Biður fólk að bera ekki rangar sakir á starfsmenn sína eftir atvik á róluvelli Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júlí 2019 21:08 Maðurinn reyndist starfsmaður EFLU og staddur á leiksvæðinu við öryggisúttekt á búnaði og lóð. Vísir/vilhelm Verkfræðistofan EFLA biðlar til fólks að bera ekki rangar sakir á saklausa starfsmenn sína, sem sinni venjubundnum úttektum á stofnanalóðum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá EFLU sem send er út vegna umræðu um myndatökur starfsmanns fyrirtækisins í hverfishópi á Facebook í dag. Fjallað var um málið á vef DV en þar er vísað í mynd af karlmanni sem birt var í Facebook-hópi íbúa Langholtshverfis. Kona sem deilir myndinni sagðist hafa komið auga á manninn á Drekaróluvelli við Drekavog í morgun og séð hann taka myndir. Þá hafi hann m.a. gert sig líklegan til að taka mynd af fimm ára gömlum dóttursyni hennar. Konan kvað manninn hafa sagst vera á leikvellinum að taka út leiktæki fyrir Reykjavíkurborg. Enginn hjá borginni hafi hins vegar kannast við manninn þegar konan grennslaðist fyrir um hann og sagðist hún því hafa hringt á lögregluna. Varaði hún íbúa Langholtshverfis jafnframt við manninum. Þá var færslunni deilt áfram í hópinn Mæðratips á Facebook og maðurinn þar sagður „barnaperri“. Síðar kom þó í ljós að maðurinn var starfsmaður EFLU og staddur á leiksvæðinu við öryggisúttekt á búnaði og lóð. DV greinir jafnframt frá því að starfsmaðurinn hafi svarað konunni í hverfishópnum og hafnað því að hafa verið að taka mynd af barninu, auk þess sem hann kvaðst hafa sýnt henni gögn sem skýrðu veru hans á leikvellinum. Í yfirlýsingu EFLU segir jafnframt að við þessar úttektir séu aldrei teknar myndir af notendum svæðanna, hvorki börnum né fullorðnum. Þá kveði verklagsreglur EFLU á um að starfsmenn í úttektum skuli ávallt klæðast merktum fatnaði, sem viðkomandi starfsmaður hafi gert við úttektina í morgun. „EFLA harmar mjög að umræðan skuli hafi farið í þennan farveg. Þó að vissulega sé alltaf gott að hafa varann á sér gagnvart grunsamlegri hegðun fullorðinna á leikvöllum þá biður EFLA fólk einnig um að gæta þess að bera ekki í fljótfærni rangar sakir á saklausa einstaklinga í umræðum á Facebook. Oft getur einfaldlega verið um að ræða fólk að sinna starfi sínu,“ segir í yfirlýsingunni.Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Skipulag Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Sjá meira
Verkfræðistofan EFLA biðlar til fólks að bera ekki rangar sakir á saklausa starfsmenn sína, sem sinni venjubundnum úttektum á stofnanalóðum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá EFLU sem send er út vegna umræðu um myndatökur starfsmanns fyrirtækisins í hverfishópi á Facebook í dag. Fjallað var um málið á vef DV en þar er vísað í mynd af karlmanni sem birt var í Facebook-hópi íbúa Langholtshverfis. Kona sem deilir myndinni sagðist hafa komið auga á manninn á Drekaróluvelli við Drekavog í morgun og séð hann taka myndir. Þá hafi hann m.a. gert sig líklegan til að taka mynd af fimm ára gömlum dóttursyni hennar. Konan kvað manninn hafa sagst vera á leikvellinum að taka út leiktæki fyrir Reykjavíkurborg. Enginn hjá borginni hafi hins vegar kannast við manninn þegar konan grennslaðist fyrir um hann og sagðist hún því hafa hringt á lögregluna. Varaði hún íbúa Langholtshverfis jafnframt við manninum. Þá var færslunni deilt áfram í hópinn Mæðratips á Facebook og maðurinn þar sagður „barnaperri“. Síðar kom þó í ljós að maðurinn var starfsmaður EFLU og staddur á leiksvæðinu við öryggisúttekt á búnaði og lóð. DV greinir jafnframt frá því að starfsmaðurinn hafi svarað konunni í hverfishópnum og hafnað því að hafa verið að taka mynd af barninu, auk þess sem hann kvaðst hafa sýnt henni gögn sem skýrðu veru hans á leikvellinum. Í yfirlýsingu EFLU segir jafnframt að við þessar úttektir séu aldrei teknar myndir af notendum svæðanna, hvorki börnum né fullorðnum. Þá kveði verklagsreglur EFLU á um að starfsmenn í úttektum skuli ávallt klæðast merktum fatnaði, sem viðkomandi starfsmaður hafi gert við úttektina í morgun. „EFLA harmar mjög að umræðan skuli hafi farið í þennan farveg. Þó að vissulega sé alltaf gott að hafa varann á sér gagnvart grunsamlegri hegðun fullorðinna á leikvöllum þá biður EFLA fólk einnig um að gæta þess að bera ekki í fljótfærni rangar sakir á saklausa einstaklinga í umræðum á Facebook. Oft getur einfaldlega verið um að ræða fólk að sinna starfi sínu,“ segir í yfirlýsingunni.Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Skipulag Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Sjá meira