Margir teknir í óleyfi í utanlandsferðum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 6. júlí 2019 09:30 Einstaklingur telst hafa fengið ofgreiddar atvinnuleysisbætur sem nemur þeim tíma sem hann var erlendis án þess að hafa fengið til þess leyfi. Viðurlög við fyrsta broti eru svipting bóta í tvo mánuði. Nordicphotos/Getty Það er heilmikið um að fólk fari til útlanda og við komumst að því og þá er fólk að lenda í viðurlögum,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Nú þegar sumarfrí hjá flestum Íslendingum eru að hefjast eða þegar hafin þá hyggja margir á eða hafa fyrir löngu skipulagt utanlandsferðir. Ef fólk þiggur atvinnuleysisbætur á Íslandi er því hins vegar óheimilt að yfirgefa landið til að fara í frí, nema Vinnumálastofnun sé látin vita og þá eru greiðslur til bótaþega felldar niður á meðan. Utanlandsferðir eru aðeins heimilar með sérstöku vottorði og þá til að leita að vinnu í öðrum löndum á Evrópska efnahagssvæðinu. „Við erum með eftirlit og höfum ýmis ráð til þess en það er ómögulegt að gefa það upp hver þau eru, því þá myndu allir sjá við okkur,“ segir Unnur. Mjög algengt er, þegar fjölmargir úrskurðir úrskurðarnefndar velferðarmála í þessum efnum eru skoðaðir, að fólk beri því við að hafa annaðhvort ekki vitað að ólöglegt væri að fara í frí eða að tilkynna þyrfti utanlandsferðir fyrir fram. Atvinnulausir sem þiggja bætur þurfa að sýna fram á virka atvinnuleit og staðfesta sig rafrænt í hverjum mánuði. Ein leið til að góma fólk er að Vinnumálastofnun sér frá hvaða landi þessi rafræna staðfesting berst. Þá kemur fyrir, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, að samfélagsmiðlar komi upp um fólk. Fyrstu viðurlög við að vera gripinn á sólarströnd í leyfisleysi eru að missa bótaréttinn til tveggja mánaða. Í annað skiptið eru það þrír mánuði en þriðja brot þýðir að viðkomandi er sviptur bótarétti. Unnur segir djúpt á upplýsingum um hversu margir hafi sætt viðurlögum það sem af er ári og undanfarin ár vegna utanlandsferða í óleyfi. Rót vandans þar liggi í öldruðu tölvukerfi sem vonandi standi til að bæta úr á næstu tveimur árum. Aðspurð hvort dæmi séu um að fólk sé að misnota U2-vottorðin svokölluðu, sem veita atvinnuleitendum heimild til að leita sér að vinnu á EES-svæðinu og fá atvinnuleysisbætur frá íslenska ríkinu í allt að þrjá mánuði, segir Unnur að hún muni ekki til þess. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Það er heilmikið um að fólk fari til útlanda og við komumst að því og þá er fólk að lenda í viðurlögum,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Nú þegar sumarfrí hjá flestum Íslendingum eru að hefjast eða þegar hafin þá hyggja margir á eða hafa fyrir löngu skipulagt utanlandsferðir. Ef fólk þiggur atvinnuleysisbætur á Íslandi er því hins vegar óheimilt að yfirgefa landið til að fara í frí, nema Vinnumálastofnun sé látin vita og þá eru greiðslur til bótaþega felldar niður á meðan. Utanlandsferðir eru aðeins heimilar með sérstöku vottorði og þá til að leita að vinnu í öðrum löndum á Evrópska efnahagssvæðinu. „Við erum með eftirlit og höfum ýmis ráð til þess en það er ómögulegt að gefa það upp hver þau eru, því þá myndu allir sjá við okkur,“ segir Unnur. Mjög algengt er, þegar fjölmargir úrskurðir úrskurðarnefndar velferðarmála í þessum efnum eru skoðaðir, að fólk beri því við að hafa annaðhvort ekki vitað að ólöglegt væri að fara í frí eða að tilkynna þyrfti utanlandsferðir fyrir fram. Atvinnulausir sem þiggja bætur þurfa að sýna fram á virka atvinnuleit og staðfesta sig rafrænt í hverjum mánuði. Ein leið til að góma fólk er að Vinnumálastofnun sér frá hvaða landi þessi rafræna staðfesting berst. Þá kemur fyrir, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, að samfélagsmiðlar komi upp um fólk. Fyrstu viðurlög við að vera gripinn á sólarströnd í leyfisleysi eru að missa bótaréttinn til tveggja mánaða. Í annað skiptið eru það þrír mánuði en þriðja brot þýðir að viðkomandi er sviptur bótarétti. Unnur segir djúpt á upplýsingum um hversu margir hafi sætt viðurlögum það sem af er ári og undanfarin ár vegna utanlandsferða í óleyfi. Rót vandans þar liggi í öldruðu tölvukerfi sem vonandi standi til að bæta úr á næstu tveimur árum. Aðspurð hvort dæmi séu um að fólk sé að misnota U2-vottorðin svokölluðu, sem veita atvinnuleitendum heimild til að leita sér að vinnu á EES-svæðinu og fá atvinnuleysisbætur frá íslenska ríkinu í allt að þrjá mánuði, segir Unnur að hún muni ekki til þess.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira