Ríkisjarðir Davíð Stefánsson skrifar 15. júlí 2019 07:00 Haraldur Benediktsson, fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis, vakti nýlega máls á mikilvægu atriði skynsamlegrar byggðafestu þegar hann hvatti til stórátaks í sölu ríkisjarða. Haraldur, sem er bóndi undir Akrafjalli og fyrrverandi formaður Bændasamtakanna, er einn af landsbyggðarþingmönnum Sjálfstæðisflokksins og í fjárlaganefnd Alþingis. Hann hvetur til umræðu um eignarhald á venjulegum bújörðum og bendir á að íslenska ríkið sé stærsti einstaki eigandi þeirra. „Það færi vel á því að hefja nú átak í sölu ríkisjarða undir merkjum nýrrar stefnu í eignarhaldi á bújörðum. Stefnu sem styrkir byggð og búsetu, því blómlegar byggðir eru helsta aðdráttarafl landsins,“ segir hann. Jarðir í eigu ríkisins eru um 450 talsins. Þar af eru um 300 bújarðir, flestar í ábúð en einhverjar eru eyðijarðir. Þetta víðtæka eignarhald ríkisins á bújörðum á sér margar ólíkar skýringar. Brugðist var við miklum erfiðleikum í landbúnaði með því að ríkisvaldið yfirtók jarðir. En af hverju að hefja stórátak í sölu ríkisjarða? Flestir hljóta að vera sammála um að ríkið eigi ekki að vera stærsti eigandi bújarða á Íslandi. Það eru engin skynsamleg rök fyrir að svo eigi að vera. Ekki frekar en að ríkið eigi verslunarhúsnæði í stórum stíl til útleigu. Aukinheldur ætti að takmarka sem mest atvinnurekstur ríkisvaldsins, hvort sem það er búrekstur eða útleiga jarða til landbúnaðar. Þetta er einfaldlega ekki hlutverk ríkisins. Nóg er nú samt. Verði af slíku átaki í sölu ríkisjarða þarf að tryggja að ekki verði gengið á núverandi ábúendur eða leigutaka og til þeirra verði leitað fyrst varðandi sölu. Til að flækja þetta hafa nálæg bú á stundum nytjar af ríkisjörðum. Að sama skapi þarf að tryggja að markaður með jarðir raskist ekki um of. Hagsmunir margra fjölskyldna er undir. Menn skyldu ætla sér tíma til sölu þessara jarða. Það kunna síðan að vera eðlileg rök fyrir því að ríkisvaldið eigi áfram jarðir sem það hefur mikla hagsmuni af. En það á ekki við um bróðurpart ríkisjarða. Það er ólíklegt að í mörgum þessara jarða felist einhver gríðarleg verðmæti. En hugsanlega er hægt að sammælast um slíkt átak gangi söluandvirðið til varnar hinum dreifðu byggðum. Það er staðreynd að samfélög í hinum dreifðu byggðum eiga sum hver mjög undir högg að sækja þar sem fækkun íbúa leiðir til þess að erfiðara verður að halda uppi grunnþjónustu. Landbúnaður heldur byggðarlögum í ábúð. Það viljum við flest. Umræða um sölu ríkisjarða er ekki ný af nálinni. En þessum tillögum Haraldar Benediktssonar ber að fagna. Þetta eru orð í tíma töluð. Hann hefur sagt að nú sé meiri pólitískur stuðningur en áður við að búa til lagaumgjörð með þeim hætti að eignarhald jarða til byggðafestu. Þar verður hlutur ríkisins að minnka. Nú er að hefjast handa Haraldur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Landbúnaður Tengdar fréttir Segir búskap á ríkisjörðum staðna vegna óvissu um sölu Haraldur Benediktsson, þingmaður, segir búskap á ríkisjörðum víða í stöðnun vegna óvissu um framtíðina. Hann vill sjá skipulagt átak í sölu bújarða ríkisins, sem eru um 15. júlí 2019 06:00 Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Haraldur Benediktsson, fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis, vakti nýlega máls á mikilvægu atriði skynsamlegrar byggðafestu þegar hann hvatti til stórátaks í sölu ríkisjarða. Haraldur, sem er bóndi undir Akrafjalli og fyrrverandi formaður Bændasamtakanna, er einn af landsbyggðarþingmönnum Sjálfstæðisflokksins og í fjárlaganefnd Alþingis. Hann hvetur til umræðu um eignarhald á venjulegum bújörðum og bendir á að íslenska ríkið sé stærsti einstaki eigandi þeirra. „Það færi vel á því að hefja nú átak í sölu ríkisjarða undir merkjum nýrrar stefnu í eignarhaldi á bújörðum. Stefnu sem styrkir byggð og búsetu, því blómlegar byggðir eru helsta aðdráttarafl landsins,“ segir hann. Jarðir í eigu ríkisins eru um 450 talsins. Þar af eru um 300 bújarðir, flestar í ábúð en einhverjar eru eyðijarðir. Þetta víðtæka eignarhald ríkisins á bújörðum á sér margar ólíkar skýringar. Brugðist var við miklum erfiðleikum í landbúnaði með því að ríkisvaldið yfirtók jarðir. En af hverju að hefja stórátak í sölu ríkisjarða? Flestir hljóta að vera sammála um að ríkið eigi ekki að vera stærsti eigandi bújarða á Íslandi. Það eru engin skynsamleg rök fyrir að svo eigi að vera. Ekki frekar en að ríkið eigi verslunarhúsnæði í stórum stíl til útleigu. Aukinheldur ætti að takmarka sem mest atvinnurekstur ríkisvaldsins, hvort sem það er búrekstur eða útleiga jarða til landbúnaðar. Þetta er einfaldlega ekki hlutverk ríkisins. Nóg er nú samt. Verði af slíku átaki í sölu ríkisjarða þarf að tryggja að ekki verði gengið á núverandi ábúendur eða leigutaka og til þeirra verði leitað fyrst varðandi sölu. Til að flækja þetta hafa nálæg bú á stundum nytjar af ríkisjörðum. Að sama skapi þarf að tryggja að markaður með jarðir raskist ekki um of. Hagsmunir margra fjölskyldna er undir. Menn skyldu ætla sér tíma til sölu þessara jarða. Það kunna síðan að vera eðlileg rök fyrir því að ríkisvaldið eigi áfram jarðir sem það hefur mikla hagsmuni af. En það á ekki við um bróðurpart ríkisjarða. Það er ólíklegt að í mörgum þessara jarða felist einhver gríðarleg verðmæti. En hugsanlega er hægt að sammælast um slíkt átak gangi söluandvirðið til varnar hinum dreifðu byggðum. Það er staðreynd að samfélög í hinum dreifðu byggðum eiga sum hver mjög undir högg að sækja þar sem fækkun íbúa leiðir til þess að erfiðara verður að halda uppi grunnþjónustu. Landbúnaður heldur byggðarlögum í ábúð. Það viljum við flest. Umræða um sölu ríkisjarða er ekki ný af nálinni. En þessum tillögum Haraldar Benediktssonar ber að fagna. Þetta eru orð í tíma töluð. Hann hefur sagt að nú sé meiri pólitískur stuðningur en áður við að búa til lagaumgjörð með þeim hætti að eignarhald jarða til byggðafestu. Þar verður hlutur ríkisins að minnka. Nú er að hefjast handa Haraldur.
Segir búskap á ríkisjörðum staðna vegna óvissu um sölu Haraldur Benediktsson, þingmaður, segir búskap á ríkisjörðum víða í stöðnun vegna óvissu um framtíðina. Hann vill sjá skipulagt átak í sölu bújarða ríkisins, sem eru um 15. júlí 2019 06:00
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar