Lið sem komist í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar verði örugg um sæti næsta tímabil Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 4. júlí 2019 14:30 Ajax heillaði marga með framgöngu sinni í Meistaradeildinni síðasta tímabil vísir/getty Aleksander Ceferin, forseti UEFA, segir að hugmyndir séu uppi á borðinu um að tryggja þeim liðum sem komast langt í Meistaradeild Evrópu sæti í keppninni næsta ár á eftir. Síðustu misseri hafa margar fréttir borist af hinum ýmsu tillögum um breytingar á keppnisfyrirkomulagi Meistaradeildarinnar. Meðal þeirra eru hugmyndir á borð við að breyta riðlakeppninni í fjóra riðla með átta liðum eða fjölga liðum með því að halda átta riðlum en hafa fimm eða sex lið í hverjum riðli. Í dag segir The Times hins vegar frá því að Ceferin hafi sagt frá þeirri hugmynd að tryggja liðum sem eiga eitt gott tímabil í Meistaradeildinni en ná kannski ekki að tryggja sæti sitt í keppninni á næsta tímabili í gegnum deildarkeppnina í heimalandinu, sæti í keppninni árið eftir. Í fréttinni eru 8-liða úrslitin nefnd sem punkturinn sem þyrfti að ná til þess að fá sæti næsta ár. „Við viljum vernda lið eins og Ajax núna á síðasta tímabili, eða Mónakó og Leicester City áður. Ajax spilaði í undanúrslitum á þessu ári og nú þurfa þeir að selja alla leikmennina sína því þeir vita ekki hvort þeir komist í Meistaradeildina á næsta tímabili,“ sagði Ceferin. Ajax varð hollenskur meistari í vor en hollenska deildin er ekki nógu hátt skrifuð á styrkleikalista UEFA til þess að meistararnir fái sæti beint í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Þeir koma inn í þriðju umferð forkeppninnar, þá næst síðustu fyrir riðlakeppnina. „Ég held við ættum ekki að vernda of mörg félög, því þá verður keppnin of lokuð, en við verðum að vernda sum þeirra. Ein hugmynd er sú að þau lið sem ná ákveðið langt í keppninni fái sæti í riðlakeppninni næsta ár. En þetta er enn bara á viðræðustigi.“ Forráðamenn UEFA funda með forráðamönnum deilda og félaga innan sambandsins 11. september þar sem þessi hugmynd verður meðal mála á dagskránni. Þá segir Ceferin að UEFA sé einnig að skoða að setja á laggirnar Meistarar meistaranna leik landsliða á milli Evrópumeistaranna og Suður-Ameríkumeistaranna. Meistaradeild Evrópu UEFA Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Körfubolti Fleiri fréttir „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Aleksander Ceferin, forseti UEFA, segir að hugmyndir séu uppi á borðinu um að tryggja þeim liðum sem komast langt í Meistaradeild Evrópu sæti í keppninni næsta ár á eftir. Síðustu misseri hafa margar fréttir borist af hinum ýmsu tillögum um breytingar á keppnisfyrirkomulagi Meistaradeildarinnar. Meðal þeirra eru hugmyndir á borð við að breyta riðlakeppninni í fjóra riðla með átta liðum eða fjölga liðum með því að halda átta riðlum en hafa fimm eða sex lið í hverjum riðli. Í dag segir The Times hins vegar frá því að Ceferin hafi sagt frá þeirri hugmynd að tryggja liðum sem eiga eitt gott tímabil í Meistaradeildinni en ná kannski ekki að tryggja sæti sitt í keppninni á næsta tímabili í gegnum deildarkeppnina í heimalandinu, sæti í keppninni árið eftir. Í fréttinni eru 8-liða úrslitin nefnd sem punkturinn sem þyrfti að ná til þess að fá sæti næsta ár. „Við viljum vernda lið eins og Ajax núna á síðasta tímabili, eða Mónakó og Leicester City áður. Ajax spilaði í undanúrslitum á þessu ári og nú þurfa þeir að selja alla leikmennina sína því þeir vita ekki hvort þeir komist í Meistaradeildina á næsta tímabili,“ sagði Ceferin. Ajax varð hollenskur meistari í vor en hollenska deildin er ekki nógu hátt skrifuð á styrkleikalista UEFA til þess að meistararnir fái sæti beint í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Þeir koma inn í þriðju umferð forkeppninnar, þá næst síðustu fyrir riðlakeppnina. „Ég held við ættum ekki að vernda of mörg félög, því þá verður keppnin of lokuð, en við verðum að vernda sum þeirra. Ein hugmynd er sú að þau lið sem ná ákveðið langt í keppninni fái sæti í riðlakeppninni næsta ár. En þetta er enn bara á viðræðustigi.“ Forráðamenn UEFA funda með forráðamönnum deilda og félaga innan sambandsins 11. september þar sem þessi hugmynd verður meðal mála á dagskránni. Þá segir Ceferin að UEFA sé einnig að skoða að setja á laggirnar Meistarar meistaranna leik landsliða á milli Evrópumeistaranna og Suður-Ameríkumeistaranna.
Meistaradeild Evrópu UEFA Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Körfubolti Fleiri fréttir „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki