„Stærra en þegar Liverpool vann Barcelona“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2019 10:30 Hinn 35 ára gamli Michael Wilde fagnar marki sínu fyrir Connah's Quay Nomads. Getty/Matthew Ashton KR og Breiðablik eru úr leik í Evrópudeildinni en velska liðið Connah's Quay Nomads er aftur á mótið komið áfram í aðra umferð keppninnar. Connah's Quay Nomads sló í gær út skoska liðið Kilmarnock og fá að launum leiki á móti serbneska félaginu Partizan Belgrad í næstu umferð. Connah's Quay Nomads tapaði fyrri leiknum 2-1 á heimavelli og það voru ekki margir sem sáu Kilmarnock klúðra þeirri forystu í Skotlandi. Connah's Quay Nomads vann hins vegar 2-0 sigur á heimavelli Kilmarnock í gær og tryggði sér sæti í næstu umferð og um leið dágóða peningaupphæð.A "bigger result than Liverpool beating Barcelona". There's already been a huge shock in Europa League qualifying .https://t.co/sQeeij6LrJpic.twitter.com/LIBUpZKw8F — BBC Sport (@BBCSport) July 19, 2019Knattspyrnustjóri Connah's Quay Nomads var líka kátur og yfirlýsingaglaður eftir leikinn í gær. „Þetta eru ein óvæntustu úrslitin í sögu Evrópudeildarinnar,“ lét Andy Morrison hafa eftir sér og hann var ekki hættur því Morrison bætti við: „Þetta er stærra en þegar Liverpool vann Barcelona,“ sagði Morrison í sigurvímu við BBC í Skotlandi. Connah's Quay Nomads er ekki skipað atvinnumönnum og sex af leikmönnum liðsins þurfti að mæta í vinnu í morgun. Liðið skilaði sér heim til Wales um miðja nótt. Andy Morrison var þarna að rifja upp 4-0 sigur Liverpool á Barcelona á Anfield í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð en Barcelona vann fyrri leikinn 3-0 og var að mati flestra nánast komið áfram eftir þau úrslit. „Ég heyrði ýmislegt fyrir leikinn. Ég held að það hafi verið knattspyrnustjóri Queens' Park sem sagði að hann héldi að þeir myndu skora sex mörk á okkur og að það kæmi honum ekki á óvart að mörkin yrðu tíu,“ sagði Morrison við breska ríkisútvarpið í Skotland. „Við vorum að senda mönnum eins og honum skilaboð. Þú afskrifar ekki lið með fullvöxnum karlmönnum. Fyrirliðinn minn er 37 ára og Michael Wilde er 35 ára en þeir eru mjög ljónshjörtu og hætta aldrei,“ sagði Morrison „Þetta er stórkostlegt afrek hjá öllum mínum leikmönnum. Þeir komast ekki heim til sín fyrr en fimm um morguninn og sex af þeim þurfa að mæta í vinnu á morgun. Svo þurfum við að fara undirbúa okkur fyrir Serbíu í næstu viku,“ sagði Morrison. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira
KR og Breiðablik eru úr leik í Evrópudeildinni en velska liðið Connah's Quay Nomads er aftur á mótið komið áfram í aðra umferð keppninnar. Connah's Quay Nomads sló í gær út skoska liðið Kilmarnock og fá að launum leiki á móti serbneska félaginu Partizan Belgrad í næstu umferð. Connah's Quay Nomads tapaði fyrri leiknum 2-1 á heimavelli og það voru ekki margir sem sáu Kilmarnock klúðra þeirri forystu í Skotlandi. Connah's Quay Nomads vann hins vegar 2-0 sigur á heimavelli Kilmarnock í gær og tryggði sér sæti í næstu umferð og um leið dágóða peningaupphæð.A "bigger result than Liverpool beating Barcelona". There's already been a huge shock in Europa League qualifying .https://t.co/sQeeij6LrJpic.twitter.com/LIBUpZKw8F — BBC Sport (@BBCSport) July 19, 2019Knattspyrnustjóri Connah's Quay Nomads var líka kátur og yfirlýsingaglaður eftir leikinn í gær. „Þetta eru ein óvæntustu úrslitin í sögu Evrópudeildarinnar,“ lét Andy Morrison hafa eftir sér og hann var ekki hættur því Morrison bætti við: „Þetta er stærra en þegar Liverpool vann Barcelona,“ sagði Morrison í sigurvímu við BBC í Skotlandi. Connah's Quay Nomads er ekki skipað atvinnumönnum og sex af leikmönnum liðsins þurfti að mæta í vinnu í morgun. Liðið skilaði sér heim til Wales um miðja nótt. Andy Morrison var þarna að rifja upp 4-0 sigur Liverpool á Barcelona á Anfield í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð en Barcelona vann fyrri leikinn 3-0 og var að mati flestra nánast komið áfram eftir þau úrslit. „Ég heyrði ýmislegt fyrir leikinn. Ég held að það hafi verið knattspyrnustjóri Queens' Park sem sagði að hann héldi að þeir myndu skora sex mörk á okkur og að það kæmi honum ekki á óvart að mörkin yrðu tíu,“ sagði Morrison við breska ríkisútvarpið í Skotland. „Við vorum að senda mönnum eins og honum skilaboð. Þú afskrifar ekki lið með fullvöxnum karlmönnum. Fyrirliðinn minn er 37 ára og Michael Wilde er 35 ára en þeir eru mjög ljónshjörtu og hætta aldrei,“ sagði Morrison „Þetta er stórkostlegt afrek hjá öllum mínum leikmönnum. Þeir komast ekki heim til sín fyrr en fimm um morguninn og sex af þeim þurfa að mæta í vinnu á morgun. Svo þurfum við að fara undirbúa okkur fyrir Serbíu í næstu viku,“ sagði Morrison.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira