Segja ummæli Trump bera vott um hvíta þjóðernishyggju Sylvía Hall skrifar 15. júlí 2019 23:45 Frá blaðamannafundinum. Vísir/Getty Þingkonurnar fjórar sem talið er að Donald Trump hafi beint ummælum sínum að tjáðu sig á blaðamannafundi í kvöld. Þær segja ummælin vera truflun og hvöttu fólk til þess að „bíta ekki á agnið“. Ljóst er að hann átti við þessar fjórar nýjar þingkonur demókrata, þær Alexandriu Ocasio-Cortez, Rashidu Tlaib, Ilhan Omar og Ayönnu Pressley. Þrjár þeirra eru fæddar í Bandaríkjunum ein Omar fluttist þangað sem barn frá Sómalíu. Allar eru þær dökkar á hörund. Ummælin sem Trump lét falla á Twitter-síðu sinni í gær sneru að frjálslyndum þingkonum Demókrataflokksins en hann nefndi þær aldrei á nafn. Hann sagði þeim að fara aftur til síns heima og laga þá „algerlega brotnu og glæpalögðu“ staði.Sjá einnig: Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Margir leiðtogar Evrópuþjóða hafa fordæmt ummæli Trump og sagði Theresa May, fráfarandi forsætisráðherra Bretlands, ummælin vera óásættanleg. Leiðtogar Demókrataflokksins hafa einnig stigið fram og gagnrýnt ummælin og sagði Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, að Trump vildi gera Bandaríkin hvít aftur..@LindseyGrahamSC on Fox & Friends: "We all know that AOC and this crowd are a bunch of communists ... they're anti-Semitic. They're anti-America." pic.twitter.com/lsFqZi1Eu8 — Aaron Rupar (@atrupar) July 15, 2019 Lítið hefur þó heyrst úr röðum Repúblikana en Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður flokksins, sagði þingkonurnar vera óameríska kommúnista sem hötuðu Bandaríkin og gyðinga.Ilhan Omar.Vísir/GettyÞjóðernishyggjan hefur náð til Hvíta hússins Ilhan Omar, ein þingkvennanna, segir það vera heitustu ósk forsetans að aðskilja fólk eftir kyni, kynhneigð, kynþætti, trúarbrögðum og uppruna. Það sé hans eina leið til að koma í veg fyrir að fólk starfi saman þvert á skoðanir og stjórnmálastefnur. „Þetta er áætlun hvítra þjóðernissinna. Það skiptir ekki máli hvort það eigi sér stað á spjallþráðum, í sjónvarpi, nú hefur það náð til garðsins í Hvíta húsinu,“ sagði Omar á blaðamannafundinum. Hún segir það vera ljóst að ummæli Trump séu til þess fallin að draga athyglina frá raunverulegum vandamálum sem þurfi að takast á við. Nefnir hún heilbrigðiskerfið, loftslagsvandann, námsmannaskuldir eða stríðsrekstur Bandaríkjanna. „Þetta er áætlun hans til þess að fá okkur upp á móti hvor annarri.“ Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump biðst ekki afsökunar og segir marga vera sammála sér Ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta um fjórar þingkonur Demókrataflokksins hafa vakið mikla reiði. 15. júlí 2019 18:38 Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15 May og fleiri Evrópuleiðtogar fordæma rasísk ummæli Bandaríkjaforseta Bandaríkjaforseti tísti um að bandarískar þingkonur ættu að fara frá Bandaríkjunum til meintra heimalanda sinna. 15. júlí 2019 14:31 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Þingkonurnar fjórar sem talið er að Donald Trump hafi beint ummælum sínum að tjáðu sig á blaðamannafundi í kvöld. Þær segja ummælin vera truflun og hvöttu fólk til þess að „bíta ekki á agnið“. Ljóst er að hann átti við þessar fjórar nýjar þingkonur demókrata, þær Alexandriu Ocasio-Cortez, Rashidu Tlaib, Ilhan Omar og Ayönnu Pressley. Þrjár þeirra eru fæddar í Bandaríkjunum ein Omar fluttist þangað sem barn frá Sómalíu. Allar eru þær dökkar á hörund. Ummælin sem Trump lét falla á Twitter-síðu sinni í gær sneru að frjálslyndum þingkonum Demókrataflokksins en hann nefndi þær aldrei á nafn. Hann sagði þeim að fara aftur til síns heima og laga þá „algerlega brotnu og glæpalögðu“ staði.Sjá einnig: Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Margir leiðtogar Evrópuþjóða hafa fordæmt ummæli Trump og sagði Theresa May, fráfarandi forsætisráðherra Bretlands, ummælin vera óásættanleg. Leiðtogar Demókrataflokksins hafa einnig stigið fram og gagnrýnt ummælin og sagði Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, að Trump vildi gera Bandaríkin hvít aftur..@LindseyGrahamSC on Fox & Friends: "We all know that AOC and this crowd are a bunch of communists ... they're anti-Semitic. They're anti-America." pic.twitter.com/lsFqZi1Eu8 — Aaron Rupar (@atrupar) July 15, 2019 Lítið hefur þó heyrst úr röðum Repúblikana en Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður flokksins, sagði þingkonurnar vera óameríska kommúnista sem hötuðu Bandaríkin og gyðinga.Ilhan Omar.Vísir/GettyÞjóðernishyggjan hefur náð til Hvíta hússins Ilhan Omar, ein þingkvennanna, segir það vera heitustu ósk forsetans að aðskilja fólk eftir kyni, kynhneigð, kynþætti, trúarbrögðum og uppruna. Það sé hans eina leið til að koma í veg fyrir að fólk starfi saman þvert á skoðanir og stjórnmálastefnur. „Þetta er áætlun hvítra þjóðernissinna. Það skiptir ekki máli hvort það eigi sér stað á spjallþráðum, í sjónvarpi, nú hefur það náð til garðsins í Hvíta húsinu,“ sagði Omar á blaðamannafundinum. Hún segir það vera ljóst að ummæli Trump séu til þess fallin að draga athyglina frá raunverulegum vandamálum sem þurfi að takast á við. Nefnir hún heilbrigðiskerfið, loftslagsvandann, námsmannaskuldir eða stríðsrekstur Bandaríkjanna. „Þetta er áætlun hans til þess að fá okkur upp á móti hvor annarri.“
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump biðst ekki afsökunar og segir marga vera sammála sér Ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta um fjórar þingkonur Demókrataflokksins hafa vakið mikla reiði. 15. júlí 2019 18:38 Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15 May og fleiri Evrópuleiðtogar fordæma rasísk ummæli Bandaríkjaforseta Bandaríkjaforseti tísti um að bandarískar þingkonur ættu að fara frá Bandaríkjunum til meintra heimalanda sinna. 15. júlí 2019 14:31 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Trump biðst ekki afsökunar og segir marga vera sammála sér Ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta um fjórar þingkonur Demókrataflokksins hafa vakið mikla reiði. 15. júlí 2019 18:38
Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15
May og fleiri Evrópuleiðtogar fordæma rasísk ummæli Bandaríkjaforseta Bandaríkjaforseti tísti um að bandarískar þingkonur ættu að fara frá Bandaríkjunum til meintra heimalanda sinna. 15. júlí 2019 14:31