Íslendingar með flest sárasóttartilfelli í Evrópu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. júlí 2019 20:51 Þeim sem verjast vilja sárasótt og öðrum smitsjúkdómum er bent á að nota smokk þegar stundaðar eru samfarir. Vísir/Getty Smitsjúkdómavarnir Evrópu, eða EDC, hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að sárasóttartilfelli í Evrópu eru hlutfallslega flest hér á landi. Aldrei hafa verið fleiri tilfelli í Evrópu og er áhættusöm hegðun í kynlífi talin ein helsta ástæða þess. Á Íslandi eru sárasóttartilfelli 15,4 á hverja hundrað þúsund íbúa landsins. Þessi tölfræði setur Ísland á toppinn þegar kemur að sárasótt. En næst á eftir Íslandi koma Bretland og Malta. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að frá árinu 2010 hafi tilfellum hér á landi fjölgað um alls 876 prósent. Alls greindust 33 þúsund tilfelli í allri Evrópu árið 2017 en áratug fyrr, voru þau 19 þúsund. Þannig hefur tilfellum fjölgað um 14 þúsund á áratug. Í skýrslunni segir að áhættusöm hegðun í kynlífi fólks sé helsta ástæða þess að fjöldi tilfella hefur næstum tvöfaldast. Fólk hafi samfarir við fleiri einstaklinga og notist síður við smokka, sem er almennt talin eina getnaðarvörnin sem kemur einnig í veg fyrir að kynsjúkdómar berist á milli fólks. Aðrar ástæður sem taldar eru til í skýrslunni eru notkun fólks á stefnumótaforritum þar sem það leitar eftir skyndikynnum eða notkun ofskynjunarlyfja í kynlíf sem valda því að öll varkárni fýkur út í veður og vind, þannig að fólk gleymi að huga að vörnum gegn sjúkdómum. Sárasótt er smitsjúkdómur af völdum bakteríu sem nefnist Treponema pallidum og er talin til kynsjúkdóma. Helsta smitleið sárasóttar er í gegn um slímhúð kynfæra við samfarir en getur einnig smitast í gegn um aðra slímhúð. Sjúkdómurinn er talinn auðlæknaður en sé ekkert aðhafst getur hann „lagst í dvala“ sem varað getur í á annan tug ára. Þá getur sjúkdómurinn valdið tauga- og hjartasjúkdómum, og í verstu tilfellum dregið fólk til dauða.Skýrslu EDC má nálgast hér. Heilbrigðismál Kynlíf Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Sjá meira
Smitsjúkdómavarnir Evrópu, eða EDC, hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að sárasóttartilfelli í Evrópu eru hlutfallslega flest hér á landi. Aldrei hafa verið fleiri tilfelli í Evrópu og er áhættusöm hegðun í kynlífi talin ein helsta ástæða þess. Á Íslandi eru sárasóttartilfelli 15,4 á hverja hundrað þúsund íbúa landsins. Þessi tölfræði setur Ísland á toppinn þegar kemur að sárasótt. En næst á eftir Íslandi koma Bretland og Malta. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að frá árinu 2010 hafi tilfellum hér á landi fjölgað um alls 876 prósent. Alls greindust 33 þúsund tilfelli í allri Evrópu árið 2017 en áratug fyrr, voru þau 19 þúsund. Þannig hefur tilfellum fjölgað um 14 þúsund á áratug. Í skýrslunni segir að áhættusöm hegðun í kynlífi fólks sé helsta ástæða þess að fjöldi tilfella hefur næstum tvöfaldast. Fólk hafi samfarir við fleiri einstaklinga og notist síður við smokka, sem er almennt talin eina getnaðarvörnin sem kemur einnig í veg fyrir að kynsjúkdómar berist á milli fólks. Aðrar ástæður sem taldar eru til í skýrslunni eru notkun fólks á stefnumótaforritum þar sem það leitar eftir skyndikynnum eða notkun ofskynjunarlyfja í kynlíf sem valda því að öll varkárni fýkur út í veður og vind, þannig að fólk gleymi að huga að vörnum gegn sjúkdómum. Sárasótt er smitsjúkdómur af völdum bakteríu sem nefnist Treponema pallidum og er talin til kynsjúkdóma. Helsta smitleið sárasóttar er í gegn um slímhúð kynfæra við samfarir en getur einnig smitast í gegn um aðra slímhúð. Sjúkdómurinn er talinn auðlæknaður en sé ekkert aðhafst getur hann „lagst í dvala“ sem varað getur í á annan tug ára. Þá getur sjúkdómurinn valdið tauga- og hjartasjúkdómum, og í verstu tilfellum dregið fólk til dauða.Skýrslu EDC má nálgast hér.
Heilbrigðismál Kynlíf Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Sjá meira