Reif upp parket í leit að rót veikindanna Ari Brynjólfsson skrifar 18. júlí 2019 06:00 Þórdís Jóhannsdóttir Wathne glímdi við slæm veikindi síðasta vetur, þar á meðal höfuðverk, verki og mikið orkuleysi. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Þetta gæti hafa verið dýnan, það eru þó bara getgátur,“ segir Þórdís Jóhannsdóttir Wathne. Hún var veik stóran hluta úr vetri. Glímdi hún við mikinn höfuðverk, verki í líkamanum, og mikið orkuleysi. „Ég var byrjuð að finna vel fyrir þessu í fyrra og í raun get ég rakið þetta mun lengra en þá tengdi ég þetta við eitthvað annað, ég var ólétt, með barn á brjósti o.s.frv. Það var svo í nóvember í fyrra að ég var orðin virkilega veik. Ég fór í endalausar læknisheimsóknir. Það voru allir af vilja gerðir, ég hitti marga frábæra lækna en þeir fundu ekki orsökina,“ segir Þórdís. „Ég var tilbúin að reyna allt og prófaði ýmislegt.“ Þórdís fór í ýmsar rannsóknir, hjartalínurit, myndatökur, blóðprufur og tekin voru ítarleg myglusýni á heimili hennar. Eina sem kom út úr þessu var að hún var greind með of lágan hvíldarpúls en í raun ekkert sem hægt var að gera í því eða vitað hvað olli því. Þórdís er verkfræðingur að mennt og notaði skipulagðar aðferðir til að komast að því hvað væri að. „Ég notaði Excel, útilokaði eitt í einu og skráði niður.“ Einkennin minntu um margt á myglu og var gerð mikil leit að myglu í húsnæðinu, var meðal annars rifið upp parket í svefnherberginu og skoðað inn í veggi. Rúmdýnan gaf ekki augljós myglueinkenni. Það var svo í apríl sl. að hún rakst fyrir tilviljun á greinar um eiturefni í dýnum og fór að kynna sér málið frekar. „Stuttu síðar fór ég til Danmerkur í tíu daga. Ég ætlaði að hlaupa þar mitt fyrsta maraþon sem var auðvitað töluvert brjálæðislegt miðað við heilsuleysið. Strax og ég kom út var ég orðin hress. Ég var búin að gleyma því hvað lífið gat verið gott verkjalaust. Ég hljóp hlaupið og var stálslegin á eftir.“ Þegar hún kom til baka til Íslands ákvað hún að fara ekki inn á heimilið í nokkra daga og áfram var heilsan í lagi. Þegar hún kom svo inn á heimilið aftur liðu einungis örfáar klukkustundir þar til hún varð veik. „Við tókum dýnuna út af heimilinu og fengum okkur dýnu úr náttúrulegum efnum, algjörlega lausa við kemísk efni. Við loftuðum út og fengum lánað iðnaðar-lofthreinsitæki. Heilsan kom strax á ný og hefur verið mjög góð síðan.“ Þórdís segir að dýnan sem um ræðir hafi verið um átta ára gömul og gerð úr memory foam þrýstijöfnunarsvampi. Fékk hún sérstakt mælitæki sem nemur óæskileg efni í loftinu eða svokölluð lífræn rokgjörn efni, VOC. „Ég er enn með mælitækið og heimili mitt er orðið mjög fínt núna. En tækið nemur hækkun í því herbergi sem ég sef í. Engin hækkun verður hins vegar í þeim herbergjum sem ekki er sofið í. Það eru því tilgátur um hvort líkami minn sé enn að losa sig við þessi efni með svita á nóttunni.“ Þórdís vill ekki fullyrða að dýnan hafi verið sökudólgurinn. „Það er ýmislegt sem bendir til þess að dýnan sé svarti sauðurinn en ég get ekki fullyrt það.“ Umhverfisstofnun staðfesti að mál tengd dýnum hafi ratað inn á borð til þeirra, þar á bæ vildi þó enginn gefa kost á viðtali. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
„Þetta gæti hafa verið dýnan, það eru þó bara getgátur,“ segir Þórdís Jóhannsdóttir Wathne. Hún var veik stóran hluta úr vetri. Glímdi hún við mikinn höfuðverk, verki í líkamanum, og mikið orkuleysi. „Ég var byrjuð að finna vel fyrir þessu í fyrra og í raun get ég rakið þetta mun lengra en þá tengdi ég þetta við eitthvað annað, ég var ólétt, með barn á brjósti o.s.frv. Það var svo í nóvember í fyrra að ég var orðin virkilega veik. Ég fór í endalausar læknisheimsóknir. Það voru allir af vilja gerðir, ég hitti marga frábæra lækna en þeir fundu ekki orsökina,“ segir Þórdís. „Ég var tilbúin að reyna allt og prófaði ýmislegt.“ Þórdís fór í ýmsar rannsóknir, hjartalínurit, myndatökur, blóðprufur og tekin voru ítarleg myglusýni á heimili hennar. Eina sem kom út úr þessu var að hún var greind með of lágan hvíldarpúls en í raun ekkert sem hægt var að gera í því eða vitað hvað olli því. Þórdís er verkfræðingur að mennt og notaði skipulagðar aðferðir til að komast að því hvað væri að. „Ég notaði Excel, útilokaði eitt í einu og skráði niður.“ Einkennin minntu um margt á myglu og var gerð mikil leit að myglu í húsnæðinu, var meðal annars rifið upp parket í svefnherberginu og skoðað inn í veggi. Rúmdýnan gaf ekki augljós myglueinkenni. Það var svo í apríl sl. að hún rakst fyrir tilviljun á greinar um eiturefni í dýnum og fór að kynna sér málið frekar. „Stuttu síðar fór ég til Danmerkur í tíu daga. Ég ætlaði að hlaupa þar mitt fyrsta maraþon sem var auðvitað töluvert brjálæðislegt miðað við heilsuleysið. Strax og ég kom út var ég orðin hress. Ég var búin að gleyma því hvað lífið gat verið gott verkjalaust. Ég hljóp hlaupið og var stálslegin á eftir.“ Þegar hún kom til baka til Íslands ákvað hún að fara ekki inn á heimilið í nokkra daga og áfram var heilsan í lagi. Þegar hún kom svo inn á heimilið aftur liðu einungis örfáar klukkustundir þar til hún varð veik. „Við tókum dýnuna út af heimilinu og fengum okkur dýnu úr náttúrulegum efnum, algjörlega lausa við kemísk efni. Við loftuðum út og fengum lánað iðnaðar-lofthreinsitæki. Heilsan kom strax á ný og hefur verið mjög góð síðan.“ Þórdís segir að dýnan sem um ræðir hafi verið um átta ára gömul og gerð úr memory foam þrýstijöfnunarsvampi. Fékk hún sérstakt mælitæki sem nemur óæskileg efni í loftinu eða svokölluð lífræn rokgjörn efni, VOC. „Ég er enn með mælitækið og heimili mitt er orðið mjög fínt núna. En tækið nemur hækkun í því herbergi sem ég sef í. Engin hækkun verður hins vegar í þeim herbergjum sem ekki er sofið í. Það eru því tilgátur um hvort líkami minn sé enn að losa sig við þessi efni með svita á nóttunni.“ Þórdís vill ekki fullyrða að dýnan hafi verið sökudólgurinn. „Það er ýmislegt sem bendir til þess að dýnan sé svarti sauðurinn en ég get ekki fullyrt það.“ Umhverfisstofnun staðfesti að mál tengd dýnum hafi ratað inn á borð til þeirra, þar á bæ vildi þó enginn gefa kost á viðtali.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?