Kölluð „negríti“ í sjúkrasögu sinni án útskýringa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júlí 2019 17:42 Eva Þóra furðar sig á því að flokka þurfi fólk eftir kynþætti innan heilbrigðiskerfisins. Aðsend Eva Þóra Hartmannsdóttir hjúkrunarfræðinemi var í gær í 25 vikna skoðun hjá Mæðravernd. Hún segir farir sínar ekki sléttar og lýsir því að hafa sætt meðferð sem margar aðrar konur eiga ekki að venjast. Segir hún það hafa verið vegna uppruna hennar. Eva var meðal annars flokkuð sem „negríti“ á sjúkraskrá sinni. Eva Þóra lýsir því í samtali við fréttastofu að við komu í 25 vikna skoðun hafi henni verið gert að taka könnun þar sem hún var meðal annars spurð hvort hún þyrfti að taka svokallað sykurþolspróf. Eva hafi svarað öllu þar að lútandi neitandi en afrískur uppruni hennar hafi samt verið nóg til þess að gefa tilefni til að senda hana í slíkt próf. Eva segist ekki hafa kippt sér upp við þá niðurstöðu en þó hafi henni þótt hún undarleg. Hún segir að við nánari athugun, þegar hún spurði vinkonur sínar sem nýlega hafa verið óléttar hafi komið á daginn að þeim hafi ekki verið gert að taka sykurþolspróf, eins og henni. „Mér datt þá ekkert annað í hug en að þetta væri af því að ég er frá Afríku.“Kölluð „negríti“ í sjúkraskránni Annað atriði sem Eva furðar sig á er hugtakanotkun sem hún varð vör við í skoðuninni. Segir hún hjúkrunarfræðing hafa hakað við orðið „negríti“ í sjúkrasögu Evu. „Mér fannst það ótrúlega skrýtið. Ég hef aldrei heyrt þetta orð áður og ég skildi ekki alveg tilganginn,“ segir Eva. Hún hafi hvorki vitað hvers vegna hún þyrfti að gangast undir sykurþolsprófið né hvers vegna tilgreina þurfi kynþátt fólks í sjúkrasögu þess. Eva segir fátt hafa verið um svör hjá Mæðravernd þegar hún gerði athugasemd við orðanotkunina. Svona hafi þetta alltaf verið þó skrýtið sé. Heilbrigðismál Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira
Eva Þóra Hartmannsdóttir hjúkrunarfræðinemi var í gær í 25 vikna skoðun hjá Mæðravernd. Hún segir farir sínar ekki sléttar og lýsir því að hafa sætt meðferð sem margar aðrar konur eiga ekki að venjast. Segir hún það hafa verið vegna uppruna hennar. Eva var meðal annars flokkuð sem „negríti“ á sjúkraskrá sinni. Eva Þóra lýsir því í samtali við fréttastofu að við komu í 25 vikna skoðun hafi henni verið gert að taka könnun þar sem hún var meðal annars spurð hvort hún þyrfti að taka svokallað sykurþolspróf. Eva hafi svarað öllu þar að lútandi neitandi en afrískur uppruni hennar hafi samt verið nóg til þess að gefa tilefni til að senda hana í slíkt próf. Eva segist ekki hafa kippt sér upp við þá niðurstöðu en þó hafi henni þótt hún undarleg. Hún segir að við nánari athugun, þegar hún spurði vinkonur sínar sem nýlega hafa verið óléttar hafi komið á daginn að þeim hafi ekki verið gert að taka sykurþolspróf, eins og henni. „Mér datt þá ekkert annað í hug en að þetta væri af því að ég er frá Afríku.“Kölluð „negríti“ í sjúkraskránni Annað atriði sem Eva furðar sig á er hugtakanotkun sem hún varð vör við í skoðuninni. Segir hún hjúkrunarfræðing hafa hakað við orðið „negríti“ í sjúkrasögu Evu. „Mér fannst það ótrúlega skrýtið. Ég hef aldrei heyrt þetta orð áður og ég skildi ekki alveg tilganginn,“ segir Eva. Hún hafi hvorki vitað hvers vegna hún þyrfti að gangast undir sykurþolsprófið né hvers vegna tilgreina þurfi kynþátt fólks í sjúkrasögu þess. Eva segir fátt hafa verið um svör hjá Mæðravernd þegar hún gerði athugasemd við orðanotkunina. Svona hafi þetta alltaf verið þó skrýtið sé.
Heilbrigðismál Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira