Landsréttur úrskurðar öðru sinni vegna kyrrsettu vélarinnar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júlí 2019 18:31 Flugvélin sem Isavia kyrrsetti vegna skuldar WOW air sést hér á Keflavíkurflugvelli. Visir/vilhelm Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að Isavia hafi haft heimild til þess að kyrrsetja þotu í eigu ALC sem tryggingu fyrir skuld WOW air vegna þotunnar. Í úrskurði Landsréttar er ekki tekin efnisleg afstaða til allra þeirra forsendna sem Isavia hefur byggt kyrrsetningu vélarinnar á. Þannig tekur Landsréttur ekki afstöðu til þess hvort byggja hafi mátt kyrrsetninguna á skuldum WOW vegna þessarar tilteknu þotu eingöngu eða vegna heildarskuldar WOW air við Isavia. Isavia hefur tálmað för vélarinnar úr landi frá falli WOW. Tekin var ákvörðun um að koma í veg fyrir frekari ferðir þotunnar til þess að tryggja að skuldir WOW vegna notendagjalda, sem hljóðuðu upp á tvo milljarða króna, fengjust greiddar. ALC hafnaði greiðsluskyldunni og krafðist þess að fá vélina afhenta. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi málið á þá leið að Isavia væri heimilt að kyrrsetja vélina vegna skuldar tengdar vélinni. ALC greiddi því skuldir tengdar vélinni, um 87 milljónir króna og krafðist þess í kjölfarið að fá vélina afhenta. Isavia áfrýjaði úrskurðinum hins vegar til Landsréttar sem staðfesti að hluta úrskurð héraðsdóms. Landsréttur breytti þó forsendum úrskurðar héraðsdóms á þá leið að Isavia hafi verið heimilt að halda vélinni sem tryggingu fyrir heildarskuldum WOW. Þá áfrýjaði ALC málinu til Hæstaréttar. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að verulega hafi verið vikið frá réttri málsmeðferð og málinu því aftur skotið til Landsréttar, sem nú hefur öðru sinni úrskurðað í málinu.Í upprunalegri útgáfu þessarar fréttar kom fram að í úrskurði Landsréttar hafi komið fram að Isavia hafi ekki verið heimilt að kyrrsetja vélina til tryggingar vegna heildarskulda WOW air. Hið rétta er að engin efnisleg afstaða er tekin heimilda Isavia hvað þetta varðar.Úrskurð Landsréttar má nálgast hér. Deilur ISAVIA og ALC Dómsmál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir ALC fær að kæra til Hæstaréttar Hæstiréttur Íslands hefur gefið flugvélaleigufyrirtækinu ALC leyfi til að áfrýja úrskurði Landsréttar í máli fyrirtækisins gegn Isavia. 19. júní 2019 14:20 Sendir mál ALC aftur til Landsréttar Hæstiréttur hefur ómerkt úrskurð Landsréttar í máli ALC gegn Isavia. 28. júní 2019 12:10 Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að Isavia hafi haft heimild til þess að kyrrsetja þotu í eigu ALC sem tryggingu fyrir skuld WOW air vegna þotunnar. Í úrskurði Landsréttar er ekki tekin efnisleg afstaða til allra þeirra forsendna sem Isavia hefur byggt kyrrsetningu vélarinnar á. Þannig tekur Landsréttur ekki afstöðu til þess hvort byggja hafi mátt kyrrsetninguna á skuldum WOW vegna þessarar tilteknu þotu eingöngu eða vegna heildarskuldar WOW air við Isavia. Isavia hefur tálmað för vélarinnar úr landi frá falli WOW. Tekin var ákvörðun um að koma í veg fyrir frekari ferðir þotunnar til þess að tryggja að skuldir WOW vegna notendagjalda, sem hljóðuðu upp á tvo milljarða króna, fengjust greiddar. ALC hafnaði greiðsluskyldunni og krafðist þess að fá vélina afhenta. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi málið á þá leið að Isavia væri heimilt að kyrrsetja vélina vegna skuldar tengdar vélinni. ALC greiddi því skuldir tengdar vélinni, um 87 milljónir króna og krafðist þess í kjölfarið að fá vélina afhenta. Isavia áfrýjaði úrskurðinum hins vegar til Landsréttar sem staðfesti að hluta úrskurð héraðsdóms. Landsréttur breytti þó forsendum úrskurðar héraðsdóms á þá leið að Isavia hafi verið heimilt að halda vélinni sem tryggingu fyrir heildarskuldum WOW. Þá áfrýjaði ALC málinu til Hæstaréttar. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að verulega hafi verið vikið frá réttri málsmeðferð og málinu því aftur skotið til Landsréttar, sem nú hefur öðru sinni úrskurðað í málinu.Í upprunalegri útgáfu þessarar fréttar kom fram að í úrskurði Landsréttar hafi komið fram að Isavia hafi ekki verið heimilt að kyrrsetja vélina til tryggingar vegna heildarskulda WOW air. Hið rétta er að engin efnisleg afstaða er tekin heimilda Isavia hvað þetta varðar.Úrskurð Landsréttar má nálgast hér.
Deilur ISAVIA og ALC Dómsmál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir ALC fær að kæra til Hæstaréttar Hæstiréttur Íslands hefur gefið flugvélaleigufyrirtækinu ALC leyfi til að áfrýja úrskurði Landsréttar í máli fyrirtækisins gegn Isavia. 19. júní 2019 14:20 Sendir mál ALC aftur til Landsréttar Hæstiréttur hefur ómerkt úrskurð Landsréttar í máli ALC gegn Isavia. 28. júní 2019 12:10 Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
ALC fær að kæra til Hæstaréttar Hæstiréttur Íslands hefur gefið flugvélaleigufyrirtækinu ALC leyfi til að áfrýja úrskurði Landsréttar í máli fyrirtækisins gegn Isavia. 19. júní 2019 14:20
Sendir mál ALC aftur til Landsréttar Hæstiréttur hefur ómerkt úrskurð Landsréttar í máli ALC gegn Isavia. 28. júní 2019 12:10