Fjórða byltingin Davíð Stefánsson skrifar 16. júlí 2019 07:00 Flestir hafa heyrt af þeim breytingum sem eru í vændum með fjórðu iðnbyltingunni svokölluðu. Í fyrri iðnbyltingum voru það tímamótabreytingar í tækni sem umturnuðu samfélögum. Gufuvél, rafmagn, sprengihreyfill, tölva og gervigreind ollu uppbroti hagkerfa og samfélaga. Okkur lærðist hagnýting betri framleiðslu og meiri afkasta fyrir bætt lífskjör. Fjórða iðnbyltingin sem er fram undan byggir á sjálfvirknivæðingu og beitingu reikniaðgerða gervigreindar á stafræn gögn. Vélar munu sjálfar læra að auka getu sína til að leysa verkefni. Breytingar verða hraðar og gera það mögulegt að leysa verkefni sem áður þótti óhugsandi að leiða til lykta með sjálfvirkum hætti. Þetta er beiting sjálfvirkra farartækja, notkun gríðargagna, þrívíddarprentanir, notkun háþróaðra vélmenna og þjarka, hagnýting nanótækni og sköpun nýrra hráefna. Allt mun þetta hafa gríðarleg áhrif á tilveru okkar, iðnað, framleiðslu, frítíma, nám og samskipti. En breytingar kalla á óvissu og vekja sumum ugg. Ný tækni getur þýtt verulega fækkun starfa og lífsafkomu margra er ógnað. Á hinn bóginn getur þetta þýtt sköpun nýrri og betri starfa með meiri lífsgæðum. Í skýrslu nefndar forsætisráðuneytisins um fjórðu iðnbyltinguna sem kom út í febrúar er sýnt fram á gríðarleg áhrif sjálfvirknivæðingar á íslenskan vinnumarkað. Því er spáð að 58% starfa taki talsverðum breytingum vegna áhrifa nýrrar tækni. Stjórnvöld, atvinnulíf og verkalýðshreyfing þurfa að taka höndum saman og tryggja að vinnumarkaðurinn sé tilbúinn fyrir breytingarnar fram undan. Tryggja þarf að fólk geti orðið sér úti um rétta færni fyrir þau verkefni sem þarf að sinna í atvinnulífinu. Þetta mun kalla á stórátak í endurhæfingu og endurmenntun. Það er ekki síst mikilvægt að forysta verkalýðshreyfingarinnar taki virkan þátt í mótun þeirrar umgjarðar sem verður að skapa. Hvernig getum við hagnýtt þessa nýju tækni til að auka hagsæld og velferð í samfélaginu? Hvernig stýrum við þróuninni inn á jákvæðar brautir? Áhrifin ráðast af nýtingu tækninnar. Í fjórðu iðnbyltingunni felast fjölmörg tækifæri fyrir Ísland. Tæknilegir innviðir eru hér öflugir, atvinnulífið er virkt í innleiðingu nýrrar tækni og landsmenn eru vel nettengdir. Fámennið hjálpar okkur að aðlagast miklum breytingum hratt. Samhliða þessum tæknibreytingum er mikilvægt að standa vörð um hið opna hagkerfi. Einnig er mikilvægt að tryggja erlent samstarf í vísindum og rannsóknum og laða til okkar þekkingu sem ekki er til staðar hér á landi. Alþjóðlegt samstarf og frjáls viðskipti eru lyklar að því hvernig best verður brugðist við þessum áskorunum. Opinber stefna hefur mikil áhrif á hvernig samfélög aðlagast og nýta sér nýja tækni. Því ber að fagna skipan forsætisráðherra á verkefnisstjórn um aðgerðir Íslands vegna fjórðu iðnbyltingarinnar. Verkefnisstjórninni er ætlað að koma fram með 20 til 30 aðgerðir sem marki fyrstu skref Íslands til móts við þær breytingar sem fjórða iðnbyltingin hefur í för með sér. Fram undan er uppbrot af völdum tæknibreytinga sem mun reyna verulega á samfélag okkar. Hér er tækifæri til að taka forystu og vera gerendur í nýrri byltingu – almenningi til góða Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Tækni Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Sjá meira
Flestir hafa heyrt af þeim breytingum sem eru í vændum með fjórðu iðnbyltingunni svokölluðu. Í fyrri iðnbyltingum voru það tímamótabreytingar í tækni sem umturnuðu samfélögum. Gufuvél, rafmagn, sprengihreyfill, tölva og gervigreind ollu uppbroti hagkerfa og samfélaga. Okkur lærðist hagnýting betri framleiðslu og meiri afkasta fyrir bætt lífskjör. Fjórða iðnbyltingin sem er fram undan byggir á sjálfvirknivæðingu og beitingu reikniaðgerða gervigreindar á stafræn gögn. Vélar munu sjálfar læra að auka getu sína til að leysa verkefni. Breytingar verða hraðar og gera það mögulegt að leysa verkefni sem áður þótti óhugsandi að leiða til lykta með sjálfvirkum hætti. Þetta er beiting sjálfvirkra farartækja, notkun gríðargagna, þrívíddarprentanir, notkun háþróaðra vélmenna og þjarka, hagnýting nanótækni og sköpun nýrra hráefna. Allt mun þetta hafa gríðarleg áhrif á tilveru okkar, iðnað, framleiðslu, frítíma, nám og samskipti. En breytingar kalla á óvissu og vekja sumum ugg. Ný tækni getur þýtt verulega fækkun starfa og lífsafkomu margra er ógnað. Á hinn bóginn getur þetta þýtt sköpun nýrri og betri starfa með meiri lífsgæðum. Í skýrslu nefndar forsætisráðuneytisins um fjórðu iðnbyltinguna sem kom út í febrúar er sýnt fram á gríðarleg áhrif sjálfvirknivæðingar á íslenskan vinnumarkað. Því er spáð að 58% starfa taki talsverðum breytingum vegna áhrifa nýrrar tækni. Stjórnvöld, atvinnulíf og verkalýðshreyfing þurfa að taka höndum saman og tryggja að vinnumarkaðurinn sé tilbúinn fyrir breytingarnar fram undan. Tryggja þarf að fólk geti orðið sér úti um rétta færni fyrir þau verkefni sem þarf að sinna í atvinnulífinu. Þetta mun kalla á stórátak í endurhæfingu og endurmenntun. Það er ekki síst mikilvægt að forysta verkalýðshreyfingarinnar taki virkan þátt í mótun þeirrar umgjarðar sem verður að skapa. Hvernig getum við hagnýtt þessa nýju tækni til að auka hagsæld og velferð í samfélaginu? Hvernig stýrum við þróuninni inn á jákvæðar brautir? Áhrifin ráðast af nýtingu tækninnar. Í fjórðu iðnbyltingunni felast fjölmörg tækifæri fyrir Ísland. Tæknilegir innviðir eru hér öflugir, atvinnulífið er virkt í innleiðingu nýrrar tækni og landsmenn eru vel nettengdir. Fámennið hjálpar okkur að aðlagast miklum breytingum hratt. Samhliða þessum tæknibreytingum er mikilvægt að standa vörð um hið opna hagkerfi. Einnig er mikilvægt að tryggja erlent samstarf í vísindum og rannsóknum og laða til okkar þekkingu sem ekki er til staðar hér á landi. Alþjóðlegt samstarf og frjáls viðskipti eru lyklar að því hvernig best verður brugðist við þessum áskorunum. Opinber stefna hefur mikil áhrif á hvernig samfélög aðlagast og nýta sér nýja tækni. Því ber að fagna skipan forsætisráðherra á verkefnisstjórn um aðgerðir Íslands vegna fjórðu iðnbyltingarinnar. Verkefnisstjórninni er ætlað að koma fram með 20 til 30 aðgerðir sem marki fyrstu skref Íslands til móts við þær breytingar sem fjórða iðnbyltingin hefur í för með sér. Fram undan er uppbrot af völdum tæknibreytinga sem mun reyna verulega á samfélag okkar. Hér er tækifæri til að taka forystu og vera gerendur í nýrri byltingu – almenningi til góða
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun