Duterte íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. júlí 2019 06:07 Rodrigo Duterte skar upp herör gegn fíkniefnum á Filippseyjum. Vísir/afp Rodrigo Duterte, Filippseyjaforseti, segist nú íhuga það af alvöru að slíta stjórnmálasambandi Filippseyja við Ísland. Ástæðan er tillagan sem Íslendingar mæltu fyrir í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna þess efnis að rannsaka baráttu Duterte gegn fíkniefnaneyslu á Filippseyjum, sem samþykkt var með naumindum í liðinni viku. Talið er að á bilinu 6 til 20 þúsund manns hafi verið tekin af lífi á þeim þremur árum sem fíkniefnastríðið hefur staðið yfir. Salvador Panelo, talsmaður filippeysku forsetahallarinnar, sagði blaðamönnum í nótt að tillaga Íslands og samþykkt hennar væru til marks um það hvernig „Vesturveldin fyrirlíti sjálfsákvörunarrétt okkar um að verja þjóðina gegn hættum ólöglegra fíkniefna,“ eins og talsmaðurinn orðaði það Hann bætti við að Duterte væri af þessum sökum „alvarlega að íhuga að slíta stjórnmálasambandinu við Ísland.“ Tillagan sem Íslendingar mæltu fyrir í Mannréttindaráðinu hafi verið „fáránlega einhliða og einkennist af svívirðilegri þröngsýni, illgirni og hlutdrægni,“ eins og haft er eftir Panelo á vef Al Jazeera.Sjá einnig: Filippseyingar á Íslandi óttast afleiðingar ályktunar Íslendinga Ljóst er að Duterte er ekki einn þeirra skoðunar að rétt sé að Filippseyingar skeri á tengslin við Ísland. Þingkonan Imee Marcos, verðandi öldungadeildarþingmaður og dóttir fyrrum einræðisherra landsins Ferdinands Marcos, hefur viðrað sömu hugmynd. Þá hefur utanríkisráðherra landsins, Teodoro Locsin, sagst sama sinnis og mælt fyrir því að Filippseyjar segi sig úr Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Varaforseti landsins, Leni Robredo, hefur hins vegar tekið fálega í hugmyndina. Að slíta stjórnmálasambandinu við Íslandi muni ekki aðeins bitna á orðspori Filippseyja á alþjóðavettvangi heldur jafnframt torvelda ferðalög Filippseyinga til og frá Íslandi. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands búa um 1900 Filippseyingar hér á landi og eru margir þeirra uggandi yfir þróuninni í samskiptum ríkjanna. Þrátt fyrir fjölda Filippseyinga er ríkið ekki með sendiráð á Íslandi, að sama skapi er ekkert íslenskt sendiráð á Filippseyjum. Sendiherra Íslands í Tókíó sér um samskiptin við stjórnvöld í Manila. Filippseyjar eru með kjörræðismann í Reykjavík en að öðru leyti sér sendiráð Filippseyja í Noregi um að aðstoða Filippseyinga á Íslandi. Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Þingmaður segir Íslendinga „drepa“ fleiri með þungunarrofi en fíkniefnastríðið Filippseyskum stjórnvöldum er enn ekki runnin reiðin eftir að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti tillögu Íslands um að fíkniefnastríðið þar skyldi rannsakað. 15. júlí 2019 07:30 Segir Íslendinga handbendi eiturlyfjabaróna Fari svo að tillaga, sem gerir Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta, verði samþykkt munu allir sem að henni standa fá veglega bónusgreiðslu frá eiturlyfjahringjum. 10. júlí 2019 09:15 Mannréttindavaktin fagnar hugrekki Íslands Sérfræðingur í málefnum Filippseyja hjá Mannréttindavaktinni segir ályktun Íslands aðeins fyrsta skrefið í að draga filippseysk stjórnvöld til ábyrgðar. 12. júlí 2019 06:30 Ýjar að því að Filippseyingar ættu að draga sig úr Mannréttindaráðinu vegna Íslands Teodoro Locsin utanríkisráðherra Filippseyja segir að stjórnvöld þar muni ekki leyfa Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka stríðið gegn fíkniefnum. 14. júlí 2019 13:00 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Rodrigo Duterte, Filippseyjaforseti, segist nú íhuga það af alvöru að slíta stjórnmálasambandi Filippseyja við Ísland. Ástæðan er tillagan sem Íslendingar mæltu fyrir í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna þess efnis að rannsaka baráttu Duterte gegn fíkniefnaneyslu á Filippseyjum, sem samþykkt var með naumindum í liðinni viku. Talið er að á bilinu 6 til 20 þúsund manns hafi verið tekin af lífi á þeim þremur árum sem fíkniefnastríðið hefur staðið yfir. Salvador Panelo, talsmaður filippeysku forsetahallarinnar, sagði blaðamönnum í nótt að tillaga Íslands og samþykkt hennar væru til marks um það hvernig „Vesturveldin fyrirlíti sjálfsákvörunarrétt okkar um að verja þjóðina gegn hættum ólöglegra fíkniefna,“ eins og talsmaðurinn orðaði það Hann bætti við að Duterte væri af þessum sökum „alvarlega að íhuga að slíta stjórnmálasambandinu við Ísland.“ Tillagan sem Íslendingar mæltu fyrir í Mannréttindaráðinu hafi verið „fáránlega einhliða og einkennist af svívirðilegri þröngsýni, illgirni og hlutdrægni,“ eins og haft er eftir Panelo á vef Al Jazeera.Sjá einnig: Filippseyingar á Íslandi óttast afleiðingar ályktunar Íslendinga Ljóst er að Duterte er ekki einn þeirra skoðunar að rétt sé að Filippseyingar skeri á tengslin við Ísland. Þingkonan Imee Marcos, verðandi öldungadeildarþingmaður og dóttir fyrrum einræðisherra landsins Ferdinands Marcos, hefur viðrað sömu hugmynd. Þá hefur utanríkisráðherra landsins, Teodoro Locsin, sagst sama sinnis og mælt fyrir því að Filippseyjar segi sig úr Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Varaforseti landsins, Leni Robredo, hefur hins vegar tekið fálega í hugmyndina. Að slíta stjórnmálasambandinu við Íslandi muni ekki aðeins bitna á orðspori Filippseyja á alþjóðavettvangi heldur jafnframt torvelda ferðalög Filippseyinga til og frá Íslandi. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands búa um 1900 Filippseyingar hér á landi og eru margir þeirra uggandi yfir þróuninni í samskiptum ríkjanna. Þrátt fyrir fjölda Filippseyinga er ríkið ekki með sendiráð á Íslandi, að sama skapi er ekkert íslenskt sendiráð á Filippseyjum. Sendiherra Íslands í Tókíó sér um samskiptin við stjórnvöld í Manila. Filippseyjar eru með kjörræðismann í Reykjavík en að öðru leyti sér sendiráð Filippseyja í Noregi um að aðstoða Filippseyinga á Íslandi.
Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Þingmaður segir Íslendinga „drepa“ fleiri með þungunarrofi en fíkniefnastríðið Filippseyskum stjórnvöldum er enn ekki runnin reiðin eftir að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti tillögu Íslands um að fíkniefnastríðið þar skyldi rannsakað. 15. júlí 2019 07:30 Segir Íslendinga handbendi eiturlyfjabaróna Fari svo að tillaga, sem gerir Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta, verði samþykkt munu allir sem að henni standa fá veglega bónusgreiðslu frá eiturlyfjahringjum. 10. júlí 2019 09:15 Mannréttindavaktin fagnar hugrekki Íslands Sérfræðingur í málefnum Filippseyja hjá Mannréttindavaktinni segir ályktun Íslands aðeins fyrsta skrefið í að draga filippseysk stjórnvöld til ábyrgðar. 12. júlí 2019 06:30 Ýjar að því að Filippseyingar ættu að draga sig úr Mannréttindaráðinu vegna Íslands Teodoro Locsin utanríkisráðherra Filippseyja segir að stjórnvöld þar muni ekki leyfa Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka stríðið gegn fíkniefnum. 14. júlí 2019 13:00 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Þingmaður segir Íslendinga „drepa“ fleiri með þungunarrofi en fíkniefnastríðið Filippseyskum stjórnvöldum er enn ekki runnin reiðin eftir að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti tillögu Íslands um að fíkniefnastríðið þar skyldi rannsakað. 15. júlí 2019 07:30
Segir Íslendinga handbendi eiturlyfjabaróna Fari svo að tillaga, sem gerir Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta, verði samþykkt munu allir sem að henni standa fá veglega bónusgreiðslu frá eiturlyfjahringjum. 10. júlí 2019 09:15
Mannréttindavaktin fagnar hugrekki Íslands Sérfræðingur í málefnum Filippseyja hjá Mannréttindavaktinni segir ályktun Íslands aðeins fyrsta skrefið í að draga filippseysk stjórnvöld til ábyrgðar. 12. júlí 2019 06:30
Ýjar að því að Filippseyingar ættu að draga sig úr Mannréttindaráðinu vegna Íslands Teodoro Locsin utanríkisráðherra Filippseyja segir að stjórnvöld þar muni ekki leyfa Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka stríðið gegn fíkniefnum. 14. júlí 2019 13:00