Hundarnir ekki aflífaðir heldur sóttir á morgun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. júlí 2019 22:08 Hundarnir tveir sem um ræðir. Grímsnes- og Grafningshr./Facebook Hrefna Jónsteinsdóttir, dóttir eiganda hundanna tveggja sem Grímsnes- og Grafningshreppur auglýsti að yrðu aflífaðir, yrði þeirra ekki vitjað af eiganda fyrir næsta mánudag, segist ætla að sækja hundana á morgun. Hundarnir tveir, tíkin Píla og rakkinn Lucky, hafa verið í vörslu hundafangara á vegum Grímsnes- og Grafningshrepps síðastliðna átta daga, en á miðvikudag birtist færsla á Facebook-síðu sveitarfélagsins þar sem kom fram að hundarnir yrðu aflífaðir, yrði þeirra ekki vitjað fyrir mánudaginn. Svo virðist sem hundunum sé borgið, en Hrefna Jósteinsdóttir, dóttir eiganda hundanna tveggja, segir í samtali við fréttastofu að hún muni á morgun vitja hundanna. Hún segir jafnframt að upprunalegur eigandi þeirra virðist lítinn sem engan áhuga hafa á því að greiða þær 38 þúsund krónur sem þarf til þess að losa hundana úr haldi hundafangarans.Hrefna ætlar sjálf að taka minni hundinn, Pílu, að sér.Mynd/aðsendHrefna segist sjálf ætla að taka minni hundinn, Pílu, að sér á meðan stærri hundurinn fer á fósturheimili, að minnsta kosti til að byrja með. „Þar verður tekin ákvörðun um hvort þurfi að gera eitthvað fyrir greyið.“ Hrefna birti í kvöld færslu í Facebook-hópnum „Hundasamfélagið“ þar sem hún lýsti því að sveitarfélagið gæfi ekki leyfi fyrir því að annar hundanna yrði sóttur og sagðist jafnframt ekki hafa ráð á því að leysa báða hundana út í einu, enda gjaldið til þess hátt í 40 þúsund krónur. Hún leitaði því til annarra hundavina og viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa, fjölmargir segjast í þræðinum tilbúnir að leggja Hrefnu lið við að leysa hundana út. Hrefna segir greiðslur frá nokkrum þegar hafa borist og von sé á fleirum. Hún geti því sótt hundana á morgun, tekið Pílu að sér og komið Lucky á nýtt heimili.Færsla sveitarfélagsins sem birtist á miðvikudag. Síðan hefur færslunni verið eytt.Skjáskot Dýr Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Sögðust ætla að aflífa ósótta hunda Sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps skrifar undir færslu þar sem fram kemur að tveir hundar í óskilum yrðu aflífaðir, yrði þeirra ekki vitjað fyrir næsta mánudag. 10. júlí 2019 11:21 Hótanir vegna tilkynningar um lausagöngu hunda Orðsending frá hreppnum um hunda hjá hundafangara hafa vakið mikil og heit viðbrögð meðal hundavina. 10. júlí 2019 15:50 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Sjá meira
Hrefna Jónsteinsdóttir, dóttir eiganda hundanna tveggja sem Grímsnes- og Grafningshreppur auglýsti að yrðu aflífaðir, yrði þeirra ekki vitjað af eiganda fyrir næsta mánudag, segist ætla að sækja hundana á morgun. Hundarnir tveir, tíkin Píla og rakkinn Lucky, hafa verið í vörslu hundafangara á vegum Grímsnes- og Grafningshrepps síðastliðna átta daga, en á miðvikudag birtist færsla á Facebook-síðu sveitarfélagsins þar sem kom fram að hundarnir yrðu aflífaðir, yrði þeirra ekki vitjað fyrir mánudaginn. Svo virðist sem hundunum sé borgið, en Hrefna Jósteinsdóttir, dóttir eiganda hundanna tveggja, segir í samtali við fréttastofu að hún muni á morgun vitja hundanna. Hún segir jafnframt að upprunalegur eigandi þeirra virðist lítinn sem engan áhuga hafa á því að greiða þær 38 þúsund krónur sem þarf til þess að losa hundana úr haldi hundafangarans.Hrefna ætlar sjálf að taka minni hundinn, Pílu, að sér.Mynd/aðsendHrefna segist sjálf ætla að taka minni hundinn, Pílu, að sér á meðan stærri hundurinn fer á fósturheimili, að minnsta kosti til að byrja með. „Þar verður tekin ákvörðun um hvort þurfi að gera eitthvað fyrir greyið.“ Hrefna birti í kvöld færslu í Facebook-hópnum „Hundasamfélagið“ þar sem hún lýsti því að sveitarfélagið gæfi ekki leyfi fyrir því að annar hundanna yrði sóttur og sagðist jafnframt ekki hafa ráð á því að leysa báða hundana út í einu, enda gjaldið til þess hátt í 40 þúsund krónur. Hún leitaði því til annarra hundavina og viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa, fjölmargir segjast í þræðinum tilbúnir að leggja Hrefnu lið við að leysa hundana út. Hrefna segir greiðslur frá nokkrum þegar hafa borist og von sé á fleirum. Hún geti því sótt hundana á morgun, tekið Pílu að sér og komið Lucky á nýtt heimili.Færsla sveitarfélagsins sem birtist á miðvikudag. Síðan hefur færslunni verið eytt.Skjáskot
Dýr Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Sögðust ætla að aflífa ósótta hunda Sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps skrifar undir færslu þar sem fram kemur að tveir hundar í óskilum yrðu aflífaðir, yrði þeirra ekki vitjað fyrir næsta mánudag. 10. júlí 2019 11:21 Hótanir vegna tilkynningar um lausagöngu hunda Orðsending frá hreppnum um hunda hjá hundafangara hafa vakið mikil og heit viðbrögð meðal hundavina. 10. júlí 2019 15:50 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Sjá meira
Sögðust ætla að aflífa ósótta hunda Sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps skrifar undir færslu þar sem fram kemur að tveir hundar í óskilum yrðu aflífaðir, yrði þeirra ekki vitjað fyrir næsta mánudag. 10. júlí 2019 11:21
Hótanir vegna tilkynningar um lausagöngu hunda Orðsending frá hreppnum um hunda hjá hundafangara hafa vakið mikil og heit viðbrögð meðal hundavina. 10. júlí 2019 15:50