Vélræn þekkingarsköpun Brynjólfur Borgar Jónsson skrifar 17. júlí 2019 07:00 Tæknin sem gerir tölvum kleift að læra án þess að hönd forritarans komi nærri er kölluð vélrænt nám eða vélnám (e. machine learning). Hugmyndin hefur verið með okkur í meira en hálfa öld en er nú fyrst að koma fram sem hagnýt tækni. Afurð vélræns náms má kalla vélræna þekkingu sem fræðimenn, frumkvöðlar og fyrirtæki keppast nú við að skilja, beisla og hagnýta. Orðið gervigreind virðist nú vera að festa sig í sessi sem almennt heiti á þessari tækni. Pælum aðeins í hugtakinu vélræn þekking. Okkur mönnum er tamt að reyna að átta okkur á hlutunum með því að skoða heiminn, viða að okkur upplýsingum og leggja mat á þær. Svo komumst við að niðurstöðu, tökum jafnvel ákvörðun. Eftir að tölvur komu fram gátum við matað þær með uppsafnaðri þekkingu okkar í formi reglna. Forritarar sögðu tölvunum að ef A þá B, ef C þá D o.s.frv. Sumt áttum við alltaf erfitt með að kenna tölvum því við vorum ekki búin að átta okkur nógu vel á reglunum og gátum því ekki matað tölvurnar með þeim. Tölvurnar voru til dæmis góðar í að reikna því þar eru reglurnar skýrar en þær höfðu ekki roð við okkur mönnum þegar kom að snúnari verkefnum eins og að „skilja“ talað mál eða „þekkja“ andlit á mynd. Þar voru reglurnar ekki nægilega vel þekktar. Nú geta tölvur sem sagt lært slíkar reglur á grundvelli þeirra gagna sem þær eru mataðar með. Kosturinn við þá aðferð er að tölva getur lært mun fleiri og fjölbreyttari reglur en forritari getur komist yfir eða hugkvæmst að forrita. Það þýðir að vélnám er margfalt öflugri aðferð til að kenna tölvum en eldri aðferðin. Nýja aðferðin fer á hraða tölvunnar og er ekki takmörkuð við reglur sem við menn höfum fundið upp. Þess vegna og einnig vegna stóraukinnar gagnasöfnunar og almennrar tækniþróunar ?geta tölvur sem hagnýta vélnám gert miklu meira en áður, jafnvel svo mikið að okkur er farið að þykja nóg um. Vélræn þekking hleðst upp í gagnaverum heimsins og tölvur eru farnar að taka yfir verkefni sem við menn gátum einir leyst og kröfðust jafnvel sérfræðiþekkingar. Því má segja að vélnám hafi nú gert hlutverk mannsins í framleiðslukeðju þekkingar aðeins veigaminna. Og rétt eins og vöðvaaflið keppir ekki við vélarafl þá er erfitt fyrir mannshugann að keppa við þessa námsaðferð við kjöraðstæður hennar – skýr markmið og nóg af gögnum. Það mætti fara að tala um hefðbundna þekkingarsköpun? ?og vélræna þekkingarsköpun. Mjög ólíkar aðferðir en afurðin getur verið mjög svipuð, þ.e. ákvörðun sem virðist krefjast einhvers konar þekkingar, jafnvel vitsmuna. Fyrirtæki í fremstu röð munu smám saman verða drifin áfram af ótal ákvörðunum sem byggja á vélrænni þekkingu. Þessi nýja kynslóð fyrirtækja hefur þegar rutt sér til rúms í hverjum bransanum á fætur öðrum og valtað yfir fyrirtæki sem eru með annan eða jafnvel báða fætur á 20. öldinni. Þau beita nýrri tækni, hagnýta meðal annars vélræna þekkingu, og viðskiptamódel þeirra og skipulag virðist henta samtímanum afar vel. Þau eru fulltrúar þess sem koma skal. Fleiri munu fylgja í kjölfarið.Höfundur er stofnandi Data Lab Ísland Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Tæknin sem gerir tölvum kleift að læra án þess að hönd forritarans komi nærri er kölluð vélrænt nám eða vélnám (e. machine learning). Hugmyndin hefur verið með okkur í meira en hálfa öld en er nú fyrst að koma fram sem hagnýt tækni. Afurð vélræns náms má kalla vélræna þekkingu sem fræðimenn, frumkvöðlar og fyrirtæki keppast nú við að skilja, beisla og hagnýta. Orðið gervigreind virðist nú vera að festa sig í sessi sem almennt heiti á þessari tækni. Pælum aðeins í hugtakinu vélræn þekking. Okkur mönnum er tamt að reyna að átta okkur á hlutunum með því að skoða heiminn, viða að okkur upplýsingum og leggja mat á þær. Svo komumst við að niðurstöðu, tökum jafnvel ákvörðun. Eftir að tölvur komu fram gátum við matað þær með uppsafnaðri þekkingu okkar í formi reglna. Forritarar sögðu tölvunum að ef A þá B, ef C þá D o.s.frv. Sumt áttum við alltaf erfitt með að kenna tölvum því við vorum ekki búin að átta okkur nógu vel á reglunum og gátum því ekki matað tölvurnar með þeim. Tölvurnar voru til dæmis góðar í að reikna því þar eru reglurnar skýrar en þær höfðu ekki roð við okkur mönnum þegar kom að snúnari verkefnum eins og að „skilja“ talað mál eða „þekkja“ andlit á mynd. Þar voru reglurnar ekki nægilega vel þekktar. Nú geta tölvur sem sagt lært slíkar reglur á grundvelli þeirra gagna sem þær eru mataðar með. Kosturinn við þá aðferð er að tölva getur lært mun fleiri og fjölbreyttari reglur en forritari getur komist yfir eða hugkvæmst að forrita. Það þýðir að vélnám er margfalt öflugri aðferð til að kenna tölvum en eldri aðferðin. Nýja aðferðin fer á hraða tölvunnar og er ekki takmörkuð við reglur sem við menn höfum fundið upp. Þess vegna og einnig vegna stóraukinnar gagnasöfnunar og almennrar tækniþróunar ?geta tölvur sem hagnýta vélnám gert miklu meira en áður, jafnvel svo mikið að okkur er farið að þykja nóg um. Vélræn þekking hleðst upp í gagnaverum heimsins og tölvur eru farnar að taka yfir verkefni sem við menn gátum einir leyst og kröfðust jafnvel sérfræðiþekkingar. Því má segja að vélnám hafi nú gert hlutverk mannsins í framleiðslukeðju þekkingar aðeins veigaminna. Og rétt eins og vöðvaaflið keppir ekki við vélarafl þá er erfitt fyrir mannshugann að keppa við þessa námsaðferð við kjöraðstæður hennar – skýr markmið og nóg af gögnum. Það mætti fara að tala um hefðbundna þekkingarsköpun? ?og vélræna þekkingarsköpun. Mjög ólíkar aðferðir en afurðin getur verið mjög svipuð, þ.e. ákvörðun sem virðist krefjast einhvers konar þekkingar, jafnvel vitsmuna. Fyrirtæki í fremstu röð munu smám saman verða drifin áfram af ótal ákvörðunum sem byggja á vélrænni þekkingu. Þessi nýja kynslóð fyrirtækja hefur þegar rutt sér til rúms í hverjum bransanum á fætur öðrum og valtað yfir fyrirtæki sem eru með annan eða jafnvel báða fætur á 20. öldinni. Þau beita nýrri tækni, hagnýta meðal annars vélræna þekkingu, og viðskiptamódel þeirra og skipulag virðist henta samtímanum afar vel. Þau eru fulltrúar þess sem koma skal. Fleiri munu fylgja í kjölfarið.Höfundur er stofnandi Data Lab Ísland
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar