„Ég sagði þetta ekki, þeir gerðu það“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júlí 2019 22:04 Trump hefur einkum beint spjótum sínum að Ilhan Omar, þingkonu Demókrataflokksins, sem flutti barnung til Bandaríkjanna frá Sómalíu. Mynd/Samsett Donald Trump Bandaríkjaforseti kveðst óánægður með stuðningsmenn sína sem kyrjuðu að forsetinn ætti að reka svarta þingkonu úr landi á baráttufundi í Norður-Karólínu í gærkvöldi. Þá sagðist hann jafnframt „ósammála“ þegar hann var spurður út í hróp stuðningsmannanna. Trump hefur undanfarna daga gert þær Alexandriu Ocasio-Cortez, Ilham Omar, Rashidu Tlaib og Ayönnu Pressley, fulltrúadeildarþingkonur Demókrataflokksins, að skotspóni sínum. Hann sendi m.a. frá sér rasísk tíst um að þær ættu að yfirgefa Bandaríkin og „fara aftur heim til sín“. Aðeins ein þeirra fæddist utan Bandaríkjanna.„Sendu hana til baka!“ Trump hélt uppteknum hætti á baráttufundinum í Norður-Karólínu í gær og beindi þar sérstaklega spjótum sínum að Omar. Hún fæddist í Sómalíu en kom til Bandaríkjanna tíu ára gömul. Eftir að hún komst inn á þing hefur hún verið gagnrýnin á stuðning Bandaríkjastjórnar við Ísrael og hefur sætt gagnrýni fyrir hvernig hún hefur talað um þrýstihóp fyrir ísraelsk stjórnvöld. Á fundinum laug Trump því upp á Omar að hún hefði lofað hryðjuverkasamtökin al-Qaeda. Eftir að hann fullyrti að Omar hefði gerst sek um gyðingaandúð gerði hann hlé á máli sínu því stuðningsmenn hans hrópuðu þá ákaft „Sendu hana til baka!“.Trump fans eventually break out in "send her back!" chants directed toward Ilhan Omar, a Somali refugee who serves in Congress who Trump viciously smeared. pic.twitter.com/LX3eAEkfci— Aaron Rupar (@atrupar) July 17, 2019 Ekki ánægður með hrópin Forsetinn sagðist „ósammála“ þegar hann var spurður út í atvikið á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. Hann fór þó ekki nánar út í það hverju hann væri nákvæmlega ósammála. „Ég var ekki ánægður með það. Ég er ósammála því. En aftur á móti, ég sagði þetta ekki, þeir gerðu það,“ sagði Trump. Þá sagðist hann hafa reynt að stöðva hróp stuðningsmanna sína, þrátt fyrir að hafa beðið í um tólf sekúndur á meðan þeir kyrjuðu og þangað til hann tók aftur til máls. Kvaðst Trump jafnframt hafa „liðið örlítið illa“ þegar stuðningsmennirnir hófu hrópin. Forsetinn og stuðningsmenn hans hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir athæfið. Sjálf hefur Omar kallað Trump bæði rasista og fasista eftir baráttufundinn í gær. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Stuðningsmenn báðu Trump um að reka þingkonu úr landi Bandaríkjaforseti hélt áfram árásum á fjórar frjálslyndar þingkonur. Stuðningsmenn hans svöruðu með því að kyrja um að hann ætti að reka eina þeirra úr landi. 18. júlí 2019 07:32 Fulltrúadeildin fordæmir ummæli Trump Fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði um að fordæma ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta í garð þingkvenna Demókrataflokksins. 16. júlí 2019 23:15 Svaraði spurningu blaðamanns með því að spyrja um uppruna hans Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Bandaríkjaforseta, sat fyrir svörum á blaðamannfundi í gær. Þar reyndi hún meðal annars að svara fyrir tíst forsetans þar sem hann sagði fjórum bandarískum þingkonum að snúa aftur til meintra upprunalanda sinna. 17. júlí 2019 08:03 Mest lesið Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti kveðst óánægður með stuðningsmenn sína sem kyrjuðu að forsetinn ætti að reka svarta þingkonu úr landi á baráttufundi í Norður-Karólínu í gærkvöldi. Þá sagðist hann jafnframt „ósammála“ þegar hann var spurður út í hróp stuðningsmannanna. Trump hefur undanfarna daga gert þær Alexandriu Ocasio-Cortez, Ilham Omar, Rashidu Tlaib og Ayönnu Pressley, fulltrúadeildarþingkonur Demókrataflokksins, að skotspóni sínum. Hann sendi m.a. frá sér rasísk tíst um að þær ættu að yfirgefa Bandaríkin og „fara aftur heim til sín“. Aðeins ein þeirra fæddist utan Bandaríkjanna.„Sendu hana til baka!“ Trump hélt uppteknum hætti á baráttufundinum í Norður-Karólínu í gær og beindi þar sérstaklega spjótum sínum að Omar. Hún fæddist í Sómalíu en kom til Bandaríkjanna tíu ára gömul. Eftir að hún komst inn á þing hefur hún verið gagnrýnin á stuðning Bandaríkjastjórnar við Ísrael og hefur sætt gagnrýni fyrir hvernig hún hefur talað um þrýstihóp fyrir ísraelsk stjórnvöld. Á fundinum laug Trump því upp á Omar að hún hefði lofað hryðjuverkasamtökin al-Qaeda. Eftir að hann fullyrti að Omar hefði gerst sek um gyðingaandúð gerði hann hlé á máli sínu því stuðningsmenn hans hrópuðu þá ákaft „Sendu hana til baka!“.Trump fans eventually break out in "send her back!" chants directed toward Ilhan Omar, a Somali refugee who serves in Congress who Trump viciously smeared. pic.twitter.com/LX3eAEkfci— Aaron Rupar (@atrupar) July 17, 2019 Ekki ánægður með hrópin Forsetinn sagðist „ósammála“ þegar hann var spurður út í atvikið á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. Hann fór þó ekki nánar út í það hverju hann væri nákvæmlega ósammála. „Ég var ekki ánægður með það. Ég er ósammála því. En aftur á móti, ég sagði þetta ekki, þeir gerðu það,“ sagði Trump. Þá sagðist hann hafa reynt að stöðva hróp stuðningsmanna sína, þrátt fyrir að hafa beðið í um tólf sekúndur á meðan þeir kyrjuðu og þangað til hann tók aftur til máls. Kvaðst Trump jafnframt hafa „liðið örlítið illa“ þegar stuðningsmennirnir hófu hrópin. Forsetinn og stuðningsmenn hans hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir athæfið. Sjálf hefur Omar kallað Trump bæði rasista og fasista eftir baráttufundinn í gær.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Stuðningsmenn báðu Trump um að reka þingkonu úr landi Bandaríkjaforseti hélt áfram árásum á fjórar frjálslyndar þingkonur. Stuðningsmenn hans svöruðu með því að kyrja um að hann ætti að reka eina þeirra úr landi. 18. júlí 2019 07:32 Fulltrúadeildin fordæmir ummæli Trump Fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði um að fordæma ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta í garð þingkvenna Demókrataflokksins. 16. júlí 2019 23:15 Svaraði spurningu blaðamanns með því að spyrja um uppruna hans Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Bandaríkjaforseta, sat fyrir svörum á blaðamannfundi í gær. Þar reyndi hún meðal annars að svara fyrir tíst forsetans þar sem hann sagði fjórum bandarískum þingkonum að snúa aftur til meintra upprunalanda sinna. 17. júlí 2019 08:03 Mest lesið Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Stuðningsmenn báðu Trump um að reka þingkonu úr landi Bandaríkjaforseti hélt áfram árásum á fjórar frjálslyndar þingkonur. Stuðningsmenn hans svöruðu með því að kyrja um að hann ætti að reka eina þeirra úr landi. 18. júlí 2019 07:32
Fulltrúadeildin fordæmir ummæli Trump Fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði um að fordæma ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta í garð þingkvenna Demókrataflokksins. 16. júlí 2019 23:15
Svaraði spurningu blaðamanns með því að spyrja um uppruna hans Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Bandaríkjaforseta, sat fyrir svörum á blaðamannfundi í gær. Þar reyndi hún meðal annars að svara fyrir tíst forsetans þar sem hann sagði fjórum bandarískum þingkonum að snúa aftur til meintra upprunalanda sinna. 17. júlí 2019 08:03