Kyrrsetning á eignum fyrrum eiginkonu manns í Panamaskjölunum staðfest Eiður Þór Árnason skrifar 2. júlí 2019 21:00 Sigurður Gísli Björnsson hefur áður verið grunaður um stórfelld skattundanskot. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti síðasta fimmtudag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í maí, sem hafnaði því að kyrrsetningaraðgerð á eigum konu væri dæmd ógild. Farið var í umrædda kyrrsetningaraðgerð í lok desember á síðasta ári að beiðni skattrannsóknarstjóra til að tryggja greiðslu væntanlegrar skattkröfu og sektar. Kyrrsetningin var framkvæmd í kjölfar rannsóknar skattrannsóknarstjóra á skattamálum fyrrverandi eiginmanns konunnar. Samkvæmt heimildum Vísis er þar um að ræða Sigurð Gísla Björnsson, stofnanda og fyrrum eiganda fiskútflutningsfyrirtækisins Sæmarks. Nafn Sigurðar kom upp í Panama-skjölunum, og varð það kveikjan að rannsókn skattrannsóknarstjóra á málum hans og fyrirtækisins. Fyrrverandi eiginkona Sigurðar sótti málið fyrir Landsrétti, en í dómsúrskurði Landsréttar kemur fram að hjónaband þeirra hafi lokið með skilnaði í febrúar árið 2013. Í dómsúrskurðnum kemur fram að tollstjóri hafi farið þess á leit við Sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu í desember 2018 að eignir Sigurðar að fjárhæð 1.173.000.000 króna yrðu tafarlaust kyrrsettar, í kjölfar beiðni skattrannsóknarstjóra. Sú kyrrsetning reyndist árangurslaus þar sem engar eignir fundust. Í kjölfarið fór tollstjóri þess á leit við Sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu að eignir konunnar yrðu kyrrsettar, samtals að virði 326.800.000 króna. Samkvæmt dómsúrskurðinum beindist rannsókn skattrannsóknarstjóra einkum að eignar- og stjórnunartengslum Sigurðar við félög sem skráð voru á lágskattasvæðum. Leikur grunur á því að hann hafi haft umtalsverðar tekjur af þeim félögum án þess að geta þeirra á skattframtölum. Konan leit svo á að ekki hafi verið fyrir hendi lagaleg skilyrði fyrir kyrrsetningunni á eignum hennar og fór fram á að kyrrsetningin yrði úrskurðuð ólögmæt og felld úr gildi. Landsréttur féllst ekki á þau rök og staðfesti þar með úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafnaði einnig kröfu konunnar.Uppfært: Í fyrri útgáfu þessarar fréttar kom fram að árangurslaus kyrrsetning á eignum Sigurðar hafi farið fram í desember 2017. Hið rétta er að hún fór fram í desember 2018. Fyrri kyrrsetningaraðgerðin sem farið var í árið áður var ekki árangurslaus. Dómsmál Panama-skjölin Tengdar fréttir Lögmaður með stöðu sakbornings í rannsókn á „umfangsmestu skattalagabrotum sem upp hafa komið hér á landi“ Lögmaður á fertugsaldri hefur fengið réttarstöðu sakbornings í rannsókn á umfangsmestu skattalagabrotum sem upp hafa komið hér á landi að mati skattrannsóknarstjóra. Landsréttur hafnaði í síðustu viku kröfu lögmannsins um afhendingu gagna sem haldlögð voru við húsleit á lögmannsstofunni hans. 27. júní 2018 18:30 Leit hjá fiskútflytjanda og eignir frystar Íslenskur fiskútflytjandi er grunaður um stórfelld skattalagabrot. Málið kom upp í kjölfar Panama-lekans. Skattrannsóknarstjóri réðst í húsleit hjá honum, eignir hans hafa verið kyrrsettar og bankareikningar frystir. 18. janúar 2018 06:00 Falleg íslensk heimili: Líttu inn í spákonuhúsið glæsilega í Garðabæ Einstaklega fallegt heimili í Garðabæ. 10. apríl 2017 13:30 Keyptur út vegna Panamaleka-rannsóknar Hjalti Halldórsson og Bjartmar Pétursson hafa keypt hlut Sigurðar Gísla Björnssonar í fyrirtækinu Bacco Seaproducts. Meint skattalagabrot Sigurðar Gísla eru til rannsaknar hjá skattrannsóknarstjóra en málið var tekið til rannsóknar eftir Panama-lekann. 31. janúar 2018 17:26 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Landsréttur staðfesti síðasta fimmtudag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í maí, sem hafnaði því að kyrrsetningaraðgerð á eigum konu væri dæmd ógild. Farið var í umrædda kyrrsetningaraðgerð í lok desember á síðasta ári að beiðni skattrannsóknarstjóra til að tryggja greiðslu væntanlegrar skattkröfu og sektar. Kyrrsetningin var framkvæmd í kjölfar rannsóknar skattrannsóknarstjóra á skattamálum fyrrverandi eiginmanns konunnar. Samkvæmt heimildum Vísis er þar um að ræða Sigurð Gísla Björnsson, stofnanda og fyrrum eiganda fiskútflutningsfyrirtækisins Sæmarks. Nafn Sigurðar kom upp í Panama-skjölunum, og varð það kveikjan að rannsókn skattrannsóknarstjóra á málum hans og fyrirtækisins. Fyrrverandi eiginkona Sigurðar sótti málið fyrir Landsrétti, en í dómsúrskurði Landsréttar kemur fram að hjónaband þeirra hafi lokið með skilnaði í febrúar árið 2013. Í dómsúrskurðnum kemur fram að tollstjóri hafi farið þess á leit við Sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu í desember 2018 að eignir Sigurðar að fjárhæð 1.173.000.000 króna yrðu tafarlaust kyrrsettar, í kjölfar beiðni skattrannsóknarstjóra. Sú kyrrsetning reyndist árangurslaus þar sem engar eignir fundust. Í kjölfarið fór tollstjóri þess á leit við Sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu að eignir konunnar yrðu kyrrsettar, samtals að virði 326.800.000 króna. Samkvæmt dómsúrskurðinum beindist rannsókn skattrannsóknarstjóra einkum að eignar- og stjórnunartengslum Sigurðar við félög sem skráð voru á lágskattasvæðum. Leikur grunur á því að hann hafi haft umtalsverðar tekjur af þeim félögum án þess að geta þeirra á skattframtölum. Konan leit svo á að ekki hafi verið fyrir hendi lagaleg skilyrði fyrir kyrrsetningunni á eignum hennar og fór fram á að kyrrsetningin yrði úrskurðuð ólögmæt og felld úr gildi. Landsréttur féllst ekki á þau rök og staðfesti þar með úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafnaði einnig kröfu konunnar.Uppfært: Í fyrri útgáfu þessarar fréttar kom fram að árangurslaus kyrrsetning á eignum Sigurðar hafi farið fram í desember 2017. Hið rétta er að hún fór fram í desember 2018. Fyrri kyrrsetningaraðgerðin sem farið var í árið áður var ekki árangurslaus.
Dómsmál Panama-skjölin Tengdar fréttir Lögmaður með stöðu sakbornings í rannsókn á „umfangsmestu skattalagabrotum sem upp hafa komið hér á landi“ Lögmaður á fertugsaldri hefur fengið réttarstöðu sakbornings í rannsókn á umfangsmestu skattalagabrotum sem upp hafa komið hér á landi að mati skattrannsóknarstjóra. Landsréttur hafnaði í síðustu viku kröfu lögmannsins um afhendingu gagna sem haldlögð voru við húsleit á lögmannsstofunni hans. 27. júní 2018 18:30 Leit hjá fiskútflytjanda og eignir frystar Íslenskur fiskútflytjandi er grunaður um stórfelld skattalagabrot. Málið kom upp í kjölfar Panama-lekans. Skattrannsóknarstjóri réðst í húsleit hjá honum, eignir hans hafa verið kyrrsettar og bankareikningar frystir. 18. janúar 2018 06:00 Falleg íslensk heimili: Líttu inn í spákonuhúsið glæsilega í Garðabæ Einstaklega fallegt heimili í Garðabæ. 10. apríl 2017 13:30 Keyptur út vegna Panamaleka-rannsóknar Hjalti Halldórsson og Bjartmar Pétursson hafa keypt hlut Sigurðar Gísla Björnssonar í fyrirtækinu Bacco Seaproducts. Meint skattalagabrot Sigurðar Gísla eru til rannsaknar hjá skattrannsóknarstjóra en málið var tekið til rannsóknar eftir Panama-lekann. 31. janúar 2018 17:26 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Lögmaður með stöðu sakbornings í rannsókn á „umfangsmestu skattalagabrotum sem upp hafa komið hér á landi“ Lögmaður á fertugsaldri hefur fengið réttarstöðu sakbornings í rannsókn á umfangsmestu skattalagabrotum sem upp hafa komið hér á landi að mati skattrannsóknarstjóra. Landsréttur hafnaði í síðustu viku kröfu lögmannsins um afhendingu gagna sem haldlögð voru við húsleit á lögmannsstofunni hans. 27. júní 2018 18:30
Leit hjá fiskútflytjanda og eignir frystar Íslenskur fiskútflytjandi er grunaður um stórfelld skattalagabrot. Málið kom upp í kjölfar Panama-lekans. Skattrannsóknarstjóri réðst í húsleit hjá honum, eignir hans hafa verið kyrrsettar og bankareikningar frystir. 18. janúar 2018 06:00
Falleg íslensk heimili: Líttu inn í spákonuhúsið glæsilega í Garðabæ Einstaklega fallegt heimili í Garðabæ. 10. apríl 2017 13:30
Keyptur út vegna Panamaleka-rannsóknar Hjalti Halldórsson og Bjartmar Pétursson hafa keypt hlut Sigurðar Gísla Björnssonar í fyrirtækinu Bacco Seaproducts. Meint skattalagabrot Sigurðar Gísla eru til rannsaknar hjá skattrannsóknarstjóra en málið var tekið til rannsóknar eftir Panama-lekann. 31. janúar 2018 17:26