Hundarnir ekki aflífaðir heldur sóttir á morgun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. júlí 2019 22:08 Hundarnir tveir sem um ræðir. Grímsnes- og Grafningshr./Facebook Hrefna Jónsteinsdóttir, dóttir eiganda hundanna tveggja sem Grímsnes- og Grafningshreppur auglýsti að yrðu aflífaðir, yrði þeirra ekki vitjað af eiganda fyrir næsta mánudag, segist ætla að sækja hundana á morgun. Hundarnir tveir, tíkin Píla og rakkinn Lucky, hafa verið í vörslu hundafangara á vegum Grímsnes- og Grafningshrepps síðastliðna átta daga, en á miðvikudag birtist færsla á Facebook-síðu sveitarfélagsins þar sem kom fram að hundarnir yrðu aflífaðir, yrði þeirra ekki vitjað fyrir mánudaginn. Svo virðist sem hundunum sé borgið, en Hrefna Jósteinsdóttir, dóttir eiganda hundanna tveggja, segir í samtali við fréttastofu að hún muni á morgun vitja hundanna. Hún segir jafnframt að upprunalegur eigandi þeirra virðist lítinn sem engan áhuga hafa á því að greiða þær 38 þúsund krónur sem þarf til þess að losa hundana úr haldi hundafangarans.Hrefna ætlar sjálf að taka minni hundinn, Pílu, að sér.Mynd/aðsendHrefna segist sjálf ætla að taka minni hundinn, Pílu, að sér á meðan stærri hundurinn fer á fósturheimili, að minnsta kosti til að byrja með. „Þar verður tekin ákvörðun um hvort þurfi að gera eitthvað fyrir greyið.“ Hrefna birti í kvöld færslu í Facebook-hópnum „Hundasamfélagið“ þar sem hún lýsti því að sveitarfélagið gæfi ekki leyfi fyrir því að annar hundanna yrði sóttur og sagðist jafnframt ekki hafa ráð á því að leysa báða hundana út í einu, enda gjaldið til þess hátt í 40 þúsund krónur. Hún leitaði því til annarra hundavina og viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa, fjölmargir segjast í þræðinum tilbúnir að leggja Hrefnu lið við að leysa hundana út. Hrefna segir greiðslur frá nokkrum þegar hafa borist og von sé á fleirum. Hún geti því sótt hundana á morgun, tekið Pílu að sér og komið Lucky á nýtt heimili.Færsla sveitarfélagsins sem birtist á miðvikudag. Síðan hefur færslunni verið eytt.Skjáskot Dýr Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Sögðust ætla að aflífa ósótta hunda Sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps skrifar undir færslu þar sem fram kemur að tveir hundar í óskilum yrðu aflífaðir, yrði þeirra ekki vitjað fyrir næsta mánudag. 10. júlí 2019 11:21 Hótanir vegna tilkynningar um lausagöngu hunda Orðsending frá hreppnum um hunda hjá hundafangara hafa vakið mikil og heit viðbrögð meðal hundavina. 10. júlí 2019 15:50 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Sjá meira
Hrefna Jónsteinsdóttir, dóttir eiganda hundanna tveggja sem Grímsnes- og Grafningshreppur auglýsti að yrðu aflífaðir, yrði þeirra ekki vitjað af eiganda fyrir næsta mánudag, segist ætla að sækja hundana á morgun. Hundarnir tveir, tíkin Píla og rakkinn Lucky, hafa verið í vörslu hundafangara á vegum Grímsnes- og Grafningshrepps síðastliðna átta daga, en á miðvikudag birtist færsla á Facebook-síðu sveitarfélagsins þar sem kom fram að hundarnir yrðu aflífaðir, yrði þeirra ekki vitjað fyrir mánudaginn. Svo virðist sem hundunum sé borgið, en Hrefna Jósteinsdóttir, dóttir eiganda hundanna tveggja, segir í samtali við fréttastofu að hún muni á morgun vitja hundanna. Hún segir jafnframt að upprunalegur eigandi þeirra virðist lítinn sem engan áhuga hafa á því að greiða þær 38 þúsund krónur sem þarf til þess að losa hundana úr haldi hundafangarans.Hrefna ætlar sjálf að taka minni hundinn, Pílu, að sér.Mynd/aðsendHrefna segist sjálf ætla að taka minni hundinn, Pílu, að sér á meðan stærri hundurinn fer á fósturheimili, að minnsta kosti til að byrja með. „Þar verður tekin ákvörðun um hvort þurfi að gera eitthvað fyrir greyið.“ Hrefna birti í kvöld færslu í Facebook-hópnum „Hundasamfélagið“ þar sem hún lýsti því að sveitarfélagið gæfi ekki leyfi fyrir því að annar hundanna yrði sóttur og sagðist jafnframt ekki hafa ráð á því að leysa báða hundana út í einu, enda gjaldið til þess hátt í 40 þúsund krónur. Hún leitaði því til annarra hundavina og viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa, fjölmargir segjast í þræðinum tilbúnir að leggja Hrefnu lið við að leysa hundana út. Hrefna segir greiðslur frá nokkrum þegar hafa borist og von sé á fleirum. Hún geti því sótt hundana á morgun, tekið Pílu að sér og komið Lucky á nýtt heimili.Færsla sveitarfélagsins sem birtist á miðvikudag. Síðan hefur færslunni verið eytt.Skjáskot
Dýr Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Sögðust ætla að aflífa ósótta hunda Sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps skrifar undir færslu þar sem fram kemur að tveir hundar í óskilum yrðu aflífaðir, yrði þeirra ekki vitjað fyrir næsta mánudag. 10. júlí 2019 11:21 Hótanir vegna tilkynningar um lausagöngu hunda Orðsending frá hreppnum um hunda hjá hundafangara hafa vakið mikil og heit viðbrögð meðal hundavina. 10. júlí 2019 15:50 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Sjá meira
Sögðust ætla að aflífa ósótta hunda Sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps skrifar undir færslu þar sem fram kemur að tveir hundar í óskilum yrðu aflífaðir, yrði þeirra ekki vitjað fyrir næsta mánudag. 10. júlí 2019 11:21
Hótanir vegna tilkynningar um lausagöngu hunda Orðsending frá hreppnum um hunda hjá hundafangara hafa vakið mikil og heit viðbrögð meðal hundavina. 10. júlí 2019 15:50