Fulltrúadeildin fordæmir ummæli Trump Sylvía Hall skrifar 16. júlí 2019 23:15 Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og leiðtogi demókrata í þinginu, sagði ummæli Trump sýna að hann vildi gera „Bandaríkin hvít aftur“. Vísir/Getty Fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði um að fordæma ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta í garð þingkvenna Demókrataflokksins. Ummælin lét hann falla í færslu á Twitter-síðu sinni þar sem hann sagði ónafngreindum frjálslyndum þingkonum Demókrataflokksins að fara aftur til síns heima og laga þá „algerlega brotnu og glæpalögðu“ staði. Augljóst var að hann átti við fjórar nýjar þingkonur demókrata, þær Alexandriu Ocasio-Cortez, Rashidu Tlaib, Ilhan Omar og Ayönnu Pressley. Þrjár þeirra eru fæddar í Bandaríkjunum ein Omar fluttist þangað sem barn frá Sómalíu. Allar eru þær dökkar á hörund.Sjá einnig: Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Þingkonurnar tjáðu sig um ummælin á blaðamannafundi í gær þar sem þær sögðu ummælin vera truflun og tilraun til þess að leiða umræðuna í aðra átt en að þeim málum sem raunverulega skipta máli. Ilhan Omar, ein þingkvennanna, sagði þau bera vott um hvíta þjóðernishyggju. Demókratar eru í meirihluta í fulltrúadeildinni en fjórir Repúblikanar greiddu einnig atkvæði með því að fordæma ummælin. Atkvæðagreiðslan fór svo að 240 greiddu atkvæði með því að fordæma ummælin en 187 voru mótfallnir því. Trump hafði áður biðlað til þingmanna Repúblikanaflokksins og beðið þá um að greiða atkvæði gegn tillögunni, sem er að mestu leyti táknræn yfirlýsing. Hann hefur áður sagt að hann ætli ekki að biðjast afsökunar á ummælunum þar sem margir væru sammála sér og sagði þau jafnframt ekki vera rasísk. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Segja ummæli Trump bera vott um hvíta þjóðernishyggju Þingkonurnar fjórar sem talið er að Donald Trump hafi beint ummælum sínum að tjáðu sig á blaðamannafundi í kvöld. 15. júlí 2019 23:45 Trump biðst ekki afsökunar og segir marga vera sammála sér Ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta um fjórar þingkonur Demókrataflokksins hafa vakið mikla reiði. 15. júlí 2019 18:38 Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15 May og fleiri Evrópuleiðtogar fordæma rasísk ummæli Bandaríkjaforseta Bandaríkjaforseti tísti um að bandarískar þingkonur ættu að fara frá Bandaríkjunum til meintra heimalanda sinna. 15. júlí 2019 14:31 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði um að fordæma ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta í garð þingkvenna Demókrataflokksins. Ummælin lét hann falla í færslu á Twitter-síðu sinni þar sem hann sagði ónafngreindum frjálslyndum þingkonum Demókrataflokksins að fara aftur til síns heima og laga þá „algerlega brotnu og glæpalögðu“ staði. Augljóst var að hann átti við fjórar nýjar þingkonur demókrata, þær Alexandriu Ocasio-Cortez, Rashidu Tlaib, Ilhan Omar og Ayönnu Pressley. Þrjár þeirra eru fæddar í Bandaríkjunum ein Omar fluttist þangað sem barn frá Sómalíu. Allar eru þær dökkar á hörund.Sjá einnig: Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Þingkonurnar tjáðu sig um ummælin á blaðamannafundi í gær þar sem þær sögðu ummælin vera truflun og tilraun til þess að leiða umræðuna í aðra átt en að þeim málum sem raunverulega skipta máli. Ilhan Omar, ein þingkvennanna, sagði þau bera vott um hvíta þjóðernishyggju. Demókratar eru í meirihluta í fulltrúadeildinni en fjórir Repúblikanar greiddu einnig atkvæði með því að fordæma ummælin. Atkvæðagreiðslan fór svo að 240 greiddu atkvæði með því að fordæma ummælin en 187 voru mótfallnir því. Trump hafði áður biðlað til þingmanna Repúblikanaflokksins og beðið þá um að greiða atkvæði gegn tillögunni, sem er að mestu leyti táknræn yfirlýsing. Hann hefur áður sagt að hann ætli ekki að biðjast afsökunar á ummælunum þar sem margir væru sammála sér og sagði þau jafnframt ekki vera rasísk.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Segja ummæli Trump bera vott um hvíta þjóðernishyggju Þingkonurnar fjórar sem talið er að Donald Trump hafi beint ummælum sínum að tjáðu sig á blaðamannafundi í kvöld. 15. júlí 2019 23:45 Trump biðst ekki afsökunar og segir marga vera sammála sér Ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta um fjórar þingkonur Demókrataflokksins hafa vakið mikla reiði. 15. júlí 2019 18:38 Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15 May og fleiri Evrópuleiðtogar fordæma rasísk ummæli Bandaríkjaforseta Bandaríkjaforseti tísti um að bandarískar þingkonur ættu að fara frá Bandaríkjunum til meintra heimalanda sinna. 15. júlí 2019 14:31 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Segja ummæli Trump bera vott um hvíta þjóðernishyggju Þingkonurnar fjórar sem talið er að Donald Trump hafi beint ummælum sínum að tjáðu sig á blaðamannafundi í kvöld. 15. júlí 2019 23:45
Trump biðst ekki afsökunar og segir marga vera sammála sér Ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta um fjórar þingkonur Demókrataflokksins hafa vakið mikla reiði. 15. júlí 2019 18:38
Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15
May og fleiri Evrópuleiðtogar fordæma rasísk ummæli Bandaríkjaforseta Bandaríkjaforseti tísti um að bandarískar þingkonur ættu að fara frá Bandaríkjunum til meintra heimalanda sinna. 15. júlí 2019 14:31