Þarf að útrýma staðalímyndum um fíkla Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 15. júlí 2019 22:47 Fimmtíu prósent þeirra sem sóttu meðferð á sjúkrahúsinu Vogi árið 2018 áttu börn undir lögaldri. Yfirlæknir á Vogi segir að útrýma þurfi staðalímyndum um fíkla, þeir sem fari í meðferð séu líka fjölskyldufólk og uppalendur og börn þeirra þurfi aukin stuðning í samfélaginu. Árið 2018 komu 1247 einstaklingar á aldrinum 20 til 55 ára á Vog. 624 þeirra, eða um helmingur, áttu börn undir 18 ára aldri þegar þeir komu til innlagnar. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi áætlar því að um 1000 börn á Íslandi hafi átt foreldra sem fóru í meðferð árið 2018. Börn í þessari stöðu séu í erfðafræðilegri áhættu með að þróa með sér fíknisjúkdóm en einnig sé það félagslegi þátturinn sem spili mikið inn í. „Þau eru í áhættu fyrir margskonar áhrif, andleg áhrif og félagsleg áhrif umfram önnur börn ef þau eru í þessari stöðu. Það er mikilvægt að það sé tekið eftir því og þeim sé sinnt meira kannski heldur en þeim sem eru með betra og stöðugra umhverfi,“ segir hún. Enn bíða rúmlega 600 manns eftir plássi á Vogi og segir Valgerður það alltaf áhyggjuefni. Tölfræðin sýni að þar á meðal séu margir uppalendur. Foreldrar sem sækja í meðferð séu ekki hópur sem stendur utan samfélagsins, þau og börnin þeirra eru partur af því. „Þetta er fólk sem á börn í grunnskólum hérna á Íslandi. Þess vegna skiptir miklu máli hvernig við tölum um vandamálið. Að við séum ekki að úthrópa þetta sem eitthvað annað fólk. Heldur er þetta mál sem þarf að tala um á þann hátt að þetta sé uppbyggilegt og ekki særandi fyrir börn sem eiga aðstandendur í þessari stöðu,“ segir hún. Hún bendir á að umræðan í samfélaginu skipti máli. „Ef við byrjum bara hvað fjölmiðlar geta gert er að passa hvernig talað er um þetta, líka foreldrar og í foreldrafélögum og foreldrasamstarfi að passa hvernig talað er um þá sem hafa fíknisjúkdóm. Fara varlega og vita það að það eru einhver börn þarna í hópnum sem eru í stöðunni,“ segir hún. Heilbrigðismál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira
Fimmtíu prósent þeirra sem sóttu meðferð á sjúkrahúsinu Vogi árið 2018 áttu börn undir lögaldri. Yfirlæknir á Vogi segir að útrýma þurfi staðalímyndum um fíkla, þeir sem fari í meðferð séu líka fjölskyldufólk og uppalendur og börn þeirra þurfi aukin stuðning í samfélaginu. Árið 2018 komu 1247 einstaklingar á aldrinum 20 til 55 ára á Vog. 624 þeirra, eða um helmingur, áttu börn undir 18 ára aldri þegar þeir komu til innlagnar. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi áætlar því að um 1000 börn á Íslandi hafi átt foreldra sem fóru í meðferð árið 2018. Börn í þessari stöðu séu í erfðafræðilegri áhættu með að þróa með sér fíknisjúkdóm en einnig sé það félagslegi þátturinn sem spili mikið inn í. „Þau eru í áhættu fyrir margskonar áhrif, andleg áhrif og félagsleg áhrif umfram önnur börn ef þau eru í þessari stöðu. Það er mikilvægt að það sé tekið eftir því og þeim sé sinnt meira kannski heldur en þeim sem eru með betra og stöðugra umhverfi,“ segir hún. Enn bíða rúmlega 600 manns eftir plássi á Vogi og segir Valgerður það alltaf áhyggjuefni. Tölfræðin sýni að þar á meðal séu margir uppalendur. Foreldrar sem sækja í meðferð séu ekki hópur sem stendur utan samfélagsins, þau og börnin þeirra eru partur af því. „Þetta er fólk sem á börn í grunnskólum hérna á Íslandi. Þess vegna skiptir miklu máli hvernig við tölum um vandamálið. Að við séum ekki að úthrópa þetta sem eitthvað annað fólk. Heldur er þetta mál sem þarf að tala um á þann hátt að þetta sé uppbyggilegt og ekki særandi fyrir börn sem eiga aðstandendur í þessari stöðu,“ segir hún. Hún bendir á að umræðan í samfélaginu skipti máli. „Ef við byrjum bara hvað fjölmiðlar geta gert er að passa hvernig talað er um þetta, líka foreldrar og í foreldrafélögum og foreldrasamstarfi að passa hvernig talað er um þá sem hafa fíknisjúkdóm. Fara varlega og vita það að það eru einhver börn þarna í hópnum sem eru í stöðunni,“ segir hún.
Heilbrigðismál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira