Gagnrýnin á herta stefnu í vímuefnamálum: „Það er verið að refsa veiku fólki“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 1. júlí 2019 19:15 Formaður Snarrótarinnar, félags um nýjar leiðir í fíknivörnum, segir að í nýrri löggæsluáætlun felist hert stefna stjórnvalda í vímuefnamálum. Slík stefnubreyting muni bitna illa á þeim allra veikustu. Þá fari hún þvert gegn ríkjandi alþjóðlegum straumum. Yfirlýsingu frá Snarrótinni má sjá hér. Á dögunum birti dómsmálaráðuneytið löggæsluáætlun fyrir árin 2019 til 2023 þar sem meðal annars eru skilgreindar stefnur í vímuefnamálum. Þar er talað um aukna frumkvæðislöggæslu á sviði fíkniefnabrota og segir Lilja Sif Þorsteinsdóttir, formaður Snarrótarinnar, að um sé að ræða þvingunarúrræði, svo sem leit og haldlagningu sem muni bitna illa á veikustu fíklunum. „Þeir þurfa að leggja mikið á sig til að fá þessi efni. Þetta er það sem gerir það að verkum að fólk er brjóta lögin og lenda í endurteknum áföllum og jafnvel að selja eigur sínar og líkama sinn. Síðan er þetta tekið af þeim. Það er verið að handleggja litla neysluskammta sem fólk hefur lagt ómælt erfiði á sig til að fá. Fólk þarf þá að fara aftur að brjóta og beygja lögin,“ segir Lilja Sif. Það skjóti sökku við að herða eigi stefnuna þegar reynslan sýni að aukin löggæsla skili sér ekki í minni eftirspurn. „Það er verið að refsa veiku fólki og ekki nóg með það heldur eykst neyslan og efnin verða harðari og það fylgja þessu fleiri glæpir,“ segir Lilja Sif. Hún bætir við að víða erlendis hafi löggæsla þróast í öfuga átt, enda hafi virtar alþjóðastofnanir á borð við Sameinuðu þjóðirnar og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina hvatt til að bundinn verði endir á hið svokallaða fíknistríð, og farið verði að nálgast málið sem velferðar- og heilbrigðismál. „Ég vil sjá stefnuna hér á Íslandi vera í samræmi við það sem er að gerast á Vesturlöndunum. Að þetta sé meira heilbrigðis- og velferðarmál,“ segir Lilja Sif. Heilbrigðismál Lögreglan Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Formaður Snarrótarinnar, félags um nýjar leiðir í fíknivörnum, segir að í nýrri löggæsluáætlun felist hert stefna stjórnvalda í vímuefnamálum. Slík stefnubreyting muni bitna illa á þeim allra veikustu. Þá fari hún þvert gegn ríkjandi alþjóðlegum straumum. Yfirlýsingu frá Snarrótinni má sjá hér. Á dögunum birti dómsmálaráðuneytið löggæsluáætlun fyrir árin 2019 til 2023 þar sem meðal annars eru skilgreindar stefnur í vímuefnamálum. Þar er talað um aukna frumkvæðislöggæslu á sviði fíkniefnabrota og segir Lilja Sif Þorsteinsdóttir, formaður Snarrótarinnar, að um sé að ræða þvingunarúrræði, svo sem leit og haldlagningu sem muni bitna illa á veikustu fíklunum. „Þeir þurfa að leggja mikið á sig til að fá þessi efni. Þetta er það sem gerir það að verkum að fólk er brjóta lögin og lenda í endurteknum áföllum og jafnvel að selja eigur sínar og líkama sinn. Síðan er þetta tekið af þeim. Það er verið að handleggja litla neysluskammta sem fólk hefur lagt ómælt erfiði á sig til að fá. Fólk þarf þá að fara aftur að brjóta og beygja lögin,“ segir Lilja Sif. Það skjóti sökku við að herða eigi stefnuna þegar reynslan sýni að aukin löggæsla skili sér ekki í minni eftirspurn. „Það er verið að refsa veiku fólki og ekki nóg með það heldur eykst neyslan og efnin verða harðari og það fylgja þessu fleiri glæpir,“ segir Lilja Sif. Hún bætir við að víða erlendis hafi löggæsla þróast í öfuga átt, enda hafi virtar alþjóðastofnanir á borð við Sameinuðu þjóðirnar og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina hvatt til að bundinn verði endir á hið svokallaða fíknistríð, og farið verði að nálgast málið sem velferðar- og heilbrigðismál. „Ég vil sjá stefnuna hér á Íslandi vera í samræmi við það sem er að gerast á Vesturlöndunum. Að þetta sé meira heilbrigðis- og velferðarmál,“ segir Lilja Sif.
Heilbrigðismál Lögreglan Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira