Erlent

Þriggja ára drengur slasaðist alvarlega á Gardermoen-flugvelli

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá Gardermoen-flugvelli í Ósló.
Frá Gardermoen-flugvelli í Ósló. Vísir/getty
Þriggja ára drengur var fluttur alvarlega slasaður á Ullevål-háskólasjúkrahúsið í Ósló eftir um eins metra hátt fall í brottfararsal Gardermoen-flugvallar í borginni í gær.

Í frétt norska dagblaðsins VG er haft eftir lögreglu að um sé að ræða hörmulegt slys. Ekki er talið að neitt saknæmt hafi átt sér stað í tengslum við atvikið.

Drengurinn hafi að öllum líkindum klifrað upp á borð eða bekk á flugvellinum og dottið. Samkvæmt upplýsingum frá sjúkrahúsinu er drengurinn til meðferðar á sjúkrahúsinu en ekki er farið nánar út í meiðslin sem hann hlaut við fallið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×