Við vitum hver vandinn er Kári Stefánsson skrifar 2. júlí 2019 07:00 Stundum er erfitt að átta sig á því hvaðan á mann stendur veðrið en einstaka sinnum þegar manni tekst það loksins sér maður að það var ekki við öðru að búast. Ég skrifaði grein sem birtist í Fréttablaðinu á fimmtudaginn þar sem ég reyndi af veikum mætti að byggja brú milli heilbrigðismálaráðherra og lækna sem hafa gagnrýnt tillögu hennar að heildarskipulagi í heilbrigðismálum. Ég gerði þetta vegna þess að mér finnst það mikilvægt að læknar og samtök þeirra finni leið til þess að taka beinan þátt í útfærslu á þeim tillögum að heildarskipulagi sem ráðherra lagði fyrir Alþingi. Það væri óskandi að þekking, reynsla og samhygð okkar ágætu lækna yrðu beislaðar við tilraunir til þess að bæta heilbrigðiskerfið. Þeir ættu að leiða allar slíkar tilraunir. Þá er það spurningin hvers vegna þeir séu ekki fengnir til þess að gera það. Ég setti fram þá kenningu í greininni minni að það væri vegna þess að samtök lækna hafi í gegnum tíðina gjarnan hagað sér eins og klassísk stéttarfélög með aðaláherslu á kjör félagsmanna og minni á samfélagslega ábyrgð. Við þessu brást Reynir Arngrímsson formaður Læknafélags Íslands, með pistli á heimasíðu félagsins þar sem hann segir þetta kórvillu og nefnir ýmislegt því til stuðnings. Næstum allt sem hann segir held ég að sé satt sem slíkt og kannski hann hafi rétt fyrir sér. En ef það er svo hvers vegna fellur þessi kenning mín þá svona vel að ríkjandi skoðun í samfélaginu? Nú skulum við hyggja að nokkrum atriðum í þessu sambandi: 1. Það hefur ekki gerst oft á síðustu áratugum að samtök lækna hafi verið formlega með í ráðum við ákvarðanir um breytingar á heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir þá staðreynd að þau hafa í félagsmönnum sínum meiri hlutann af þeirri þekkingu og reynslu sem ætti alltaf að nýta þegar þannig ákvarðanir eru teknar. Þetta hlýtur að stafa af því að stjórnvöld hafa átt í erfiðleikum með að höndla ímyndaðan hagsmunaárekstur eða raunverulegan. 2. Í kjarabaráttunni 2015 fóru læknar í verkföll sem þýðir að þeir hættu að sinna sjúklingum sem aðferð til þess að berjast fyrir hærri launum. Þeir brutu sem sagt Hippokratesareiðinn í þeim tilgangi að hafa áhrif á kaup sín og kjör. Það má vel vera að þetta hafi verið réttlætanlegt og eitt er víst að kjör lækna voru ekki öfundsverð á þessum tíma. Hitt er svo ljóst að eftir þessa harðvítugu og árangursríku baráttu samtaka lækna fyrir hærri launum hefur það verið enn erfiðara en áður fyrir stjórnvöld að leita til þeirra eftir ráðum um það hvernig eigi að standa að heilbrigðisþjónustu í landinu. Ég væri ekki hissa á því að hugsunin væri eitthvað á þessa leið: fyrst samtök lækna ráðlögðu félagsmönnum sínum að brjóta grundvallarprinsipp lækna til þess að hafa áhrif á laun sín sé ekki loku fyrir það skotið að þau væru reiðubúin að ráða stjórnvöldum óheilt til þess eins að auka völd og laun félagsmanna sinna. Þetta er ósanngjarnt og að öllum líkindum rangt, en það er bara það sem það er. 3. Fyrir nokkrum árum skrifuðu 85 þúsund Íslendingar undir áskorun á Alþingi að auka myndarlega stuðning við heilbrigðiskerfi þjóðarinnar. Samtök lækna, bæði Læknafélag Íslands og Læknafélag Reykjavíkur sem voru nýbúin að afla félagsmönnum sínum myndarlegrar kauphækkunar neituðu að styðja undirskriftasöfnunina án þess að gefa á því skýringu. Tónninn var einfaldlega: hvers vegna ættum við að styðja svona brölt? 4. Hvað er þá til ráða? Læknar þurfa að geta barist fyrir kjörum sínum eins og aðrar stéttir og ósanngjarnt að ætlast til þess að þeir beiti ekki í þeirri baráttu sömu ráðum og aðrir. En samfélagið þarf líka að geta leitað til lækna og samtaka þeirra við uppbyggingu heilbrigðiskerfisins. Eina leiðin sem ég sé er að skipta samtökum lækna í tvennt, annars vegar þau sem sinna hlutverki stéttarfélags sem berst fyrir kaupi og kjörum og hins vegar fagfélag sem hefur áhrif á sitt samfélag í gegnum þekkingu, reynslu og samhygð. Meðan þetta tvennt er á sömu hendinni verður alltaf svolítið erfitt fyrir samfélagið að taka samtök lækna eins alvarlega og skyldi þegar þau veita ráð um skipulagningu heilbrigðismála í landinu. Það er einfaldlega ósanngjarnt að ætlast til þess að þeir sem stjórna samtökum lækna eins og þau eru samsett í dag hunsi kjaralega hagsmuni félagsmanna sinna þegar þeir stangast á við aðra hagsmuni heilbrigðiskerfisins og það er einnig ósanngjarnt að ætlast til þess að stjórnvöld hagi sér eins og þau séu sér ómeðvituð um það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kári Stefánsson Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Stundum er erfitt að átta sig á því hvaðan á mann stendur veðrið en einstaka sinnum þegar manni tekst það loksins sér maður að það var ekki við öðru að búast. Ég skrifaði grein sem birtist í Fréttablaðinu á fimmtudaginn þar sem ég reyndi af veikum mætti að byggja brú milli heilbrigðismálaráðherra og lækna sem hafa gagnrýnt tillögu hennar að heildarskipulagi í heilbrigðismálum. Ég gerði þetta vegna þess að mér finnst það mikilvægt að læknar og samtök þeirra finni leið til þess að taka beinan þátt í útfærslu á þeim tillögum að heildarskipulagi sem ráðherra lagði fyrir Alþingi. Það væri óskandi að þekking, reynsla og samhygð okkar ágætu lækna yrðu beislaðar við tilraunir til þess að bæta heilbrigðiskerfið. Þeir ættu að leiða allar slíkar tilraunir. Þá er það spurningin hvers vegna þeir séu ekki fengnir til þess að gera það. Ég setti fram þá kenningu í greininni minni að það væri vegna þess að samtök lækna hafi í gegnum tíðina gjarnan hagað sér eins og klassísk stéttarfélög með aðaláherslu á kjör félagsmanna og minni á samfélagslega ábyrgð. Við þessu brást Reynir Arngrímsson formaður Læknafélags Íslands, með pistli á heimasíðu félagsins þar sem hann segir þetta kórvillu og nefnir ýmislegt því til stuðnings. Næstum allt sem hann segir held ég að sé satt sem slíkt og kannski hann hafi rétt fyrir sér. En ef það er svo hvers vegna fellur þessi kenning mín þá svona vel að ríkjandi skoðun í samfélaginu? Nú skulum við hyggja að nokkrum atriðum í þessu sambandi: 1. Það hefur ekki gerst oft á síðustu áratugum að samtök lækna hafi verið formlega með í ráðum við ákvarðanir um breytingar á heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir þá staðreynd að þau hafa í félagsmönnum sínum meiri hlutann af þeirri þekkingu og reynslu sem ætti alltaf að nýta þegar þannig ákvarðanir eru teknar. Þetta hlýtur að stafa af því að stjórnvöld hafa átt í erfiðleikum með að höndla ímyndaðan hagsmunaárekstur eða raunverulegan. 2. Í kjarabaráttunni 2015 fóru læknar í verkföll sem þýðir að þeir hættu að sinna sjúklingum sem aðferð til þess að berjast fyrir hærri launum. Þeir brutu sem sagt Hippokratesareiðinn í þeim tilgangi að hafa áhrif á kaup sín og kjör. Það má vel vera að þetta hafi verið réttlætanlegt og eitt er víst að kjör lækna voru ekki öfundsverð á þessum tíma. Hitt er svo ljóst að eftir þessa harðvítugu og árangursríku baráttu samtaka lækna fyrir hærri launum hefur það verið enn erfiðara en áður fyrir stjórnvöld að leita til þeirra eftir ráðum um það hvernig eigi að standa að heilbrigðisþjónustu í landinu. Ég væri ekki hissa á því að hugsunin væri eitthvað á þessa leið: fyrst samtök lækna ráðlögðu félagsmönnum sínum að brjóta grundvallarprinsipp lækna til þess að hafa áhrif á laun sín sé ekki loku fyrir það skotið að þau væru reiðubúin að ráða stjórnvöldum óheilt til þess eins að auka völd og laun félagsmanna sinna. Þetta er ósanngjarnt og að öllum líkindum rangt, en það er bara það sem það er. 3. Fyrir nokkrum árum skrifuðu 85 þúsund Íslendingar undir áskorun á Alþingi að auka myndarlega stuðning við heilbrigðiskerfi þjóðarinnar. Samtök lækna, bæði Læknafélag Íslands og Læknafélag Reykjavíkur sem voru nýbúin að afla félagsmönnum sínum myndarlegrar kauphækkunar neituðu að styðja undirskriftasöfnunina án þess að gefa á því skýringu. Tónninn var einfaldlega: hvers vegna ættum við að styðja svona brölt? 4. Hvað er þá til ráða? Læknar þurfa að geta barist fyrir kjörum sínum eins og aðrar stéttir og ósanngjarnt að ætlast til þess að þeir beiti ekki í þeirri baráttu sömu ráðum og aðrir. En samfélagið þarf líka að geta leitað til lækna og samtaka þeirra við uppbyggingu heilbrigðiskerfisins. Eina leiðin sem ég sé er að skipta samtökum lækna í tvennt, annars vegar þau sem sinna hlutverki stéttarfélags sem berst fyrir kaupi og kjörum og hins vegar fagfélag sem hefur áhrif á sitt samfélag í gegnum þekkingu, reynslu og samhygð. Meðan þetta tvennt er á sömu hendinni verður alltaf svolítið erfitt fyrir samfélagið að taka samtök lækna eins alvarlega og skyldi þegar þau veita ráð um skipulagningu heilbrigðismála í landinu. Það er einfaldlega ósanngjarnt að ætlast til þess að þeir sem stjórna samtökum lækna eins og þau eru samsett í dag hunsi kjaralega hagsmuni félagsmanna sinna þegar þeir stangast á við aðra hagsmuni heilbrigðiskerfisins og það er einnig ósanngjarnt að ætlast til þess að stjórnvöld hagi sér eins og þau séu sér ómeðvituð um það.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun