Neyðarástandi á heimsvísu lýst yfir vegna ebólu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júlí 2019 20:05 Heilbrigðisstarfsfólk í Austur-Kongó íklædd verndunargöllum til að varna ebóluslysi á meðan það jarðsetur lík fallinna sjúklinga. getty/Sally Hayden Ebólu faraldrinum, sem brotist hefur út í Austur-Kongó, var í dag lýst yfir sem neyðarástandi á heimsvísu af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni eftir að vírusinn smitaðist til borgar þar sem tvær milljónir manna búa. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. Nefnd sérfræðinga á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar hafði þrisvar áður sagt stofnuninni að ekki væri þörf á að lýsa yfir hættuástandi vegna þessarar útbreiðslu en aðrir sérfræðingar segja að löngu sé orðið tímabært að lýsa yfir neyðarástandinu. Meira en 1.600 manns hafa látið lífið síðan í ágúst og er þetta annar banvænasti ebólu faraldur sögunnar. Ástandinu á svæðinu hefur verið líkt við stríðsástand. Fyrsta ebólusmit þessarar viku var staðfest í Goma borg, sem er á landamærum Kongó og Rúanda, en þangað ferðast margir og er þar alþjóðlegur flugvöllur. Sérfræðingar hafa hræðst þessar aðstæður í marga mánuði. Yfirlýsing neyðarástands á heimsvísu verður oft til þess að meiri alþjóðleg athygli og hjálp berist en einnig vekur það áhyggjur á að ríkisstjórnir gætu brugðist of harkalega við og lokað landamærum. Þótt að mikil hætt sé á að sjúkdómurinn breiðist meira út á svæðinu er ekki talið líklegt að hún muni smitast út fyrir það, sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar eftir tilkynningu neyðarástandsins í Genf. „Það á ekki að nota neyðarástandið til að útskúfa eða refsa fólkinu sem þarf mest á hjálp okkar að halda,“ sagði hann. Þetta er fimmta skiptið í sögunni sem neyðarástandi hefur verið lýst yfir. Fyrri neyðarástöndum var lýst yfir þegar ebóla faraldurinn var í Vestur-Afríku árin 2014-2016 og varð meira en 11 þúsund manns að bana, þegar neyðarástandið vegna Zika varð í Ameríku, svínaflensu heimsfaraldurinn og þegar polio var útrýmt.Yfirlýsing neyðarástands gæti verið talin refsing Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin skilgreinir alþjóðlegt neyðarástand sem „óvanalegan atburð“ (e. Extraordinary event) sem sé ógn við önnur lönd og þurfi samhæft alþjóðlegt svar til. Í síðasta mánuði breiddist þessi faraldur út fyrir landamæri Kongó í fyrsta sinn þegar fjölskylda flutti vírusinn yfir til Úganda eftir að hafa verið viðstödd útför sýkts ættingja í Kongó. Jafnvel þá, taldi nefnd sérfræðinganna ekki tímabært að lýsa yfir neyðarástandi. Alexandra Phelan, alþjóðlegur heilsufarssérfræðingur hjá lagamiðstöð Georgetown háskóla að yfirlýsingin sem gefin var út í dag hafi verið löngu orðin tímabær. „Þetta er í grunninn ákall til alþjóðasamfélagsins að veita þurfi viðeigandi fjárhagslegan- og tæknilegan stuðning,“ sagði hún en varaði við því að ríki ættu að forðast ferða- eða viðskiptabönn. „Þess konar takmarkanir myndu takmarka sendingar af nauðsynjavörum og heilbrigðisstarfsfólki til landanna sem þurfa á þeim að halda,“ sagði hún. Ef svo væri gert gætu yfirlýsingar neyðarástands í framtíðinni verið séðar sem refsingar og „gæti ollið því að önnur lönd muni ekki tilkynna faraldra í framtíðinni, sem er enn meiri ógn.“Viðbrögðin ekki nógu hröð Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir hæg viðbrögð við faraldrinum í Vestur-Afríku, sem hún neitaði endurtekið að lýsa yfir sem neyðarástandi þar til útbreiðsla vírussins var orðin mjög hröð og í þremur löndum en á þeim tímapunkti voru nærri þúsund manns búnir að láta lífið. Gögn frá stofnuninni hafa síðan opinberað að hún hafi hægt á yfirlýsingunni vegna hræðslu um að yfirlýsingin myndi reita ríkin til reiði og koma höggi á hagkerfi þeirra.Lítil stúlka er bólusett gegn ebólu í Beni í Kongó.AP/Jerome DelayFaraldurinn sem gengur núna er á landamærasvæði Kongó hvar tugir uppreisnarhópa eru virkir og ekki hefur ebólufaraldur gengið þar áður. Ekki hefur tekist að koma í veg fyrir útbreiðslu vírussins vegna skorts á trausti heimamanna og hefur það hvatt til árása á heilbrigðisstarfsfólk sem hafa endað í dauðsföllum. Dæmi eru um að sýktir einstaklingar hafi viljandi forðast heilbrigðisyfirvöld. Presturinn sem flutti ebólu til Goma borgar notaði falskt nafn til að koma í veg fyrir að hann þekktist á leið sinni inn í borgina, segja yfirvöld í Kongó. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sagði á þriðjudag að maðurinn væri látinn og að heilbrigðisstarfsfólk reyndi eins og það gæti að komast að því hverjir hafi komist í návígi við hann og mögulega verið smitaðir, þar á meðal fólkið sem var í sömu rútunni á leiðinni inn í borgina. Kongóska heilbrigðisráðuneytið brást ekki við yfirlýsingunni strax en það hafði reynt að koma í veg fyrir yfirlýsinguna. „Það að lýsa yfir alþjóðlegu neyðarástandi til að auka fjárstyrki en á sama tíma hundsa neikvæðar afleiðingar þess fyrir Kongó er gálaust,“ tísti ráðuneytið sem svar við tísti alþjóðaþróunarráðherra Bretlands sem hafði lýst yfir stuðningi við yfirlýsinguna. Rory Stewart, alþjóðaþróunarráðherra, tilkynnti fyrr í vikunni að Bretland myndi gefa hátt í 8 milljarða íslenskra króna til að bregðast við ebólu faraldrinum og hvatti önnur ríki, sérstaklega frönskumælandi ríki, til að auka fjárstyrki. Á fundi Sameinuðu þjóðanna um ebólu í Genf á þriðjudag, sagði Dr. Oly Ilunga, heilbrigðisráðherra Kongó, að faraldurinn væri „ekki mannúðarhættuástand“ og að hættan á að ebóla smitaðist til annarra borga eða svæða í Kongó væri sú sama og áður. „Ebóla er ekki geimvísindi, hún er mjög einföld,“ sagði hann. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lengi lýst ebóluhættunni á svæðinu sem „mjög hárri“. Fyrr í vikunni sögðu heilbrigðisyfirvöld í Úganda að kongóskur fisksali hafi ferðast til Úganda á meðan hún var sýkt og kastað upp nokkrum sinnum á markaði í bænum. Konan hafi svo farið aftur til Kongó í síðustu viku og dáið eftir að hafa verið greind með ebólu. Heilbrigðisstarfsfólk segir að faraldurinn sé greinilega að versna þrátt fyrir að það hafi verið betur sett en fyrir síðasta faraldur, meðal annars vegna notkunar á ebólu bóluefni sem hefur reynst vel þrátt fyrir að vera aðeins á tilraunastigi. Maurice Kakule var einn af fyrstu sjúklingunum sem lifði af núverandi faraldur eftir að hann varð veikur á meðan hann var að hjúkra konu í júlí í fyrra, áður en faraldrinum hafði einu sinni verið lýst yfir. „Það sem er alveg ljóst er að ebóla er neyðarástand vegna þess að sjúkdómurinn er alltaf til staðar, þrátt fyrir að reynt sé að fræða fólk,“ sagði hann á fundinum í Genf. „Við höfum veitt fullnægjandi fræðslu um sjúkdóminn en það er enn til fólk sem vill ekki trúa því að hann sé til.“ Austur-Kongó Ebóla Fréttaskýringar Rúanda Sameinuðu þjóðirnar Úganda Tengdar fréttir Erfiðustu mögulegu aðstæður Ebólufaraldurinn í Austur-Kongó er sá næstversti í sögunni. Upplýsingafulltrúi WHO segir í samtali við Fréttablaðið að takmörkuð trú á heilbrigðisstarfsfólki og átök á svæðinu torveldi vinnu. 751 hefur látist og 1.186 sýkst. 13. apríl 2019 10:15 Ebólusmit í fjölmennri landamæraborg Yfirvöld í Lýðveldinu Kongó hafa nú staðfest að ebólusmit hafi greinst í borginni Goma í austurhluta landsins í fyrsta sinn, en þar býr rúm ein milljón manna. 15. júlí 2019 07:45 Þúsund látin en hjálparstarf í hættu Eitt þúsund hafa nú látið lífið í ebólufaraldrinum í Austur-Kongó, þeim næstversta í sögunni. Þrátt fyrir alvöru málsins segir framkvæmdastjóri WHO að fjármagn fyrir lífsnauðsynlega hjálparstarfsemi berist ekki. 4. maí 2019 08:15 Bóluefni við ebólu veitir mikla vernd Bóluefni við ebólu sem notað hefur verið í tilraunaskyni til að bæla niður faraldur sem nú geisar í Kongó hefur borið afar jákvæðan árangur. 17. apríl 2019 07:00 Rauði krossinn á Íslandi veitir 25 milljónir í neyðaraðstoð vegna ebólufaraldurs Rauði krossinn á Íslandi hefur ákveðið að styðja við neyðaraðstoð vegna ebólufaraldurs sem geisar nú í Austur-Afríku, með 25 milljóna króna framlagi. 18. júní 2019 11:00 Stutt í að þúsund hafi dáið vegna ebólu í Austur-Kongó Faraldurinn hefur herjað á íbúa landsins í um níu mánuði en hjálparstarf og bólusetningar hafa ekki gengið nægilega vel. 3. maí 2019 14:06 Endurkoma ebólu í Austur-Kongó sögð ógnvekjandi Útbreiðsla veirunnar heldur áfram að aukst þrátt fyrir að meira en átta mánuðir séu liðnir frá því að fyrsta smitið greindist. Það hefur aðeins gerst einu sinni áður, í faraldrinum sem dró á tólfta þúsund manns til bana í Vestur-Afríku frá 2013 til 2016. 12. júní 2019 20:27 Óttast að ebóla berist yfir til Úganda Óttast er að ebólufaraldurinn í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó berist yfir til nágrannaríkisins Úganda. Rúmlega 60 þúsund manns frá Norður Kivu héraði hafa hrakist burt af heimilum sínum frá því vopnuð átök hófust á svæðinu í lok marsmánaðar. 3. maí 2019 12:45 Háttsettur starfsmaður WHO myrtur í Kongó Þungvopnaðir vígamenn réðust á sjúkrahús í Kongó í dag, þar sem verið er að sinna einstaklingum sem smitast hafa af ebólu, og myrtu þar háttsettan starfsmann Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). 19. apríl 2019 22:02 Ekki ástæða til að lýsa yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna ebólu Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur ákveðið að lýsa ekki yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna ebólufaraldursins í Austur-Kongó. 15. júní 2019 14:42 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Ebólu faraldrinum, sem brotist hefur út í Austur-Kongó, var í dag lýst yfir sem neyðarástandi á heimsvísu af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni eftir að vírusinn smitaðist til borgar þar sem tvær milljónir manna búa. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. Nefnd sérfræðinga á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar hafði þrisvar áður sagt stofnuninni að ekki væri þörf á að lýsa yfir hættuástandi vegna þessarar útbreiðslu en aðrir sérfræðingar segja að löngu sé orðið tímabært að lýsa yfir neyðarástandinu. Meira en 1.600 manns hafa látið lífið síðan í ágúst og er þetta annar banvænasti ebólu faraldur sögunnar. Ástandinu á svæðinu hefur verið líkt við stríðsástand. Fyrsta ebólusmit þessarar viku var staðfest í Goma borg, sem er á landamærum Kongó og Rúanda, en þangað ferðast margir og er þar alþjóðlegur flugvöllur. Sérfræðingar hafa hræðst þessar aðstæður í marga mánuði. Yfirlýsing neyðarástands á heimsvísu verður oft til þess að meiri alþjóðleg athygli og hjálp berist en einnig vekur það áhyggjur á að ríkisstjórnir gætu brugðist of harkalega við og lokað landamærum. Þótt að mikil hætt sé á að sjúkdómurinn breiðist meira út á svæðinu er ekki talið líklegt að hún muni smitast út fyrir það, sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar eftir tilkynningu neyðarástandsins í Genf. „Það á ekki að nota neyðarástandið til að útskúfa eða refsa fólkinu sem þarf mest á hjálp okkar að halda,“ sagði hann. Þetta er fimmta skiptið í sögunni sem neyðarástandi hefur verið lýst yfir. Fyrri neyðarástöndum var lýst yfir þegar ebóla faraldurinn var í Vestur-Afríku árin 2014-2016 og varð meira en 11 þúsund manns að bana, þegar neyðarástandið vegna Zika varð í Ameríku, svínaflensu heimsfaraldurinn og þegar polio var útrýmt.Yfirlýsing neyðarástands gæti verið talin refsing Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin skilgreinir alþjóðlegt neyðarástand sem „óvanalegan atburð“ (e. Extraordinary event) sem sé ógn við önnur lönd og þurfi samhæft alþjóðlegt svar til. Í síðasta mánuði breiddist þessi faraldur út fyrir landamæri Kongó í fyrsta sinn þegar fjölskylda flutti vírusinn yfir til Úganda eftir að hafa verið viðstödd útför sýkts ættingja í Kongó. Jafnvel þá, taldi nefnd sérfræðinganna ekki tímabært að lýsa yfir neyðarástandi. Alexandra Phelan, alþjóðlegur heilsufarssérfræðingur hjá lagamiðstöð Georgetown háskóla að yfirlýsingin sem gefin var út í dag hafi verið löngu orðin tímabær. „Þetta er í grunninn ákall til alþjóðasamfélagsins að veita þurfi viðeigandi fjárhagslegan- og tæknilegan stuðning,“ sagði hún en varaði við því að ríki ættu að forðast ferða- eða viðskiptabönn. „Þess konar takmarkanir myndu takmarka sendingar af nauðsynjavörum og heilbrigðisstarfsfólki til landanna sem þurfa á þeim að halda,“ sagði hún. Ef svo væri gert gætu yfirlýsingar neyðarástands í framtíðinni verið séðar sem refsingar og „gæti ollið því að önnur lönd muni ekki tilkynna faraldra í framtíðinni, sem er enn meiri ógn.“Viðbrögðin ekki nógu hröð Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir hæg viðbrögð við faraldrinum í Vestur-Afríku, sem hún neitaði endurtekið að lýsa yfir sem neyðarástandi þar til útbreiðsla vírussins var orðin mjög hröð og í þremur löndum en á þeim tímapunkti voru nærri þúsund manns búnir að láta lífið. Gögn frá stofnuninni hafa síðan opinberað að hún hafi hægt á yfirlýsingunni vegna hræðslu um að yfirlýsingin myndi reita ríkin til reiði og koma höggi á hagkerfi þeirra.Lítil stúlka er bólusett gegn ebólu í Beni í Kongó.AP/Jerome DelayFaraldurinn sem gengur núna er á landamærasvæði Kongó hvar tugir uppreisnarhópa eru virkir og ekki hefur ebólufaraldur gengið þar áður. Ekki hefur tekist að koma í veg fyrir útbreiðslu vírussins vegna skorts á trausti heimamanna og hefur það hvatt til árása á heilbrigðisstarfsfólk sem hafa endað í dauðsföllum. Dæmi eru um að sýktir einstaklingar hafi viljandi forðast heilbrigðisyfirvöld. Presturinn sem flutti ebólu til Goma borgar notaði falskt nafn til að koma í veg fyrir að hann þekktist á leið sinni inn í borgina, segja yfirvöld í Kongó. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sagði á þriðjudag að maðurinn væri látinn og að heilbrigðisstarfsfólk reyndi eins og það gæti að komast að því hverjir hafi komist í návígi við hann og mögulega verið smitaðir, þar á meðal fólkið sem var í sömu rútunni á leiðinni inn í borgina. Kongóska heilbrigðisráðuneytið brást ekki við yfirlýsingunni strax en það hafði reynt að koma í veg fyrir yfirlýsinguna. „Það að lýsa yfir alþjóðlegu neyðarástandi til að auka fjárstyrki en á sama tíma hundsa neikvæðar afleiðingar þess fyrir Kongó er gálaust,“ tísti ráðuneytið sem svar við tísti alþjóðaþróunarráðherra Bretlands sem hafði lýst yfir stuðningi við yfirlýsinguna. Rory Stewart, alþjóðaþróunarráðherra, tilkynnti fyrr í vikunni að Bretland myndi gefa hátt í 8 milljarða íslenskra króna til að bregðast við ebólu faraldrinum og hvatti önnur ríki, sérstaklega frönskumælandi ríki, til að auka fjárstyrki. Á fundi Sameinuðu þjóðanna um ebólu í Genf á þriðjudag, sagði Dr. Oly Ilunga, heilbrigðisráðherra Kongó, að faraldurinn væri „ekki mannúðarhættuástand“ og að hættan á að ebóla smitaðist til annarra borga eða svæða í Kongó væri sú sama og áður. „Ebóla er ekki geimvísindi, hún er mjög einföld,“ sagði hann. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lengi lýst ebóluhættunni á svæðinu sem „mjög hárri“. Fyrr í vikunni sögðu heilbrigðisyfirvöld í Úganda að kongóskur fisksali hafi ferðast til Úganda á meðan hún var sýkt og kastað upp nokkrum sinnum á markaði í bænum. Konan hafi svo farið aftur til Kongó í síðustu viku og dáið eftir að hafa verið greind með ebólu. Heilbrigðisstarfsfólk segir að faraldurinn sé greinilega að versna þrátt fyrir að það hafi verið betur sett en fyrir síðasta faraldur, meðal annars vegna notkunar á ebólu bóluefni sem hefur reynst vel þrátt fyrir að vera aðeins á tilraunastigi. Maurice Kakule var einn af fyrstu sjúklingunum sem lifði af núverandi faraldur eftir að hann varð veikur á meðan hann var að hjúkra konu í júlí í fyrra, áður en faraldrinum hafði einu sinni verið lýst yfir. „Það sem er alveg ljóst er að ebóla er neyðarástand vegna þess að sjúkdómurinn er alltaf til staðar, þrátt fyrir að reynt sé að fræða fólk,“ sagði hann á fundinum í Genf. „Við höfum veitt fullnægjandi fræðslu um sjúkdóminn en það er enn til fólk sem vill ekki trúa því að hann sé til.“
Austur-Kongó Ebóla Fréttaskýringar Rúanda Sameinuðu þjóðirnar Úganda Tengdar fréttir Erfiðustu mögulegu aðstæður Ebólufaraldurinn í Austur-Kongó er sá næstversti í sögunni. Upplýsingafulltrúi WHO segir í samtali við Fréttablaðið að takmörkuð trú á heilbrigðisstarfsfólki og átök á svæðinu torveldi vinnu. 751 hefur látist og 1.186 sýkst. 13. apríl 2019 10:15 Ebólusmit í fjölmennri landamæraborg Yfirvöld í Lýðveldinu Kongó hafa nú staðfest að ebólusmit hafi greinst í borginni Goma í austurhluta landsins í fyrsta sinn, en þar býr rúm ein milljón manna. 15. júlí 2019 07:45 Þúsund látin en hjálparstarf í hættu Eitt þúsund hafa nú látið lífið í ebólufaraldrinum í Austur-Kongó, þeim næstversta í sögunni. Þrátt fyrir alvöru málsins segir framkvæmdastjóri WHO að fjármagn fyrir lífsnauðsynlega hjálparstarfsemi berist ekki. 4. maí 2019 08:15 Bóluefni við ebólu veitir mikla vernd Bóluefni við ebólu sem notað hefur verið í tilraunaskyni til að bæla niður faraldur sem nú geisar í Kongó hefur borið afar jákvæðan árangur. 17. apríl 2019 07:00 Rauði krossinn á Íslandi veitir 25 milljónir í neyðaraðstoð vegna ebólufaraldurs Rauði krossinn á Íslandi hefur ákveðið að styðja við neyðaraðstoð vegna ebólufaraldurs sem geisar nú í Austur-Afríku, með 25 milljóna króna framlagi. 18. júní 2019 11:00 Stutt í að þúsund hafi dáið vegna ebólu í Austur-Kongó Faraldurinn hefur herjað á íbúa landsins í um níu mánuði en hjálparstarf og bólusetningar hafa ekki gengið nægilega vel. 3. maí 2019 14:06 Endurkoma ebólu í Austur-Kongó sögð ógnvekjandi Útbreiðsla veirunnar heldur áfram að aukst þrátt fyrir að meira en átta mánuðir séu liðnir frá því að fyrsta smitið greindist. Það hefur aðeins gerst einu sinni áður, í faraldrinum sem dró á tólfta þúsund manns til bana í Vestur-Afríku frá 2013 til 2016. 12. júní 2019 20:27 Óttast að ebóla berist yfir til Úganda Óttast er að ebólufaraldurinn í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó berist yfir til nágrannaríkisins Úganda. Rúmlega 60 þúsund manns frá Norður Kivu héraði hafa hrakist burt af heimilum sínum frá því vopnuð átök hófust á svæðinu í lok marsmánaðar. 3. maí 2019 12:45 Háttsettur starfsmaður WHO myrtur í Kongó Þungvopnaðir vígamenn réðust á sjúkrahús í Kongó í dag, þar sem verið er að sinna einstaklingum sem smitast hafa af ebólu, og myrtu þar háttsettan starfsmann Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). 19. apríl 2019 22:02 Ekki ástæða til að lýsa yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna ebólu Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur ákveðið að lýsa ekki yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna ebólufaraldursins í Austur-Kongó. 15. júní 2019 14:42 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Erfiðustu mögulegu aðstæður Ebólufaraldurinn í Austur-Kongó er sá næstversti í sögunni. Upplýsingafulltrúi WHO segir í samtali við Fréttablaðið að takmörkuð trú á heilbrigðisstarfsfólki og átök á svæðinu torveldi vinnu. 751 hefur látist og 1.186 sýkst. 13. apríl 2019 10:15
Ebólusmit í fjölmennri landamæraborg Yfirvöld í Lýðveldinu Kongó hafa nú staðfest að ebólusmit hafi greinst í borginni Goma í austurhluta landsins í fyrsta sinn, en þar býr rúm ein milljón manna. 15. júlí 2019 07:45
Þúsund látin en hjálparstarf í hættu Eitt þúsund hafa nú látið lífið í ebólufaraldrinum í Austur-Kongó, þeim næstversta í sögunni. Þrátt fyrir alvöru málsins segir framkvæmdastjóri WHO að fjármagn fyrir lífsnauðsynlega hjálparstarfsemi berist ekki. 4. maí 2019 08:15
Bóluefni við ebólu veitir mikla vernd Bóluefni við ebólu sem notað hefur verið í tilraunaskyni til að bæla niður faraldur sem nú geisar í Kongó hefur borið afar jákvæðan árangur. 17. apríl 2019 07:00
Rauði krossinn á Íslandi veitir 25 milljónir í neyðaraðstoð vegna ebólufaraldurs Rauði krossinn á Íslandi hefur ákveðið að styðja við neyðaraðstoð vegna ebólufaraldurs sem geisar nú í Austur-Afríku, með 25 milljóna króna framlagi. 18. júní 2019 11:00
Stutt í að þúsund hafi dáið vegna ebólu í Austur-Kongó Faraldurinn hefur herjað á íbúa landsins í um níu mánuði en hjálparstarf og bólusetningar hafa ekki gengið nægilega vel. 3. maí 2019 14:06
Endurkoma ebólu í Austur-Kongó sögð ógnvekjandi Útbreiðsla veirunnar heldur áfram að aukst þrátt fyrir að meira en átta mánuðir séu liðnir frá því að fyrsta smitið greindist. Það hefur aðeins gerst einu sinni áður, í faraldrinum sem dró á tólfta þúsund manns til bana í Vestur-Afríku frá 2013 til 2016. 12. júní 2019 20:27
Óttast að ebóla berist yfir til Úganda Óttast er að ebólufaraldurinn í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó berist yfir til nágrannaríkisins Úganda. Rúmlega 60 þúsund manns frá Norður Kivu héraði hafa hrakist burt af heimilum sínum frá því vopnuð átök hófust á svæðinu í lok marsmánaðar. 3. maí 2019 12:45
Háttsettur starfsmaður WHO myrtur í Kongó Þungvopnaðir vígamenn réðust á sjúkrahús í Kongó í dag, þar sem verið er að sinna einstaklingum sem smitast hafa af ebólu, og myrtu þar háttsettan starfsmann Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). 19. apríl 2019 22:02
Ekki ástæða til að lýsa yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna ebólu Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur ákveðið að lýsa ekki yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna ebólufaraldursins í Austur-Kongó. 15. júní 2019 14:42