Eðlilegt að kosið verði um Elliðaárdalinn Ari Brynjólfsson skrifar 5. júlí 2019 07:15 Halldór Páll Gíslason, formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins, er ekki sáttur við uppbygginguna á svæðinu. Fréttablaðið/Stefán Karlsson Meirihluti borgarráðs Reykjavíkur samþykkti nýtt deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka, í nágrenni Elliðaárdalsins, á fundi sínum í gær. Málið er mjög umdeilt og fundaði borgarráð tveimur tímum lengur í gær en gert var ráð fyrir. Er það afstaða meirihlutans að svæðið sem um ræðir sé ekki hluti af Elliðaárdalnum og flokkist ekki sem grænt svæði. Í bréfi Umhverfisstofnunar til skipulags- og samgönguráðs segir stofnunin að byggingarnar muni yfirtaka stóran hluta af útivistarsvæði sem nú er fyrir almenning og þrengja að vatnasviðinu, sem fyrr segir, og þrengja að aðkomu almennings að svæðinu. „Við gáfum þeim tækifæri til að fresta þessu og fara betur yfir málið. Það kom í ljós að þau eru ekki einu sinni búin að svara bréfi Umhverfisstofnunar frá því í mars,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins. „Það að klára málið án þess að svara þessu bréfi eða funda með stofnuninni er ótrúlegt. Sérstaklega þegar Vinstri grænir segjast vera grænir og Píratar segjast vera vænir, það er ekki trúverðugt.“ Eyþór segir að boltinn sé nú hjá íbúum. „Þeir hafa verið duglegir við að láta í sér heyra. Þeir hafa sumir verið að tala um íbúakosningu, mér finnst eðlilegt að það sé kosið um svona mál eins og gert hefur verið með skipulagsmál í öðrum sveitarfélögum.“ Halldór Páll Gíslason, formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins, segir að málið beri það með sér að hafa verið keyrt í gegn án þess að taka tillit til athugasemda. „Við munum byrja á að kæra þetta til Skipulagsstofnunar. Svo er það bara íbúakosning, það er ekkert annað í boði.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Sjá meira
Meirihluti borgarráðs Reykjavíkur samþykkti nýtt deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka, í nágrenni Elliðaárdalsins, á fundi sínum í gær. Málið er mjög umdeilt og fundaði borgarráð tveimur tímum lengur í gær en gert var ráð fyrir. Er það afstaða meirihlutans að svæðið sem um ræðir sé ekki hluti af Elliðaárdalnum og flokkist ekki sem grænt svæði. Í bréfi Umhverfisstofnunar til skipulags- og samgönguráðs segir stofnunin að byggingarnar muni yfirtaka stóran hluta af útivistarsvæði sem nú er fyrir almenning og þrengja að vatnasviðinu, sem fyrr segir, og þrengja að aðkomu almennings að svæðinu. „Við gáfum þeim tækifæri til að fresta þessu og fara betur yfir málið. Það kom í ljós að þau eru ekki einu sinni búin að svara bréfi Umhverfisstofnunar frá því í mars,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins. „Það að klára málið án þess að svara þessu bréfi eða funda með stofnuninni er ótrúlegt. Sérstaklega þegar Vinstri grænir segjast vera grænir og Píratar segjast vera vænir, það er ekki trúverðugt.“ Eyþór segir að boltinn sé nú hjá íbúum. „Þeir hafa verið duglegir við að láta í sér heyra. Þeir hafa sumir verið að tala um íbúakosningu, mér finnst eðlilegt að það sé kosið um svona mál eins og gert hefur verið með skipulagsmál í öðrum sveitarfélögum.“ Halldór Páll Gíslason, formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins, segir að málið beri það með sér að hafa verið keyrt í gegn án þess að taka tillit til athugasemda. „Við munum byrja á að kæra þetta til Skipulagsstofnunar. Svo er það bara íbúakosning, það er ekkert annað í boði.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Sjá meira