Golden State samdi við miðherja Sacramento Kings og Lakers-draumur Dudley rættist Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2019 09:00 Jared Dudley er mikil týpa. Getty/Elsa NBA körfuboltaliðin Golden State Warriors og Los Angeles Lakers bættu bæði við leikmönnum í nótt en Lakers bíður ennþá eftir fréttum af Kawhi Leonard. Það gera líka Toronto Raptors og Los Angeles Clippers. Los Angeles Lakers hefur haldið að sér höndum á meðan beðið er eftir því hvað Kawhi Leonard gerir og á meðan hafa fullt af ákjósanlegum kostum fyrir Lakers horfið af markaðnum. Lakers samdi hins vegar við Jared Dudley í nótt en þarf þó aðeins að borga honum 2,6 milljónir dollara fyrir eins árs samning. Dudley vildi ólmur komast að hjá Lakers og er leikmaður sem ætti að passa vel við hlið stórstjórnanna LeBron James, Anthony Davis og kannski Kawhi Leonard. Hann er útsjónarsamur baráttuhundur og fín skytta en var þó aðeins með 4,9 stig ða meðaltali í 59 leikjum með Brooklyn Nets í vetur. Jared Dudley er 33 ára reynslubolti sem hefur spilað með Charlotte Bobcats, Phoenix Suns, Los Angeles Clippers, Milwaukee Bucks, Washington Wizards og Brooklyn Nets á ferlinum.Dudley had a real impact on the Nets young roster a year ago, and really wanted the chance to play for the Lakers. He'll get a chance to impact on a roster that needs veterans capable of contributing in a pressure environment. https://t.co/hemklha12P — Adrian Wojnarowski (@wojespn) July 2, 2019Willie Cauley-Stein skiptir um lið í NBA-deildinni en fer þó ekki út fyrir Kaliforníu. Bandarískir miðlar sögðu frá því í nótt að þessi 25 ára strákur hafi gert samning við Golden State Warriors. Willie Cauley-Stein er 213 sentímetrar á hæð og mun væntanlega fylla skarð DeMarcus Cousins hjá liðinu. Cauley-Stein var með 11,9 stig og 8,4 fráköst í leik með Sacramento Kings á nýloknu tímabili sem var hans fjórða í deildinni. Cauley-Stein er þó ekki að fá mikinn pening því samkvæmt heimildum Zach Love þá fær hann bara aðeins meira en lágmarkslaunin.Can confirm. Cauley-Stein will sign for something slightly above the minimum salary, a source says. https://t.co/acJryQ5lik — Zach Lowe (@ZachLowe_NBA) July 2, 2019Af öðrum samningum má nefna að þeir Jeff Green og Emmanuel Mudiay sömdu báðir við Utah Jazz. Rodney McGruder gerði þriggja ára samnning við Los Angeles Clippers. Þá gerði Isaiah Thomas eins árs samning við Washington Wizards og Jordan Bell fer frá Golden State til Minnesota Timberwolves. NBA Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Sjá meira
NBA körfuboltaliðin Golden State Warriors og Los Angeles Lakers bættu bæði við leikmönnum í nótt en Lakers bíður ennþá eftir fréttum af Kawhi Leonard. Það gera líka Toronto Raptors og Los Angeles Clippers. Los Angeles Lakers hefur haldið að sér höndum á meðan beðið er eftir því hvað Kawhi Leonard gerir og á meðan hafa fullt af ákjósanlegum kostum fyrir Lakers horfið af markaðnum. Lakers samdi hins vegar við Jared Dudley í nótt en þarf þó aðeins að borga honum 2,6 milljónir dollara fyrir eins árs samning. Dudley vildi ólmur komast að hjá Lakers og er leikmaður sem ætti að passa vel við hlið stórstjórnanna LeBron James, Anthony Davis og kannski Kawhi Leonard. Hann er útsjónarsamur baráttuhundur og fín skytta en var þó aðeins með 4,9 stig ða meðaltali í 59 leikjum með Brooklyn Nets í vetur. Jared Dudley er 33 ára reynslubolti sem hefur spilað með Charlotte Bobcats, Phoenix Suns, Los Angeles Clippers, Milwaukee Bucks, Washington Wizards og Brooklyn Nets á ferlinum.Dudley had a real impact on the Nets young roster a year ago, and really wanted the chance to play for the Lakers. He'll get a chance to impact on a roster that needs veterans capable of contributing in a pressure environment. https://t.co/hemklha12P — Adrian Wojnarowski (@wojespn) July 2, 2019Willie Cauley-Stein skiptir um lið í NBA-deildinni en fer þó ekki út fyrir Kaliforníu. Bandarískir miðlar sögðu frá því í nótt að þessi 25 ára strákur hafi gert samning við Golden State Warriors. Willie Cauley-Stein er 213 sentímetrar á hæð og mun væntanlega fylla skarð DeMarcus Cousins hjá liðinu. Cauley-Stein var með 11,9 stig og 8,4 fráköst í leik með Sacramento Kings á nýloknu tímabili sem var hans fjórða í deildinni. Cauley-Stein er þó ekki að fá mikinn pening því samkvæmt heimildum Zach Love þá fær hann bara aðeins meira en lágmarkslaunin.Can confirm. Cauley-Stein will sign for something slightly above the minimum salary, a source says. https://t.co/acJryQ5lik — Zach Lowe (@ZachLowe_NBA) July 2, 2019Af öðrum samningum má nefna að þeir Jeff Green og Emmanuel Mudiay sömdu báðir við Utah Jazz. Rodney McGruder gerði þriggja ára samnning við Los Angeles Clippers. Þá gerði Isaiah Thomas eins árs samning við Washington Wizards og Jordan Bell fer frá Golden State til Minnesota Timberwolves.
NBA Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Sjá meira