitter.com/Yiex6RFTRr
— Lady Kate (@Wishful_wink) July 4, 2019