Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júlí 2019 19:00 Eitthvað virðast þingkonurnar fjórar fara í taugarnar á Trump. Hann vill helst sjá þær yfirgefa Bandaríkin. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti birti í dag röð tísta þar sem hann gerði nýlega kjörnar þingkonur Demókrataflokksins að umfjöllunarefni sínu. Benti hann þingkonunum á að snúa aftur til sinna upprunalanda í stað þess að vera að vasast í stjórnarháttum Bandaríkjanna. Þrjár af fjórum þeirra eru þó fæddar í Bandaríkjunum.So interesting to see “Progressive” Democrat Congresswomen, who originally came from countries whose governments are a complete and total catastrophe, the worst, most corrupt and inept anywhere in the world (if they even have a functioning government at all), now loudly...... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 14, 2019 Leiða má sterkar líkur að því að þingkonurnar sem Trump á við séu þær Alexandria Ocasio-Cotez, Ayanna Pressley, Rashida Tlaib og Ilhan Omar. Trump virðist þó hafa hlaupið á sig, en allar eru þingkonurnar fæddar í Bandaríkjunum, nema sú síðastnefnda, sem fædd er í Sómalíu. Í tístunum sagði Trump áhugavert að sjá konurnar, sem komi upprunalega frá öðrum löndum en Bandaríkjunum, sem er ekki rétt, reyna nú að segja Bandaríkjamönnum hátt og snjallt hvernig þeir eigi að haga stjórnarháttum sínum.....and viciously telling the people of the United States, the greatest and most powerful Nation on earth, how our government is to be run. Why don’t they go back and help fix the totally broken and crime infested places from which they came. Then come back and show us how.... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 14, 2019 Stjórnmálasérfræðingar vestanhafs telja Trump með tístum sínum hafa stigið inn í deilur á milli þingkvennanna fjögurra og Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar þingsins. Hún hefur á síðustu dögum reynt að draga úr áhrifum Ocasio-Cortez á þinginu og innan Demókrataflokksins. Ocasio-Cortez hefur sakað Pelosi um að reyna að jaðarsetja konur sem eru dökkar á hörund.....it is done. These places need your help badly, you can’t leave fast enough. I’m sure that Nancy Pelosi would be very happy to quickly work out free travel arrangements! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 14, 2019 Á föstudag kom Trump Pelosi óvænt til varnar þar sem hann sagði hana ekki vera fordómafulla í garð þeirra sem dökkir eru á hörund. En nú hefur Trump, eins og áður segir, snúið sér beint að þingkonunum, sem hann segist viss um að Nancy Pelosi væri meira en tilbúin að hjálpa til við að koma úr landi. Demókratar hafa margir hverjir fordæmt ummæli forsetans og sakað hann um kynþáttafordóma, og ekki í fyrsta skipti. Til að mynda er það mörgum í fersku minni þegar Trump hélt því ítrekað fram að Barack Obama væri raunverulega fæddur utan Bandaríkjanna. Þá er vert að minnast þess þegar hann hóf kosningabaráttu sína árið 2015, en snemma í baráttunni sagði hann marga mexíkóska innflytjendur ótínda glæpamenn og nauðgara. Eins hefur hann velt upp þeirri spurningu hvers vegna Bandaríkin tækju við svo mörgum innflytjendum frá „skítaholum“ á borð við Haítí, El Salvador og nokkur Afríkulönd. Demókratar eru þó ekki þeir einu sem fordæmt hafa ummæli forsetans, en þingmaðurinn Justin Amash, sem hingað til hefur setið á þingi fyrir Repúblikana, en virðist nú vera við það að yfirgefa flokkinn, hefur sagt ummæli Trump um þingkonurnar „rasísk og ógeðsleg.“ Eins og áður segir eru þrjár kvennanna fjögurra sem Trump hefur bent á að „snúa aftur til landanna hvaðan þær komu,“ fæddar í Bandaríkjunum. Sú fjórða hefur búið þar frá 12 ára aldri.Tvær þingkvennanna sem um ræðir, Alexandria Ocasio-Cortez og Ilhan Omar. Sú síðarnefnda er fædd í Sómalíu en hefur búið í Bandaríkjunum frá 12 ára aldri.Vísir/Getty Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti birti í dag röð tísta þar sem hann gerði nýlega kjörnar þingkonur Demókrataflokksins að umfjöllunarefni sínu. Benti hann þingkonunum á að snúa aftur til sinna upprunalanda í stað þess að vera að vasast í stjórnarháttum Bandaríkjanna. Þrjár af fjórum þeirra eru þó fæddar í Bandaríkjunum.So interesting to see “Progressive” Democrat Congresswomen, who originally came from countries whose governments are a complete and total catastrophe, the worst, most corrupt and inept anywhere in the world (if they even have a functioning government at all), now loudly...... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 14, 2019 Leiða má sterkar líkur að því að þingkonurnar sem Trump á við séu þær Alexandria Ocasio-Cotez, Ayanna Pressley, Rashida Tlaib og Ilhan Omar. Trump virðist þó hafa hlaupið á sig, en allar eru þingkonurnar fæddar í Bandaríkjunum, nema sú síðastnefnda, sem fædd er í Sómalíu. Í tístunum sagði Trump áhugavert að sjá konurnar, sem komi upprunalega frá öðrum löndum en Bandaríkjunum, sem er ekki rétt, reyna nú að segja Bandaríkjamönnum hátt og snjallt hvernig þeir eigi að haga stjórnarháttum sínum.....and viciously telling the people of the United States, the greatest and most powerful Nation on earth, how our government is to be run. Why don’t they go back and help fix the totally broken and crime infested places from which they came. Then come back and show us how.... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 14, 2019 Stjórnmálasérfræðingar vestanhafs telja Trump með tístum sínum hafa stigið inn í deilur á milli þingkvennanna fjögurra og Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar þingsins. Hún hefur á síðustu dögum reynt að draga úr áhrifum Ocasio-Cortez á þinginu og innan Demókrataflokksins. Ocasio-Cortez hefur sakað Pelosi um að reyna að jaðarsetja konur sem eru dökkar á hörund.....it is done. These places need your help badly, you can’t leave fast enough. I’m sure that Nancy Pelosi would be very happy to quickly work out free travel arrangements! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 14, 2019 Á föstudag kom Trump Pelosi óvænt til varnar þar sem hann sagði hana ekki vera fordómafulla í garð þeirra sem dökkir eru á hörund. En nú hefur Trump, eins og áður segir, snúið sér beint að þingkonunum, sem hann segist viss um að Nancy Pelosi væri meira en tilbúin að hjálpa til við að koma úr landi. Demókratar hafa margir hverjir fordæmt ummæli forsetans og sakað hann um kynþáttafordóma, og ekki í fyrsta skipti. Til að mynda er það mörgum í fersku minni þegar Trump hélt því ítrekað fram að Barack Obama væri raunverulega fæddur utan Bandaríkjanna. Þá er vert að minnast þess þegar hann hóf kosningabaráttu sína árið 2015, en snemma í baráttunni sagði hann marga mexíkóska innflytjendur ótínda glæpamenn og nauðgara. Eins hefur hann velt upp þeirri spurningu hvers vegna Bandaríkin tækju við svo mörgum innflytjendum frá „skítaholum“ á borð við Haítí, El Salvador og nokkur Afríkulönd. Demókratar eru þó ekki þeir einu sem fordæmt hafa ummæli forsetans, en þingmaðurinn Justin Amash, sem hingað til hefur setið á þingi fyrir Repúblikana, en virðist nú vera við það að yfirgefa flokkinn, hefur sagt ummæli Trump um þingkonurnar „rasísk og ógeðsleg.“ Eins og áður segir eru þrjár kvennanna fjögurra sem Trump hefur bent á að „snúa aftur til landanna hvaðan þær komu,“ fæddar í Bandaríkjunum. Sú fjórða hefur búið þar frá 12 ára aldri.Tvær þingkvennanna sem um ræðir, Alexandria Ocasio-Cortez og Ilhan Omar. Sú síðarnefnda er fædd í Sómalíu en hefur búið í Bandaríkjunum frá 12 ára aldri.Vísir/Getty
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira