Los Angeles Lakers hefur haldið að sér höndum á meðan beðið er eftir því hvað Kawhi Leonard gerir og á meðan hafa fullt af ákjósanlegum kostum fyrir Lakers horfið af markaðnum.
Lakers samdi hins vegar við Jared Dudley í nótt en þarf þó aðeins að borga honum 2,6 milljónir dollara fyrir eins árs samning.
Dudley vildi ólmur komast að hjá Lakers og er leikmaður sem ætti að passa vel við hlið stórstjórnanna LeBron James, Anthony Davis og kannski Kawhi Leonard. Hann er útsjónarsamur baráttuhundur og fín skytta en var þó aðeins með 4,9 stig ða meðaltali í 59 leikjum með Brooklyn Nets í vetur.
Jared Dudley er 33 ára reynslubolti sem hefur spilað með Charlotte Bobcats, Phoenix Suns, Los Angeles Clippers, Milwaukee Bucks, Washington Wizards og Brooklyn Nets á ferlinum.
Dudley had a real impact on the Nets young roster a year ago, and really wanted the chance to play for the Lakers. He'll get a chance to impact on a roster that needs veterans capable of contributing in a pressure environment. https://t.co/hemklha12P
— Adrian Wojnarowski (@wojespn) July 2, 2019
Willie Cauley-Stein skiptir um lið í NBA-deildinni en fer þó ekki út fyrir Kaliforníu. Bandarískir miðlar sögðu frá því í nótt að þessi 25 ára strákur hafi gert samning við Golden State Warriors.
Willie Cauley-Stein er 213 sentímetrar á hæð og mun væntanlega fylla skarð DeMarcus Cousins hjá liðinu. Cauley-Stein var með 11,9 stig og 8,4 fráköst í leik með Sacramento Kings á nýloknu tímabili sem var hans fjórða í deildinni.
Cauley-Stein er þó ekki að fá mikinn pening því samkvæmt heimildum Zach Love þá fær hann bara aðeins meira en lágmarkslaunin.
Can confirm. Cauley-Stein will sign for something slightly above the minimum salary, a source says. https://t.co/acJryQ5lik
— Zach Lowe (@ZachLowe_NBA) July 2, 2019
Af öðrum samningum má nefna að þeir Jeff Green og Emmanuel Mudiay sömdu báðir við Utah Jazz. Rodney McGruder gerði þriggja ára samnning við Los Angeles Clippers. Þá gerði Isaiah Thomas eins árs samning við Washington Wizards og Jordan Bell fer frá Golden State til Minnesota Timberwolves.