Ekki bara Brexit Michael Nevin skrifar 4. júlí 2019 07:30 Umræðan um Bretland hefur á síðustu misserum eðlilega snúist mikið um „Brexit“ og það pólitíska drama sem því fylgir. Við getum öll haft okkar skoðanir á þróun mála í sambandi við fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, en það er mikilvægt að setja hlutina í samhengi. Styrkleikar Bretlands haldast áfram hinir sömu. Lýðræði er greinilega enn við lýði, virkar vel og veitir aðhald, og stofnanir okkar halda áfram að starfa faglega í gegnum hinn pólitíska stórsjó. „Keep calm and carry on.“ Í gegnum alla pólitísku óvissuna heldur efnahagslíf Bretlands enn áfram að vaxa, jafnvel meira en hjá sumum af hinum stærstu hagkerfum Evrópu á síðasta ári. Atvinnuleysi hefur aldrei mælst jafn lágt. Bretland er eftir sem áður helsti áfangastaður fyrir erlendar fjárfestingar í Evrópu. Á síðastliðnu ári voru 13 „einhyrnings“-fyrirtæki í Bretlandi (sprotafyrirtæki sem eru metin á einn milljarð Bandaríkjadala eða það sem nemur um 125 milljörðum króna). Fjármálageirinn okkar er hnattrænn, með London sem leiðandi fjármálaþjónustumiðstöð. Bresk fyrirtæki halda áfram að vinna með fyrirtækjum frá öðrum löndum, þar á meðal á Íslandi þar sem fyrirtæki eins og Barclays aðstoðar við að stækka fjármálageira Íslands og Bird & Bird aðstoða Isavia við að þróa flugvelli og ná fram hagkvæmum opinberum innkaupum. Við höldum áfram að leitast við að leiða og þróa vöxt framtíðarinnar. Í Tæknivikunni í London í júní lagði breski forsætisráðherrann áherslu á fjárfestingu breskra tæknifyrirtækja fyrir 1,2 milljarða sterlingspunda, andvirði um 190 milljarða króna, með 2.500 stöður við þróun gervigreindar. Fyrirtæki eins og digi.me, sem einnig starfa með íslenska heilbrigðisgeiranum, sýna fram á að tækni í heilbrigðisvísindum getur leitt til markvissari og þar af leiðandi skilvirkari úrræða í heilbrigðisþjónustu. Bretland er eftir sem áður þungavigtarríki í alþjóðasamstarfi. Við eigum fast sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, og erum eina landið sem ver bæði 2% af vergri þjóðarframleiðslu til varnarmála og 0,7% af vergum þjóðartekjum til þróunaraðstoðar. Bretlandi mun í ár halda 70 ára afmælisleiðtogafund NATO, auk alþjóðlegrar ráðstefnu um fjölmiðlafrelsi og ráðstefnu um að hindra kynferðislegt ofbeldi á átakasvæðum. Við veitum aðstoð til að koma í veg fyrir og draga úr átökum og styðjum alþjóðlega þróunaraðstoð með hlutverki okkar í alþjóðastofnunum eins og Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna (ásamt Íslandi), G7 og G20, ÖSE, Alþjóðaviðskiptastofnuninni o.fl. Bretland er nú að vinna í því að stækka utanríkisþjónustu sína og að fjölga starfsfólki um 1.000. Bretland er svo lánsamt að búa yfir gríðarmiklum áhrifamætti á menningarsviðinu. Þar má nefna fjölmiðla okkar, en BBC er meðal 10 fjölsóttustu fréttaveitna veraldarvefsins, og ekki síður menntun: 12% af öllum háskólanemum heimsins sem stunda nám utan heimalands síns nema við breska háskóla og 4 af 10 bestu háskólum heims eru í Bretlandi. Einnig má nefna íþróttir, en stuðningsmenn um allan heim horfðu á þessu ári á lið úr ensku úrvalsdeildinni mætast í báðum stærstu Evrópukeppnunum í fótbolta. Þessi upptalning hér er ekki gerð til að berja sér á brjóst. Öll lönd eiga við einhver vandamál að stríða sem þau þurfa að yfirstíga, og Bretland á greinilega í einu slíku þessa stundina. Við eigum að vera auðmjúk gagnvart annmörkum okkar. En við skulum ekki missa sjónar á styrkleikum okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Umræðan um Bretland hefur á síðustu misserum eðlilega snúist mikið um „Brexit“ og það pólitíska drama sem því fylgir. Við getum öll haft okkar skoðanir á þróun mála í sambandi við fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, en það er mikilvægt að setja hlutina í samhengi. Styrkleikar Bretlands haldast áfram hinir sömu. Lýðræði er greinilega enn við lýði, virkar vel og veitir aðhald, og stofnanir okkar halda áfram að starfa faglega í gegnum hinn pólitíska stórsjó. „Keep calm and carry on.“ Í gegnum alla pólitísku óvissuna heldur efnahagslíf Bretlands enn áfram að vaxa, jafnvel meira en hjá sumum af hinum stærstu hagkerfum Evrópu á síðasta ári. Atvinnuleysi hefur aldrei mælst jafn lágt. Bretland er eftir sem áður helsti áfangastaður fyrir erlendar fjárfestingar í Evrópu. Á síðastliðnu ári voru 13 „einhyrnings“-fyrirtæki í Bretlandi (sprotafyrirtæki sem eru metin á einn milljarð Bandaríkjadala eða það sem nemur um 125 milljörðum króna). Fjármálageirinn okkar er hnattrænn, með London sem leiðandi fjármálaþjónustumiðstöð. Bresk fyrirtæki halda áfram að vinna með fyrirtækjum frá öðrum löndum, þar á meðal á Íslandi þar sem fyrirtæki eins og Barclays aðstoðar við að stækka fjármálageira Íslands og Bird & Bird aðstoða Isavia við að þróa flugvelli og ná fram hagkvæmum opinberum innkaupum. Við höldum áfram að leitast við að leiða og þróa vöxt framtíðarinnar. Í Tæknivikunni í London í júní lagði breski forsætisráðherrann áherslu á fjárfestingu breskra tæknifyrirtækja fyrir 1,2 milljarða sterlingspunda, andvirði um 190 milljarða króna, með 2.500 stöður við þróun gervigreindar. Fyrirtæki eins og digi.me, sem einnig starfa með íslenska heilbrigðisgeiranum, sýna fram á að tækni í heilbrigðisvísindum getur leitt til markvissari og þar af leiðandi skilvirkari úrræða í heilbrigðisþjónustu. Bretland er eftir sem áður þungavigtarríki í alþjóðasamstarfi. Við eigum fast sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, og erum eina landið sem ver bæði 2% af vergri þjóðarframleiðslu til varnarmála og 0,7% af vergum þjóðartekjum til þróunaraðstoðar. Bretlandi mun í ár halda 70 ára afmælisleiðtogafund NATO, auk alþjóðlegrar ráðstefnu um fjölmiðlafrelsi og ráðstefnu um að hindra kynferðislegt ofbeldi á átakasvæðum. Við veitum aðstoð til að koma í veg fyrir og draga úr átökum og styðjum alþjóðlega þróunaraðstoð með hlutverki okkar í alþjóðastofnunum eins og Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna (ásamt Íslandi), G7 og G20, ÖSE, Alþjóðaviðskiptastofnuninni o.fl. Bretland er nú að vinna í því að stækka utanríkisþjónustu sína og að fjölga starfsfólki um 1.000. Bretland er svo lánsamt að búa yfir gríðarmiklum áhrifamætti á menningarsviðinu. Þar má nefna fjölmiðla okkar, en BBC er meðal 10 fjölsóttustu fréttaveitna veraldarvefsins, og ekki síður menntun: 12% af öllum háskólanemum heimsins sem stunda nám utan heimalands síns nema við breska háskóla og 4 af 10 bestu háskólum heims eru í Bretlandi. Einnig má nefna íþróttir, en stuðningsmenn um allan heim horfðu á þessu ári á lið úr ensku úrvalsdeildinni mætast í báðum stærstu Evrópukeppnunum í fótbolta. Þessi upptalning hér er ekki gerð til að berja sér á brjóst. Öll lönd eiga við einhver vandamál að stríða sem þau þurfa að yfirstíga, og Bretland á greinilega í einu slíku þessa stundina. Við eigum að vera auðmjúk gagnvart annmörkum okkar. En við skulum ekki missa sjónar á styrkleikum okkar.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun