Engin úrræði eru fyrir andlega veika fanga eftir afplánun Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. júlí 2019 21:00 Páll Winkel hefur lengi lýst áhyggjum af lakri heilbrigðisþjónustu í íslenskum fangelsum. Fréttablaðið/Anton Brink Fangelsismálastofnun hefur áhyggjur, samkvæmt heimildum fréttastofu, af andlega veikum föngum, sem geta verið hættulegir sjálfum sér og öðrum og eru að ljúka afplánun á næstunni, þar sem engin úrræði standa þeim til boða. Fangelsismálastjóri segir brýnt að bregðast strax við niðurstöðum Pyntinganefndar um að koma geðheilbrigðismálum í réttan farveg. Pyntinganefnd Evrópuráðsins heimsótti fangelsi landsins í fimmta sinn á dögunum og gerði enn og aftur alvarlegar athugasemdir við skort á aðgengi andlega veikra fanga að geðlæknum. Þeir fái ekki þá meðferð sem þeir þarfnast, til að mynda vistun á geðsjúkrahúsi. „Það er hreint óþolandi að vera búin að horfa upp á þetta í öll þessi ár. Þar sem mjög veikt fólk er innan veggja fangelsanna,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri.Sjá einnig: Alþjóðleg eftirlitsnefnd lýsir áhyggjum sínum af heilbrigðismálum í fangelsum landsinsHann hafi lengi bent á að ótækt sé að andlega veikir fangar fái ekki viðeigandi aðstoð. Þá séu engin úrræði til staðar fyrir þá þegar þeir ljúki afplánun. „Þetta hefur haft margvíslegar afleiðingar. Þetta er vond vist fyrir þá skjólstæðinga sem eru svona veikir, þetta er vont fyrir þá sem vistast meðþeim og erfitt fyrir starfsfólk mitt sem ekki er heilbrigðismenntað.“Litla-Hraun.VÍSIR/VILHELMAuk þess fái sumir ekki að fara á reynslulausn þar sem Fangelsismálastofnun hafi ekki treyst sér til að hleypa þeim út í samfélagið vegna andlegra veikinda. Búið er að óska eftir tilnefningu í hóp um útbætur í fangelsismálum og stendur til að skipa í hópinn á næstunni samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu. „Ég hef mestar áhyggjur af þeim einstaklingum sem eru mjög andlega veikir og við veitum ekki reynslulausn en munu hins vegar klára afplánunina á einhverjum tímapunkti. Ef ekkert er í boði fyrir þáþegar þeir koma út þá hef ég áhyggjur af því,“ segir Páll.Fangar aðljúka afplánun sem eru hættulegir sér ogöðrum Samkvæmt heimildum fréttastofu eru nú áhyggjur uppi innan Fangelsismálastofnunar þar sem andlega veikir fangar, sem geta verið hættulegir sjálfum sér og öðrum, ljúka afplánun á næstunni og liggur því mjög á að úrbætur verði gerðar sem fyrst. Páll segist ekki geta tjáð sig um einstaka mál. Þá gerði Pyntinganefndin athugasemdir við meðferðarmál en meira en helmingur fanga glímir við fíknivanda. Eina meðferðin sem er í boði er meðferðargangur á Litla-Hrauni en þar er ekki pláss fyrir alla sem þurfa. „Við verðum að horfast í augu viðþað aðþetta er mikið vandamál,“ segir Páll. Skortur á meðferðarúrræðum hafi leitt til þess að fangar fari aftur út í samfélagið sem virkir fíkniefnaneytendur. Hann vonast eftir úrbótum sem fyrst. „Við verðum að hafa kerfið þannig að ef menn vilja hjálp þá fái þeir hana.“ Páll segir að flest sem dómsmálaráðuneytið og Fangelsismálastofnun hafi einhliða geta bætt hafi nú þegar verið framkvæmt. Nú þurfi önnur stjórnvöld að bregðast við. Fangelsismál Heilbrigðismál Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Fangelsismálastofnun hefur áhyggjur, samkvæmt heimildum fréttastofu, af andlega veikum föngum, sem geta verið hættulegir sjálfum sér og öðrum og eru að ljúka afplánun á næstunni, þar sem engin úrræði standa þeim til boða. Fangelsismálastjóri segir brýnt að bregðast strax við niðurstöðum Pyntinganefndar um að koma geðheilbrigðismálum í réttan farveg. Pyntinganefnd Evrópuráðsins heimsótti fangelsi landsins í fimmta sinn á dögunum og gerði enn og aftur alvarlegar athugasemdir við skort á aðgengi andlega veikra fanga að geðlæknum. Þeir fái ekki þá meðferð sem þeir þarfnast, til að mynda vistun á geðsjúkrahúsi. „Það er hreint óþolandi að vera búin að horfa upp á þetta í öll þessi ár. Þar sem mjög veikt fólk er innan veggja fangelsanna,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri.Sjá einnig: Alþjóðleg eftirlitsnefnd lýsir áhyggjum sínum af heilbrigðismálum í fangelsum landsinsHann hafi lengi bent á að ótækt sé að andlega veikir fangar fái ekki viðeigandi aðstoð. Þá séu engin úrræði til staðar fyrir þá þegar þeir ljúki afplánun. „Þetta hefur haft margvíslegar afleiðingar. Þetta er vond vist fyrir þá skjólstæðinga sem eru svona veikir, þetta er vont fyrir þá sem vistast meðþeim og erfitt fyrir starfsfólk mitt sem ekki er heilbrigðismenntað.“Litla-Hraun.VÍSIR/VILHELMAuk þess fái sumir ekki að fara á reynslulausn þar sem Fangelsismálastofnun hafi ekki treyst sér til að hleypa þeim út í samfélagið vegna andlegra veikinda. Búið er að óska eftir tilnefningu í hóp um útbætur í fangelsismálum og stendur til að skipa í hópinn á næstunni samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu. „Ég hef mestar áhyggjur af þeim einstaklingum sem eru mjög andlega veikir og við veitum ekki reynslulausn en munu hins vegar klára afplánunina á einhverjum tímapunkti. Ef ekkert er í boði fyrir þáþegar þeir koma út þá hef ég áhyggjur af því,“ segir Páll.Fangar aðljúka afplánun sem eru hættulegir sér ogöðrum Samkvæmt heimildum fréttastofu eru nú áhyggjur uppi innan Fangelsismálastofnunar þar sem andlega veikir fangar, sem geta verið hættulegir sjálfum sér og öðrum, ljúka afplánun á næstunni og liggur því mjög á að úrbætur verði gerðar sem fyrst. Páll segist ekki geta tjáð sig um einstaka mál. Þá gerði Pyntinganefndin athugasemdir við meðferðarmál en meira en helmingur fanga glímir við fíknivanda. Eina meðferðin sem er í boði er meðferðargangur á Litla-Hrauni en þar er ekki pláss fyrir alla sem þurfa. „Við verðum að horfast í augu viðþað aðþetta er mikið vandamál,“ segir Páll. Skortur á meðferðarúrræðum hafi leitt til þess að fangar fari aftur út í samfélagið sem virkir fíkniefnaneytendur. Hann vonast eftir úrbótum sem fyrst. „Við verðum að hafa kerfið þannig að ef menn vilja hjálp þá fái þeir hana.“ Páll segir að flest sem dómsmálaráðuneytið og Fangelsismálastofnun hafi einhliða geta bætt hafi nú þegar verið framkvæmt. Nú þurfi önnur stjórnvöld að bregðast við.
Fangelsismál Heilbrigðismál Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira