Einn var fluttur slasaður af vettvangi en frekari upplýsingar verða ekki veittar að sinni.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna slyssins og þá sagði Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, að vettvangslið hafi verið sent frá Flúðum að Geysi.
Fréttin var uppfærð klukkan 11:44.