Nýbirtar myndir sýna sláandi aðstæður flóttafólks á landamærastöðvum Bandaríkjanna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júlí 2019 23:12 Þriðjungur þeirra barna sem í haldi eru í stöðvunum sjö sem heimsóttar voru hafa verið lengur í haldi en leyfilegt er. IG Myndir sem birtar hafa verið af aðstæðum flóttafólks á landamærastöðvum við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó sýna þær ömurlegu aðstæður sem fólk sem er þar í haldi býr við. Dæmi eru um að stórum hópum fólks sé haldið í klefum sem hannaðir eru fyrir mun fámennari hópa. Sjálfstæð eftirlitsstofnun innan stjórnsýslu Bandaríkjanna hefur birt myndir sem sýna aðstæður flóttafólksins en á þeim má sjá fólk liggja um öll gólf í allt of litlum klefum. Yfirmaður einnar stöðvarinnar segir aðstæðurnar vera „tifandi tímasprengju,“ að því er fram kemur í skýrslu sem unnin var á vegum stofnunarinnar.Afar þröngt er í stöðvunum og oft á tíðum ekki nóg pláss til þess að allir geti lagst til hvílu.IG„Við höfum áhyggjur af því að mannþröng og langvarandi varðhald geti ógnað heilbrigði og öryggi starfsmanna Heimavarnarráðuneytisins og þeirra sem eru í haldi,“ segir eftirlitsfólkið í skýrslunni. Eftirlitsfólkið heimsótti alls sjö landamærastöðvar í Rió Grande-dal í suðurhluta Texas-ríkis. Þar komst eftirlitsfólkið að raun um það að um þriðjungur þeirra barna sem eru í haldi innan stöðvanna hefur verið þar lengur en í 72 klukkustundir, en það er leyfilegur hámarkstími varðhalds á stöðvum sem þessum. Segir í skýrslunni að mörg þeirra hafi ekki haft aðgang að sturtum eða heitum mat, auk þess sem hrein föt væru af skornum skammti innan stöðvanna.Þegar fólkið í haldi varð vart við eftirlitsfólkið gerði það hvað það gat til þess að vekja athygli á þeim ömurlegu aðstæðum sem því er gert að þola.IG„Þegar fólkið sem var í haldi varð vart við okkur [eftirlitsfólkið] barði það á glugga klefa sinna, hrópaði, þrýsti miðum sem sýndi tíma þeirra í haldi að gluggunum og benti okkur á líkamlegar sannanir tíma þeirra í haldi, til dæmis skeggvöxt sinn,“ segir í skýrslunni. Í skýrslunni kemur jafnframt fram að fólkið hafi stíflað klósett klefa sinna með eigum sínum á borð við sokka, til þess eins að komast út úr klefum sínum þá stuttu stund sem unnið væri að viðgerð klósettanna. Niðurstaða skýrslunnar er sú að þær aðstæður sem flóttafólkið býr við brjóti í bága við þá staðla sem toll- og landamærastofnun Bandaríkjanna hefur sjálf sett, en sú stofnun fer með rekstur landamærastöðvanna. Eftirlitsfólkið kallaði því eftir því í skýrslunni að heimavarnarráðuneytið gerði „tafarlausar ráðstafanir til þess að lina þá hættulegu mannþröng sem myndast hefur.“ Bandaríkin Mexíkó Tengdar fréttir Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöð Lögfræðingar sem fengu að ræða við börnin í síðustu viku hafa lýst því að þau hafi ekki haft viðunandi aðgang að matvælum, vatni og hreinlæti. 25. júní 2019 14:30 Dauði förufólks á landamærunum engin nýmæli Íslenskur dósent segir að eftir að byrjað var að reisa múra á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna á 10. áratugnum hafi förufólk og hælisleitendur hrakist á hættulegri slóðir til að komast yfir þau til norðurs. 2. júlí 2019 10:30 Börn lokuð inni fyrir að grátbiðja um ættingja sína Fréttastofa AP hefur undir höndum myndband þar sem spænskumælandi stúlka frá Mið-Ameríku lýsir aðstæðum í landamærabúðunum. 2. júlí 2019 12:39 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Myndir sem birtar hafa verið af aðstæðum flóttafólks á landamærastöðvum við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó sýna þær ömurlegu aðstæður sem fólk sem er þar í haldi býr við. Dæmi eru um að stórum hópum fólks sé haldið í klefum sem hannaðir eru fyrir mun fámennari hópa. Sjálfstæð eftirlitsstofnun innan stjórnsýslu Bandaríkjanna hefur birt myndir sem sýna aðstæður flóttafólksins en á þeim má sjá fólk liggja um öll gólf í allt of litlum klefum. Yfirmaður einnar stöðvarinnar segir aðstæðurnar vera „tifandi tímasprengju,“ að því er fram kemur í skýrslu sem unnin var á vegum stofnunarinnar.Afar þröngt er í stöðvunum og oft á tíðum ekki nóg pláss til þess að allir geti lagst til hvílu.IG„Við höfum áhyggjur af því að mannþröng og langvarandi varðhald geti ógnað heilbrigði og öryggi starfsmanna Heimavarnarráðuneytisins og þeirra sem eru í haldi,“ segir eftirlitsfólkið í skýrslunni. Eftirlitsfólkið heimsótti alls sjö landamærastöðvar í Rió Grande-dal í suðurhluta Texas-ríkis. Þar komst eftirlitsfólkið að raun um það að um þriðjungur þeirra barna sem eru í haldi innan stöðvanna hefur verið þar lengur en í 72 klukkustundir, en það er leyfilegur hámarkstími varðhalds á stöðvum sem þessum. Segir í skýrslunni að mörg þeirra hafi ekki haft aðgang að sturtum eða heitum mat, auk þess sem hrein föt væru af skornum skammti innan stöðvanna.Þegar fólkið í haldi varð vart við eftirlitsfólkið gerði það hvað það gat til þess að vekja athygli á þeim ömurlegu aðstæðum sem því er gert að þola.IG„Þegar fólkið sem var í haldi varð vart við okkur [eftirlitsfólkið] barði það á glugga klefa sinna, hrópaði, þrýsti miðum sem sýndi tíma þeirra í haldi að gluggunum og benti okkur á líkamlegar sannanir tíma þeirra í haldi, til dæmis skeggvöxt sinn,“ segir í skýrslunni. Í skýrslunni kemur jafnframt fram að fólkið hafi stíflað klósett klefa sinna með eigum sínum á borð við sokka, til þess eins að komast út úr klefum sínum þá stuttu stund sem unnið væri að viðgerð klósettanna. Niðurstaða skýrslunnar er sú að þær aðstæður sem flóttafólkið býr við brjóti í bága við þá staðla sem toll- og landamærastofnun Bandaríkjanna hefur sjálf sett, en sú stofnun fer með rekstur landamærastöðvanna. Eftirlitsfólkið kallaði því eftir því í skýrslunni að heimavarnarráðuneytið gerði „tafarlausar ráðstafanir til þess að lina þá hættulegu mannþröng sem myndast hefur.“
Bandaríkin Mexíkó Tengdar fréttir Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöð Lögfræðingar sem fengu að ræða við börnin í síðustu viku hafa lýst því að þau hafi ekki haft viðunandi aðgang að matvælum, vatni og hreinlæti. 25. júní 2019 14:30 Dauði förufólks á landamærunum engin nýmæli Íslenskur dósent segir að eftir að byrjað var að reisa múra á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna á 10. áratugnum hafi förufólk og hælisleitendur hrakist á hættulegri slóðir til að komast yfir þau til norðurs. 2. júlí 2019 10:30 Börn lokuð inni fyrir að grátbiðja um ættingja sína Fréttastofa AP hefur undir höndum myndband þar sem spænskumælandi stúlka frá Mið-Ameríku lýsir aðstæðum í landamærabúðunum. 2. júlí 2019 12:39 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöð Lögfræðingar sem fengu að ræða við börnin í síðustu viku hafa lýst því að þau hafi ekki haft viðunandi aðgang að matvælum, vatni og hreinlæti. 25. júní 2019 14:30
Dauði förufólks á landamærunum engin nýmæli Íslenskur dósent segir að eftir að byrjað var að reisa múra á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna á 10. áratugnum hafi förufólk og hælisleitendur hrakist á hættulegri slóðir til að komast yfir þau til norðurs. 2. júlí 2019 10:30
Börn lokuð inni fyrir að grátbiðja um ættingja sína Fréttastofa AP hefur undir höndum myndband þar sem spænskumælandi stúlka frá Mið-Ameríku lýsir aðstæðum í landamærabúðunum. 2. júlí 2019 12:39