Búa sig undir Boris Johnson Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. júlí 2019 06:00 Flestallt bendir til þess að Boris Johnson verði næsti forsætisráðherra. Nordicphotos/AFP Þverpólitískur hópur þingmanna í neðri deild breska þingsins samþykkti í gær tillögu sem gengur út á að þingið komi í veg fyrir mögulegar tilraunir ríkisstjórnarinnar til þess að slíta þingi og þannig geta gengið út úr Evrópusambandinu án samnings í trássi við vilja meirihluta þingmanna. Hilary Benn úr Verkamannaflokknum og Alistair Burt úr Íhaldsflokknum stóðu að tillögunni sem var samþykkt með 315 atkvæðum gegn 274. Tillagan var í raun lögð fram og samþykkt vegna þess að kannanir benda allar til þess að Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hafi betur gegn Jeremy Hunt, núverandi utanríkisráðherra, í baráttunni um leiðtogastól Íhaldsflokksins og þar með forsætisráðuneytið. Johnson hefur ítrekað heitið því að Bretar haldi sig við að ganga út úr Evrópusambandinu þann 31. október og fresti útgöngudagsetningu ekki eins og áður hefur verið gert, jafnvel þótt það þýði samningslausa útgöngu. Í raun er um að ræða breytingartillögu við frumvarp um frestun kosninga á þing Norður-Írlands. Við það frumvarp hafa einnig verið hengdar tillögur um að heimila samkynja hjónabönd og þungunarrof á Norður-Írlandi. Margot James, sem þurfti vegna reglna þingsins að segja af sér sem menningarmálaráðherra til þess að greiða atkvæði með tillögunni, sagði að nú þyrfti að bíða og sjá hvað gerist. „Jeremy Hunt myndi ganga eðlilega fram, hann hefur ekki áhuga á því að slíta þingi. Það er öfgakennd aðgerð. Þannig að ég býst ekki við því að fleiri segi af sér fyrr en við vitum hvernig leiðtogakjörið fer í næstu viku,“ sagði James. Ráðherrann fyrrverandi var ekki sú eina sem óhlýðnaðist ríkisstjórninni í gær. Philip Hammond fjármálaráðherra, David Gauke dómsmálaráðherra, Greg Clark viðskiptaráðherra og Rory Stewart, ráðherra þróunarmála, greiddu ekki atkvæði og höfðu ekki heimild til hjásetu. „Forsætisráðherrann varð augljóslega fyrir vonbrigðum með að hópur ráðherra hafi ekki greitt atkvæði í dag. Arftaki hennar mun án nokkurs vafa líta til þessa við myndun næstu ríkisstjórnar,“ sagði í tilkynningu. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Johnson og Hunt skiptust á skotum í kappræðum Fyrstu sjónvarpskappræður leiðtogaefna Íhaldsflokksins fóru fram í kvöld. Greindi frambjóðendunum tveimur á um Brexit og samskiptin við Bandaríkin. 9. júlí 2019 23:10 Stuðningur við breska Verkamannaflokkinn ekki minni í tíu ár Innan við fimmti hver kjósandi styður Verkamannaflokk Jeremys Corbyn. Síðast þegar fylgið var svo lágt hafði flokkurinn setið í ríkisstjórn í tólf ár og glímdi við afleiðingar fjármálakreppunnar. 4. júlí 2019 12:19 Ætlar að standa með sendiherrum verði hann forsætisráðherra Boris Johnson var harðlega gagnrýndur fyrir að taka ekki afstöðu með Kim Darroch, fráfarandi sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, í kjölfar minnisblaðaleka. 11. júlí 2019 20:39 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fleiri fréttir Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Sjá meira
Þverpólitískur hópur þingmanna í neðri deild breska þingsins samþykkti í gær tillögu sem gengur út á að þingið komi í veg fyrir mögulegar tilraunir ríkisstjórnarinnar til þess að slíta þingi og þannig geta gengið út úr Evrópusambandinu án samnings í trássi við vilja meirihluta þingmanna. Hilary Benn úr Verkamannaflokknum og Alistair Burt úr Íhaldsflokknum stóðu að tillögunni sem var samþykkt með 315 atkvæðum gegn 274. Tillagan var í raun lögð fram og samþykkt vegna þess að kannanir benda allar til þess að Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hafi betur gegn Jeremy Hunt, núverandi utanríkisráðherra, í baráttunni um leiðtogastól Íhaldsflokksins og þar með forsætisráðuneytið. Johnson hefur ítrekað heitið því að Bretar haldi sig við að ganga út úr Evrópusambandinu þann 31. október og fresti útgöngudagsetningu ekki eins og áður hefur verið gert, jafnvel þótt það þýði samningslausa útgöngu. Í raun er um að ræða breytingartillögu við frumvarp um frestun kosninga á þing Norður-Írlands. Við það frumvarp hafa einnig verið hengdar tillögur um að heimila samkynja hjónabönd og þungunarrof á Norður-Írlandi. Margot James, sem þurfti vegna reglna þingsins að segja af sér sem menningarmálaráðherra til þess að greiða atkvæði með tillögunni, sagði að nú þyrfti að bíða og sjá hvað gerist. „Jeremy Hunt myndi ganga eðlilega fram, hann hefur ekki áhuga á því að slíta þingi. Það er öfgakennd aðgerð. Þannig að ég býst ekki við því að fleiri segi af sér fyrr en við vitum hvernig leiðtogakjörið fer í næstu viku,“ sagði James. Ráðherrann fyrrverandi var ekki sú eina sem óhlýðnaðist ríkisstjórninni í gær. Philip Hammond fjármálaráðherra, David Gauke dómsmálaráðherra, Greg Clark viðskiptaráðherra og Rory Stewart, ráðherra þróunarmála, greiddu ekki atkvæði og höfðu ekki heimild til hjásetu. „Forsætisráðherrann varð augljóslega fyrir vonbrigðum með að hópur ráðherra hafi ekki greitt atkvæði í dag. Arftaki hennar mun án nokkurs vafa líta til þessa við myndun næstu ríkisstjórnar,“ sagði í tilkynningu.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Johnson og Hunt skiptust á skotum í kappræðum Fyrstu sjónvarpskappræður leiðtogaefna Íhaldsflokksins fóru fram í kvöld. Greindi frambjóðendunum tveimur á um Brexit og samskiptin við Bandaríkin. 9. júlí 2019 23:10 Stuðningur við breska Verkamannaflokkinn ekki minni í tíu ár Innan við fimmti hver kjósandi styður Verkamannaflokk Jeremys Corbyn. Síðast þegar fylgið var svo lágt hafði flokkurinn setið í ríkisstjórn í tólf ár og glímdi við afleiðingar fjármálakreppunnar. 4. júlí 2019 12:19 Ætlar að standa með sendiherrum verði hann forsætisráðherra Boris Johnson var harðlega gagnrýndur fyrir að taka ekki afstöðu með Kim Darroch, fráfarandi sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, í kjölfar minnisblaðaleka. 11. júlí 2019 20:39 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fleiri fréttir Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Sjá meira
Johnson og Hunt skiptust á skotum í kappræðum Fyrstu sjónvarpskappræður leiðtogaefna Íhaldsflokksins fóru fram í kvöld. Greindi frambjóðendunum tveimur á um Brexit og samskiptin við Bandaríkin. 9. júlí 2019 23:10
Stuðningur við breska Verkamannaflokkinn ekki minni í tíu ár Innan við fimmti hver kjósandi styður Verkamannaflokk Jeremys Corbyn. Síðast þegar fylgið var svo lágt hafði flokkurinn setið í ríkisstjórn í tólf ár og glímdi við afleiðingar fjármálakreppunnar. 4. júlí 2019 12:19
Ætlar að standa með sendiherrum verði hann forsætisráðherra Boris Johnson var harðlega gagnrýndur fyrir að taka ekki afstöðu með Kim Darroch, fráfarandi sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, í kjölfar minnisblaðaleka. 11. júlí 2019 20:39