Stuðningsmenn báðu Trump um að reka þingkonu úr landi Kjartan Kjartansson skrifar 18. júlí 2019 07:32 Trump virðist ætla að gera kynþáttahyggju að meginstefi í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt áfram árásum sínum á frjálslyndar þingkonur Demókrataflokksins á baráttufundi með stuðningsmönnum sínum í Norður-Karlólínu í gærkvöldi. Stuðningsmenn forsetans brugðust við með því að kyrja að Trump ætti að reka svarta þingkonu úr landi. Þær Alexandria Ocasio-Cortez, Ilham Omar, Rashida Tlaib og Ayanna Pressley, fulltrúadeildarþingkonur Demókrataflokksins, hafa verið skotspónn Trump frá því um helgina. Þá sendi hann frá sér rasísk tíst um að þær ættu að yfirgefa Bandaríkin og „fara aftur heim til sín“. Aðeins ein þeirra fæddist utan Bandaríkjanna. Þrátt fyrir harða gagnrýni og ályktun fulltrúadeildarinnar þar sem ummælin voru fordæmd hefur Trump höggvið áfram í sama knérunn. Hann hefur vænt þingkonurnar um að hata Bandaríkin, gyðinga og styðja hryðjuverkasamtökin Ríki íslams. Ítrekað hefur hann sagt að fólk sem sé ósátt við stefnu Bandaríkin geti yfirgefið landið. Á fundi með stuðningsmönnum sínum í Greenville í Norður-Karólínu hélt Trump uppteknum hætti. Þar sagði hann að atkvæði greitt demókrötum væri atkvæði með gereyðingu Bandaríkjanna. Eins hélt hann árásunum á þingkonurnar fjórar áfram. „Þær elska ekki landið okkar og í sumum tilfellum held ég að þær hati landið okkar,“ sagði Trump. Sérstaklega beindi forsetinn spjótum sínum að Omar. Hún fæddist í Sómalíu en kom til Bandaríkjanna tíu ára gömul. Eftir að hún komst inn á þing hefur hún verið gagnrýnin á stuðning Bandaríkjastjórnar við Ísrael og hefur sætt gagnrýni fyrir hvernig hún hefur talað um þrýstihóp fyrir ísraelsk stjórnvöld. Laug Trump því upp á Omar að hún hefði lofað hryðjuverkasamtökin al-Qaeda. Eftir að hann fullyrti að Omar hefði gerst sek um gyðingaandúð gerði hann hlé á máli sínu því stuðningsmenn hans hrópuðu þá ákaft „Sendu hana til baka!“.Trump fans eventually break out in "send her back!" chants directed toward Ilhan Omar, a Somali refugee who serves in Congress who Trump viciously smeared. pic.twitter.com/LX3eAEkfci— Aaron Rupar (@atrupar) July 17, 2019 Trump hefur ekki svarað spurningum um hvert hann vildi að þingkonurnar fjórar færu frá Bandaríkjunum. Ocasio-Cortez er borin og barnfædd Bandaríkjamaður ættuð frá Púertó Ríkó sem er bandarískt landsvæði. Tlaib er fædd í Bandaríkjunum af palestínskum ættum og Pressley er albandarísk. Omar brást við rasískum köllum stuðningsmanna Trump á Twitter með ljóði eftir Mayu Angelou. „Þið getið skotið mig með orðum, þið getið skorið mig með augunum ykkar, þið getið drepið mig með hatri ykkar en samt, eins og loftið, mun ég rísa upp,“ tísti þingkonan frá Minnesota.You may shoot me with your words,You may cut me with your eyes,You may kill me with your hatefulness,But still, like air, I'll rise.-Maya Angelou https://t.co/46jcXSXF0B— Ilhan Omar (@IlhanMN) July 18, 2019 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00 Fulltrúadeildin fordæmir ummæli Trump Fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði um að fordæma ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta í garð þingkvenna Demókrataflokksins. 16. júlí 2019 23:15 Segja ummæli Trump bera vott um hvíta þjóðernishyggju Þingkonurnar fjórar sem talið er að Donald Trump hafi beint ummælum sínum að tjáðu sig á blaðamannafundi í kvöld. 15. júlí 2019 23:45 Trump biðst ekki afsökunar og segir marga vera sammála sér Ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta um fjórar þingkonur Demókrataflokksins hafa vakið mikla reiði. 15. júlí 2019 18:38 Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15 May og fleiri Evrópuleiðtogar fordæma rasísk ummæli Bandaríkjaforseta Bandaríkjaforseti tísti um að bandarískar þingkonur ættu að fara frá Bandaríkjunum til meintra heimalanda sinna. 15. júlí 2019 14:31 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt áfram árásum sínum á frjálslyndar þingkonur Demókrataflokksins á baráttufundi með stuðningsmönnum sínum í Norður-Karlólínu í gærkvöldi. Stuðningsmenn forsetans brugðust við með því að kyrja að Trump ætti að reka svarta þingkonu úr landi. Þær Alexandria Ocasio-Cortez, Ilham Omar, Rashida Tlaib og Ayanna Pressley, fulltrúadeildarþingkonur Demókrataflokksins, hafa verið skotspónn Trump frá því um helgina. Þá sendi hann frá sér rasísk tíst um að þær ættu að yfirgefa Bandaríkin og „fara aftur heim til sín“. Aðeins ein þeirra fæddist utan Bandaríkjanna. Þrátt fyrir harða gagnrýni og ályktun fulltrúadeildarinnar þar sem ummælin voru fordæmd hefur Trump höggvið áfram í sama knérunn. Hann hefur vænt þingkonurnar um að hata Bandaríkin, gyðinga og styðja hryðjuverkasamtökin Ríki íslams. Ítrekað hefur hann sagt að fólk sem sé ósátt við stefnu Bandaríkin geti yfirgefið landið. Á fundi með stuðningsmönnum sínum í Greenville í Norður-Karólínu hélt Trump uppteknum hætti. Þar sagði hann að atkvæði greitt demókrötum væri atkvæði með gereyðingu Bandaríkjanna. Eins hélt hann árásunum á þingkonurnar fjórar áfram. „Þær elska ekki landið okkar og í sumum tilfellum held ég að þær hati landið okkar,“ sagði Trump. Sérstaklega beindi forsetinn spjótum sínum að Omar. Hún fæddist í Sómalíu en kom til Bandaríkjanna tíu ára gömul. Eftir að hún komst inn á þing hefur hún verið gagnrýnin á stuðning Bandaríkjastjórnar við Ísrael og hefur sætt gagnrýni fyrir hvernig hún hefur talað um þrýstihóp fyrir ísraelsk stjórnvöld. Laug Trump því upp á Omar að hún hefði lofað hryðjuverkasamtökin al-Qaeda. Eftir að hann fullyrti að Omar hefði gerst sek um gyðingaandúð gerði hann hlé á máli sínu því stuðningsmenn hans hrópuðu þá ákaft „Sendu hana til baka!“.Trump fans eventually break out in "send her back!" chants directed toward Ilhan Omar, a Somali refugee who serves in Congress who Trump viciously smeared. pic.twitter.com/LX3eAEkfci— Aaron Rupar (@atrupar) July 17, 2019 Trump hefur ekki svarað spurningum um hvert hann vildi að þingkonurnar fjórar færu frá Bandaríkjunum. Ocasio-Cortez er borin og barnfædd Bandaríkjamaður ættuð frá Púertó Ríkó sem er bandarískt landsvæði. Tlaib er fædd í Bandaríkjunum af palestínskum ættum og Pressley er albandarísk. Omar brást við rasískum köllum stuðningsmanna Trump á Twitter með ljóði eftir Mayu Angelou. „Þið getið skotið mig með orðum, þið getið skorið mig með augunum ykkar, þið getið drepið mig með hatri ykkar en samt, eins og loftið, mun ég rísa upp,“ tísti þingkonan frá Minnesota.You may shoot me with your words,You may cut me with your eyes,You may kill me with your hatefulness,But still, like air, I'll rise.-Maya Angelou https://t.co/46jcXSXF0B— Ilhan Omar (@IlhanMN) July 18, 2019
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00 Fulltrúadeildin fordæmir ummæli Trump Fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði um að fordæma ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta í garð þingkvenna Demókrataflokksins. 16. júlí 2019 23:15 Segja ummæli Trump bera vott um hvíta þjóðernishyggju Þingkonurnar fjórar sem talið er að Donald Trump hafi beint ummælum sínum að tjáðu sig á blaðamannafundi í kvöld. 15. júlí 2019 23:45 Trump biðst ekki afsökunar og segir marga vera sammála sér Ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta um fjórar þingkonur Demókrataflokksins hafa vakið mikla reiði. 15. júlí 2019 18:38 Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15 May og fleiri Evrópuleiðtogar fordæma rasísk ummæli Bandaríkjaforseta Bandaríkjaforseti tísti um að bandarískar þingkonur ættu að fara frá Bandaríkjunum til meintra heimalanda sinna. 15. júlí 2019 14:31 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00
Fulltrúadeildin fordæmir ummæli Trump Fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði um að fordæma ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta í garð þingkvenna Demókrataflokksins. 16. júlí 2019 23:15
Segja ummæli Trump bera vott um hvíta þjóðernishyggju Þingkonurnar fjórar sem talið er að Donald Trump hafi beint ummælum sínum að tjáðu sig á blaðamannafundi í kvöld. 15. júlí 2019 23:45
Trump biðst ekki afsökunar og segir marga vera sammála sér Ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta um fjórar þingkonur Demókrataflokksins hafa vakið mikla reiði. 15. júlí 2019 18:38
Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15
May og fleiri Evrópuleiðtogar fordæma rasísk ummæli Bandaríkjaforseta Bandaríkjaforseti tísti um að bandarískar þingkonur ættu að fara frá Bandaríkjunum til meintra heimalanda sinna. 15. júlí 2019 14:31