Þetta land átt þú og þetta land á þig Þórlindur Kjartansson skrifar 19. júlí 2019 07:00 Eftir að hafa dormað lengi virðist sem margir séu að vakna upp við þann veruleika að frjálslegar heimildir til sölu á íslenskum jörðum hafa leitt til þess að auðmaður nokkur hefur eignast einn af hverjum hundrað ferkílómetrum á Íslandi. Og þótt hann sé eflaust ekkert verri heldur en aðrir milljarðamæringar, sem grætt hafa á efnaverksmiðjum og námuvinnslu, þá þarf umræðan um stefnu Íslendinga í þessum málum að ná langt út fyrir persónur og leikendur.Brauðrist Rétturinn til einkaeignar kann að vera vanmetnasti hluti þeirra borgaralegu mannréttinda sem nútímaleg vestræn samfélög byggjast á. Ef ekki hefði komið til ríkuleg lagaleg vörn á eignum fyrir venjulegt fólk þá hefði verið tómt mál að tala um öll hin réttindin sem við teljum svo eðlileg og sjálfsögð; svo sem eins og tjáningar- og trúarfrelsi. Sá sem hefur eignast eitthvað með réttmætum hætti hefur að jafnaði fullt leyfi til þess að ráðstafa því með þeim hætti sem hann kýs; nota það, selja það, skemma það, veðsetja það, gefa það og svo framvegis. Þegar maður kaupir brauðrist í Elkó þá felst í því algjör yfirráðaréttur yfir heimilistækinu. Eigandinn má vitaskuld nota brauðristina til þess að rista brauð. Hann má meira að segja klessa saman tvö brauð með osti á milli ofan í aðra raufina til að búa til grillsamloku. Og þótt ekki sé mælt með því í neinum skilningi þá er vitað til þess að í neyð hefur gjarnan verið kveikt í sígarettum á glóðinni ofan í brauðrist. Það kemur meira að segja ekkert lagalega í veg fyrir að eigandi brauðristar kalli tækið ristavél, þótt slíkt sé auðvitað til marks um algjört smekkleysi. Brauðrist má gefa í Góða hirðinn, það má hætta að nota hana og geyma hana uppi í skáp, nota hana til íþróttaiðkunar eins í sleggjukasti—sveifla henni á rafmagnssnúrunni og grýta henni eins langt og maður getur, bara ef maður fer varlega og meiðir engan með athæfinu. Maður má reyndar ekki grýta brauðrist í gegnum rúður á annarra manna bílum; en það hefur ekkert með eignarrétt á brauðristinni að gera heldur bílnum. Börn Það gilda hins vegar ekki sömu leikreglur um allar eignir, hvort sem er í lagalegum eða siðferðislegum skilningi. Þótt við eigum börnin okkar þá dettur engum í hug að við höfum sama rétt til þess að ráðstafa þeim eins og brauðrist. Börnin eiga sig að einhverju leyti sjálf og það er almennt litið svo á að foreldrar hafi samfélagslega ábyrgð á að gæta barna sinna, styðja þau, þroska og undirbúa undir framtíðina. Það að maður ráði yfir börnunum sínum og „eigi þau“ felur allt annað í sér heldur en lagalegur eignarréttur. Sambandið milli barns og foreldris byggist á gagnkvæmum skuldbindingum en ekki beinlínis eignarhaldi annars á hinu þótt börnin eigi foreldrana sína eins og foreldrarnir eiga börnin sín. Hér á Íslandi hefur lengi verið deilt um eignarhald á fiskveiðiheimildum. Í lögum segir beinum orðum að útdeiling á aflaheimildum feli ekki í sér varanlegan eignarrétt, þótt í reynd hafi kvótinn ýmsa sterka eiginleika eignarhalds; einkum réttinn til framsals og veðsetningar. Sölumöguleikar kvótaeigenda eru hins vegar takmarkaðir. Annars vegar er markaðurinn takmarkaður með því að tilgreina hámarkseign stærstu aðilanna, þannig að enginn einn má eiga meira en tiltekið hlutfall aflaheimilda. Þetta lækkar verðmæti kvótans. Hin stóra takmörkunin er sú að ekki er heimilt að selja útlendingum kvótann. Það hefur að sjálfsögðu veruleg áhrif á verðmæti „eignarinnar“ líka. Hinir svokölluðu sægreifar á Íslandi hafa vissulega fengið mikil verðmæti í hendurnar með upphaflegri útdeilingu veiðiheimilda en þeir hafa jafnframt tekið á herðar sér ýmsar skyldur og takmarkanir á þeim réttindum. Í samfélagi Að sjálfsögðu er það freistandi og jafnvel ómótstæðilegt fyrir íslenska landeigendur að fá svimandi há tilboð í jarðirnar sínar. Núverandi reglur leyfa slík viðskipti og er ábyrgðin á ástandinu því hvorki kaupenda né seljenda heldur löggjafans. Það sjónarmið hefur ríkt, réttilega að mínu mati, að einkaeign á landi sé mjög jákvæð. Það er engin draumsýn að íslenska ríkið eigi allar jarðir. Hins vegar hljóta flestir að sjá það í hendi sér að eignarréttur yfir landi lýtur ekki sömu lögmálum og allur annar eignarréttur. Og það er heldur ekki sjálfsagt að fólk, sem ekki er búsett hér á landi, greiðir ekki skatta sína hér á landi og er ekki íslenskir ríkisborgarar, geti eignast risastór samliggjandi landflæmi; jafnvel heilu firðina. Þegar einstaklingar gerast svo umsvifamiklir er eðlilegt að til þeirra sé gerð sú krafa að þeir séu þátttakendur í samfélaginu, leggi sitt af mörkum til sameiginlegra verkefna og útgjalda, og bindist landinu raunverulegum tryggðaböndum. Gildir þá einu hvaðan efnafólkið kemur, því vissulega eru fjölmörg dæmi um alíslenska auðmenn sem eru ekki til fyrirmyndar í skattskilum, samfélagsábyrgð eða umgengni um landareignir sínar. Leiðir til úrbóta Það má velta fyrir sér hvort ekki sé hægt að finna leiðir til þess að sætta þau sjónarmið sem togast á þegar kemur að eignarhaldi útlendinga á landi. Til dæmis mætti takmarka heildarmagn þess lands sem erlendur einstaklingur má kaupa (til dæmis þannig að hægt sé að eiga góðan sumarbústað). Eins mætti skoða þá leið að gera erlendum aðilum kleift að leigja jarðir til langs tíma (til dæmis 50 til 70 ára), þannig að landeigendum sem vilja selja sé gefinn kostur á að losna við jarðirnar án þess að varanlegt eignarhald fari til erlendra aðila. Ef erlendur aðili vill eignast íslenska jörð myndi ríkið kaupa af eigandanum gegn því verði sem hinn erlendi aðili er tilbúinn til þess að greiða fyrir leiguna. Núverandi ástand gengur tæpast, en finna þarf réttláta lausn þar sem hvorki landeigendur eða áhugasamir kaupendur eru beittir óhæfilegum takmörkunum. Gagnkvæmt eignarhald Í ljóðinu Fylgd, eftir Guðmund Böðvarsson segir: „Glitrar grund og vangur/glóir sund og drangur./Litli ferðalangur/láttu vakna nú/þína tryggð og trú./Lind í lautu streymir,/lyng á heiði dreymir,/þetta land átt þú.“ Og það er líka þannig að víða um landið geta einstaklingar og fjölskyldur horft í kringum sig og vitað að þau eiga „þetta land“. Það er eflaust mikið stolt og gleði sem fylgir því að eiga jörð; miklu nær því að eiga barn heldur en að eiga brauðrist. Og penninn sem skrifar undir afsalspappírana er örugglega þungur í höndum margra þeirra sem þekkjast ómótstæðileg tilboð um sölu. Það fylgja tilfinningar og skyldurækni því að vera treyst fyrir því að eiga hluta af landinu okkar. Eignarréttur yfir landinu er nefnilega gagnkvæmur, eins og Guðmundur segir líka: „Hér bjó afi og amma/eins og pabbi og mamma./Eina ævi og skamma/eignast hver um sig/stundum þröngan stig./En þú átt að muna /alla tilveruna,/að þetta land á þig.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Eftir að hafa dormað lengi virðist sem margir séu að vakna upp við þann veruleika að frjálslegar heimildir til sölu á íslenskum jörðum hafa leitt til þess að auðmaður nokkur hefur eignast einn af hverjum hundrað ferkílómetrum á Íslandi. Og þótt hann sé eflaust ekkert verri heldur en aðrir milljarðamæringar, sem grætt hafa á efnaverksmiðjum og námuvinnslu, þá þarf umræðan um stefnu Íslendinga í þessum málum að ná langt út fyrir persónur og leikendur.Brauðrist Rétturinn til einkaeignar kann að vera vanmetnasti hluti þeirra borgaralegu mannréttinda sem nútímaleg vestræn samfélög byggjast á. Ef ekki hefði komið til ríkuleg lagaleg vörn á eignum fyrir venjulegt fólk þá hefði verið tómt mál að tala um öll hin réttindin sem við teljum svo eðlileg og sjálfsögð; svo sem eins og tjáningar- og trúarfrelsi. Sá sem hefur eignast eitthvað með réttmætum hætti hefur að jafnaði fullt leyfi til þess að ráðstafa því með þeim hætti sem hann kýs; nota það, selja það, skemma það, veðsetja það, gefa það og svo framvegis. Þegar maður kaupir brauðrist í Elkó þá felst í því algjör yfirráðaréttur yfir heimilistækinu. Eigandinn má vitaskuld nota brauðristina til þess að rista brauð. Hann má meira að segja klessa saman tvö brauð með osti á milli ofan í aðra raufina til að búa til grillsamloku. Og þótt ekki sé mælt með því í neinum skilningi þá er vitað til þess að í neyð hefur gjarnan verið kveikt í sígarettum á glóðinni ofan í brauðrist. Það kemur meira að segja ekkert lagalega í veg fyrir að eigandi brauðristar kalli tækið ristavél, þótt slíkt sé auðvitað til marks um algjört smekkleysi. Brauðrist má gefa í Góða hirðinn, það má hætta að nota hana og geyma hana uppi í skáp, nota hana til íþróttaiðkunar eins í sleggjukasti—sveifla henni á rafmagnssnúrunni og grýta henni eins langt og maður getur, bara ef maður fer varlega og meiðir engan með athæfinu. Maður má reyndar ekki grýta brauðrist í gegnum rúður á annarra manna bílum; en það hefur ekkert með eignarrétt á brauðristinni að gera heldur bílnum. Börn Það gilda hins vegar ekki sömu leikreglur um allar eignir, hvort sem er í lagalegum eða siðferðislegum skilningi. Þótt við eigum börnin okkar þá dettur engum í hug að við höfum sama rétt til þess að ráðstafa þeim eins og brauðrist. Börnin eiga sig að einhverju leyti sjálf og það er almennt litið svo á að foreldrar hafi samfélagslega ábyrgð á að gæta barna sinna, styðja þau, þroska og undirbúa undir framtíðina. Það að maður ráði yfir börnunum sínum og „eigi þau“ felur allt annað í sér heldur en lagalegur eignarréttur. Sambandið milli barns og foreldris byggist á gagnkvæmum skuldbindingum en ekki beinlínis eignarhaldi annars á hinu þótt börnin eigi foreldrana sína eins og foreldrarnir eiga börnin sín. Hér á Íslandi hefur lengi verið deilt um eignarhald á fiskveiðiheimildum. Í lögum segir beinum orðum að útdeiling á aflaheimildum feli ekki í sér varanlegan eignarrétt, þótt í reynd hafi kvótinn ýmsa sterka eiginleika eignarhalds; einkum réttinn til framsals og veðsetningar. Sölumöguleikar kvótaeigenda eru hins vegar takmarkaðir. Annars vegar er markaðurinn takmarkaður með því að tilgreina hámarkseign stærstu aðilanna, þannig að enginn einn má eiga meira en tiltekið hlutfall aflaheimilda. Þetta lækkar verðmæti kvótans. Hin stóra takmörkunin er sú að ekki er heimilt að selja útlendingum kvótann. Það hefur að sjálfsögðu veruleg áhrif á verðmæti „eignarinnar“ líka. Hinir svokölluðu sægreifar á Íslandi hafa vissulega fengið mikil verðmæti í hendurnar með upphaflegri útdeilingu veiðiheimilda en þeir hafa jafnframt tekið á herðar sér ýmsar skyldur og takmarkanir á þeim réttindum. Í samfélagi Að sjálfsögðu er það freistandi og jafnvel ómótstæðilegt fyrir íslenska landeigendur að fá svimandi há tilboð í jarðirnar sínar. Núverandi reglur leyfa slík viðskipti og er ábyrgðin á ástandinu því hvorki kaupenda né seljenda heldur löggjafans. Það sjónarmið hefur ríkt, réttilega að mínu mati, að einkaeign á landi sé mjög jákvæð. Það er engin draumsýn að íslenska ríkið eigi allar jarðir. Hins vegar hljóta flestir að sjá það í hendi sér að eignarréttur yfir landi lýtur ekki sömu lögmálum og allur annar eignarréttur. Og það er heldur ekki sjálfsagt að fólk, sem ekki er búsett hér á landi, greiðir ekki skatta sína hér á landi og er ekki íslenskir ríkisborgarar, geti eignast risastór samliggjandi landflæmi; jafnvel heilu firðina. Þegar einstaklingar gerast svo umsvifamiklir er eðlilegt að til þeirra sé gerð sú krafa að þeir séu þátttakendur í samfélaginu, leggi sitt af mörkum til sameiginlegra verkefna og útgjalda, og bindist landinu raunverulegum tryggðaböndum. Gildir þá einu hvaðan efnafólkið kemur, því vissulega eru fjölmörg dæmi um alíslenska auðmenn sem eru ekki til fyrirmyndar í skattskilum, samfélagsábyrgð eða umgengni um landareignir sínar. Leiðir til úrbóta Það má velta fyrir sér hvort ekki sé hægt að finna leiðir til þess að sætta þau sjónarmið sem togast á þegar kemur að eignarhaldi útlendinga á landi. Til dæmis mætti takmarka heildarmagn þess lands sem erlendur einstaklingur má kaupa (til dæmis þannig að hægt sé að eiga góðan sumarbústað). Eins mætti skoða þá leið að gera erlendum aðilum kleift að leigja jarðir til langs tíma (til dæmis 50 til 70 ára), þannig að landeigendum sem vilja selja sé gefinn kostur á að losna við jarðirnar án þess að varanlegt eignarhald fari til erlendra aðila. Ef erlendur aðili vill eignast íslenska jörð myndi ríkið kaupa af eigandanum gegn því verði sem hinn erlendi aðili er tilbúinn til þess að greiða fyrir leiguna. Núverandi ástand gengur tæpast, en finna þarf réttláta lausn þar sem hvorki landeigendur eða áhugasamir kaupendur eru beittir óhæfilegum takmörkunum. Gagnkvæmt eignarhald Í ljóðinu Fylgd, eftir Guðmund Böðvarsson segir: „Glitrar grund og vangur/glóir sund og drangur./Litli ferðalangur/láttu vakna nú/þína tryggð og trú./Lind í lautu streymir,/lyng á heiði dreymir,/þetta land átt þú.“ Og það er líka þannig að víða um landið geta einstaklingar og fjölskyldur horft í kringum sig og vitað að þau eiga „þetta land“. Það er eflaust mikið stolt og gleði sem fylgir því að eiga jörð; miklu nær því að eiga barn heldur en að eiga brauðrist. Og penninn sem skrifar undir afsalspappírana er örugglega þungur í höndum margra þeirra sem þekkjast ómótstæðileg tilboð um sölu. Það fylgja tilfinningar og skyldurækni því að vera treyst fyrir því að eiga hluta af landinu okkar. Eignarréttur yfir landinu er nefnilega gagnkvæmur, eins og Guðmundur segir líka: „Hér bjó afi og amma/eins og pabbi og mamma./Eina ævi og skamma/eignast hver um sig/stundum þröngan stig./En þú átt að muna /alla tilveruna,/að þetta land á þig.“
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun