Erlent

Áfrýjunardómstóll dæmir eiginmanninn í sautján ára fangelsi fyrir morðið á Janne Jemtland

Eiður Þór Árnason skrifar
Málið vakti gríðarlega athygli í Noregi, en mikil leit stóð yfir að Janne eftir að eiginmaðurinn Svein, hafði sjálfur tilkynnt um hvarf hennar.
Málið vakti gríðarlega athygli í Noregi, en mikil leit stóð yfir að Janne eftir að eiginmaðurinn Svein, hafði sjálfur tilkynnt um hvarf hennar. NORSKA LÖGREGLAN/GETTY
Áfrýjunardómstóll í Noregi hefur dæmt Svein Jemtland, í 17 ára fangelsi fyrir morðið á eiginkonu sinni, Janne Jemtland .

Í úrskurði áfrýjunardómstólsins kemur fram að það sé hafið yfir allan skynsamlegan vafa að Svein hafi skotið eiginkonu sína í höfuðið að kvöldi 29. desember 2017 og síðar varpað henni út í ána Glomma.

Rétturinn taldi að erfitt væri að dæma um það hvort Svein hafi drepið eiginkonu sína af ásettu ráði.

Hann hafði áður verið dæmdur í 18 ára fangelsi í héraði en áfrýjaði þeim dómi til æðra dómstigs.

Málið vakti gríðarlega athygli í Noregi á sínum tíma en hjónin Svein og Janne Jemtland höfðu verið í veislu í félagsheimili í Velrom, í um átta kílómetra fjarlægð frá heimili sínu umrætt kvöld. Þau tóku leigubíl saman heim um klukkan tvö eftir miðnætti og tilkynnti Svein um hvarf eiginkonu sinnar.

Dagana eftir hvarfið fór fram umfangsmikil leit að Janne og fann lögregla blóð úr henni í Brumunddal nokkrum dögum eftir hvarfið eftir ábendingu frá vegfaranda. Lík Janne fannst svo í ánni Glomma við Eidfoss-brúna þann 13. janúar, um áttatíu kílómetrum frá heimili þeirra.

Á eiginmaðurinn að hafa fest rafhlöðu við líkið í þeim tilgangi að láta það sökkva til botns. Svein viðurkenndi að hafa átt þátt í dauða Janne en að um óhapp hafi verið að ræða. Svein Jemtland var starfandi í frönsku útlendingahersveitinni í um tvo áratugi, meðal annars á Balkanskaga á tíunda áratugnum. Árið 1991 var hann dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir líkamsárás. Hann og Janne gengu í hjónaband árið 2006.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×