Allt loft úr ísfirska ærslabelgnum Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. júlí 2019 10:34 Ærslabelgurinn er við hlið Safnahússins í hjarta bæjarins. Ísafjarðarbær Minjastofnun hefur farið þess á leit við Ísafjarðarbæ að viðgerðir á svokölluðum ærslabelg á Eyrartúni verði stöðvaðar. Ærslabelgurinn, sem komið var fyrir við hlið Safnahússins síðastliðið haust, er að sögn starfandi minjavarðar svæðsins innan við 100 metra frá friðlýstum fornminjum og lögum samkvæmt verði Minjastofnun því að gefa grænt ljóst á endurbæturnar. Skiptar skoðanir voru um uppsetningu belgsins meðal íbúa Ísafjarðar á sínum tíma. Þrátt fyrir að hverfisráð Eyrar og Efribyggðar hafi sammælst um staðsetninguna við Safnahúsið, sem er eitt helsta kennileiti bæjarins, voru ekki allir á eitt sáttir. Einhverjum þótti ærslabelgurinn fullnálægt íbúðarhúsum og veltu fyrir sér hvort ekki giltu sérstakar reglur um uppsetningu slíkra leiktækja, enda oft læti í skoppandi börnum sem geta raskað svefnfriði. Hverfisráðið sagði þó að svæðið væri skipulagt í aðalskipulagi og því heimilt að setja belginn upp. Þá voru jafnframt sett tímamörk á tækið í sumar til að girða fyrir næturskopp. Loftdælan hættir nú að blása klukkan 21.30. Því fór svo að lokum að belgurinn var settur upp og var áætlaður kostnaður um 3 milljónir króna. Hins vegar þurfti að slökkva á belgnum síðastliðinn fimmtudag vegna „viðhalds og viðgerða“ og voru áætluð verklok í upphafi þessarar viku. „Þetta mun eflaust kalla fram mismunandi viðbrögð hjá krökkunum sem skemmta sér frábærlega þarna alla daga og munum við drífa í þessu eins og unnt verður,“ eins og segir í færslu Ísafjarðarbæjar. Nú er hins vegar ljóst að áætluð verklok munu frestast eitthvað enda hefur Minjastofnun farið þess á leit við bæjarfélagið að viðgerðirnar verði stöðvaðar. Fram kemur á vef BB að Ísafjarðarbær hafi orðið við þessum tilmælum stofnunarinnar. Það er þó ekki allsendis rétt sem kemur fram á vef héraðsmiðilsins að sögn Ingu Sóleyjar Kristjönudóttir, starfandi minjavarðar svæðisins. Ekki sé búið að banna belginn heldur þess aðeins krafist að viðgerðirnar verði stöðvaðar þangað til að fulltrúar Minjastofnunar mæta á svæðið og gefa grænt ljóst. Hún útskýrir að samkvæmt lögum um minjavernd þurfi að sækja um leyfi til stofnunarinnar ef til stendur að ráðast í framkvæmdir innan við 100 metra frá friðlýstum fornminjum. Það eigi við í tilfelli viðgerðanna á ærslabelgnum sem stendur skammt frá bæjarhólnum við Eyri, sem er friðlýstur. Eyri var höfuðból í Skutulsfirði og hefur í gegnum tíðina verið talin landnámsjörð. Þannig er minnst á Odd Örlygsson í Gísla sögu Súrssonar, sem sagður var búa á Eyri. Inga hjá Minjastofnun segist vona að fulltrúar stofnunarinnar geti tekið út framkvæmdirnar strax í þessari viku. Haft er eftir bæjarritara Ísafjarðar á vef BB að það sé ekki vilji bæjarfélagsins að hrófla við fornminjum. „Við vonumst sannarlega til þess að ungmenni okkar fái að njóta ærslabelgsins það sem eftir lifi sumars og að Minjastofnun geri ekki athugasemd við lagfæringar á honum sem nú standa yfir,“ segir bæjarritari. Fornminjar Ísafjarðarbær Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Minjastofnun hefur farið þess á leit við Ísafjarðarbæ að viðgerðir á svokölluðum ærslabelg á Eyrartúni verði stöðvaðar. Ærslabelgurinn, sem komið var fyrir við hlið Safnahússins síðastliðið haust, er að sögn starfandi minjavarðar svæðsins innan við 100 metra frá friðlýstum fornminjum og lögum samkvæmt verði Minjastofnun því að gefa grænt ljóst á endurbæturnar. Skiptar skoðanir voru um uppsetningu belgsins meðal íbúa Ísafjarðar á sínum tíma. Þrátt fyrir að hverfisráð Eyrar og Efribyggðar hafi sammælst um staðsetninguna við Safnahúsið, sem er eitt helsta kennileiti bæjarins, voru ekki allir á eitt sáttir. Einhverjum þótti ærslabelgurinn fullnálægt íbúðarhúsum og veltu fyrir sér hvort ekki giltu sérstakar reglur um uppsetningu slíkra leiktækja, enda oft læti í skoppandi börnum sem geta raskað svefnfriði. Hverfisráðið sagði þó að svæðið væri skipulagt í aðalskipulagi og því heimilt að setja belginn upp. Þá voru jafnframt sett tímamörk á tækið í sumar til að girða fyrir næturskopp. Loftdælan hættir nú að blása klukkan 21.30. Því fór svo að lokum að belgurinn var settur upp og var áætlaður kostnaður um 3 milljónir króna. Hins vegar þurfti að slökkva á belgnum síðastliðinn fimmtudag vegna „viðhalds og viðgerða“ og voru áætluð verklok í upphafi þessarar viku. „Þetta mun eflaust kalla fram mismunandi viðbrögð hjá krökkunum sem skemmta sér frábærlega þarna alla daga og munum við drífa í þessu eins og unnt verður,“ eins og segir í færslu Ísafjarðarbæjar. Nú er hins vegar ljóst að áætluð verklok munu frestast eitthvað enda hefur Minjastofnun farið þess á leit við bæjarfélagið að viðgerðirnar verði stöðvaðar. Fram kemur á vef BB að Ísafjarðarbær hafi orðið við þessum tilmælum stofnunarinnar. Það er þó ekki allsendis rétt sem kemur fram á vef héraðsmiðilsins að sögn Ingu Sóleyjar Kristjönudóttir, starfandi minjavarðar svæðisins. Ekki sé búið að banna belginn heldur þess aðeins krafist að viðgerðirnar verði stöðvaðar þangað til að fulltrúar Minjastofnunar mæta á svæðið og gefa grænt ljóst. Hún útskýrir að samkvæmt lögum um minjavernd þurfi að sækja um leyfi til stofnunarinnar ef til stendur að ráðast í framkvæmdir innan við 100 metra frá friðlýstum fornminjum. Það eigi við í tilfelli viðgerðanna á ærslabelgnum sem stendur skammt frá bæjarhólnum við Eyri, sem er friðlýstur. Eyri var höfuðból í Skutulsfirði og hefur í gegnum tíðina verið talin landnámsjörð. Þannig er minnst á Odd Örlygsson í Gísla sögu Súrssonar, sem sagður var búa á Eyri. Inga hjá Minjastofnun segist vona að fulltrúar stofnunarinnar geti tekið út framkvæmdirnar strax í þessari viku. Haft er eftir bæjarritara Ísafjarðar á vef BB að það sé ekki vilji bæjarfélagsins að hrófla við fornminjum. „Við vonumst sannarlega til þess að ungmenni okkar fái að njóta ærslabelgsins það sem eftir lifi sumars og að Minjastofnun geri ekki athugasemd við lagfæringar á honum sem nú standa yfir,“ segir bæjarritari.
Fornminjar Ísafjarðarbær Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira