Tyrkir setja upp rússneskt varnarkerfi þrátt fyrir hótanir Bandaríkjanna Eiður Þór Árnason skrifar 12. júlí 2019 12:41 Rússneska þotan sem er sögð hafa flutt umrædda sendingu. Bandaríkin krefjast þess að bandarísku F-35 þoturnar fái ekki að standa nálægt nýja eldflaugavarnarkerfinu. Vísir/AP Tyrkland tók í dag á móti fyrsta hluta rússnesks eldflaugavarnarkerfis sem það áætlar að setja upp innan landamæra sinna, þvert á vilja Bandaríkjamanna. Sendingin, sem lenti á herflugstöð nálægt höfuðborginni Ankara, er sögð innihalda fyrsta hlutann af rússnesku S-400 eldflaugavarnarkerfi sem stjórnvöld í Tyrklandi hafa fest kaup á. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá tyrkneska varnarmálaráðuneytinu. Bandarísk yfirvöld hafa áður varað við því að þau gætu gripið til efnahagsþvingana gagnvart ríkinu ef kaupin á rússneska kerfinu færu fram. Samband Tyrklands við Bandaríkin og Evrópuríki hefur stirðnað að undanförnu, jafnt sem landið hefur aukið tengsl sín við Rússland á sviði varnarmála. Ásamt því að hafa fest kaup á umræddu eldflaugavarnarkerfi hafa Tyrkir einnig sent hluta af herafla sínum til þjálfunar í Rússlandi. Tyrkland er meðlimur í Atlantshafsbandalaginu NATO og náinn bandamaður Bandaríkjamanna. Yfirvöld í Tyrklandi hafa áður fest kaup á hundrað bandarískum F-35 herþotum, og hafa bandarísk yfirvöld gefið út að Tyrkland geti ekki bæði búið yfir bandarísku þotunum og rússneska eldflaugavarnarkerfinu. Tyrkneski herinn er sá næst stærsti innan NATO, og hefur ríkið löngum verið verðmætur bandamaður Bandaríkjanna í ljósi þess að það deilir landamærum með Sýrlandi, Írak og Íran. Bandaríkin NATO Tyrkland Tengdar fréttir Utanríkisráðherra Tyrkja óánægður í símtali við Guðlaug Þór Guðlaugur Þór útskýrði málið út frá sjónarhóli íslenskra stjórnvalda. 11. júní 2019 16:21 Erdogan skiptir út seðlabankastjóranum Forseti Tyrklands, Receep Tayyip Erdogan, hefur ákveðið að breytinga sé þörf innan seðlabanka landsins og hefur vikið seðlabankastjóranum Murat Cetinkaya úr starfi. 6. júlí 2019 09:36 Mest lesið Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Fleiri fréttir 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Sjá meira
Tyrkland tók í dag á móti fyrsta hluta rússnesks eldflaugavarnarkerfis sem það áætlar að setja upp innan landamæra sinna, þvert á vilja Bandaríkjamanna. Sendingin, sem lenti á herflugstöð nálægt höfuðborginni Ankara, er sögð innihalda fyrsta hlutann af rússnesku S-400 eldflaugavarnarkerfi sem stjórnvöld í Tyrklandi hafa fest kaup á. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá tyrkneska varnarmálaráðuneytinu. Bandarísk yfirvöld hafa áður varað við því að þau gætu gripið til efnahagsþvingana gagnvart ríkinu ef kaupin á rússneska kerfinu færu fram. Samband Tyrklands við Bandaríkin og Evrópuríki hefur stirðnað að undanförnu, jafnt sem landið hefur aukið tengsl sín við Rússland á sviði varnarmála. Ásamt því að hafa fest kaup á umræddu eldflaugavarnarkerfi hafa Tyrkir einnig sent hluta af herafla sínum til þjálfunar í Rússlandi. Tyrkland er meðlimur í Atlantshafsbandalaginu NATO og náinn bandamaður Bandaríkjamanna. Yfirvöld í Tyrklandi hafa áður fest kaup á hundrað bandarískum F-35 herþotum, og hafa bandarísk yfirvöld gefið út að Tyrkland geti ekki bæði búið yfir bandarísku þotunum og rússneska eldflaugavarnarkerfinu. Tyrkneski herinn er sá næst stærsti innan NATO, og hefur ríkið löngum verið verðmætur bandamaður Bandaríkjanna í ljósi þess að það deilir landamærum með Sýrlandi, Írak og Íran.
Bandaríkin NATO Tyrkland Tengdar fréttir Utanríkisráðherra Tyrkja óánægður í símtali við Guðlaug Þór Guðlaugur Þór útskýrði málið út frá sjónarhóli íslenskra stjórnvalda. 11. júní 2019 16:21 Erdogan skiptir út seðlabankastjóranum Forseti Tyrklands, Receep Tayyip Erdogan, hefur ákveðið að breytinga sé þörf innan seðlabanka landsins og hefur vikið seðlabankastjóranum Murat Cetinkaya úr starfi. 6. júlí 2019 09:36 Mest lesið Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Fleiri fréttir 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Sjá meira
Utanríkisráðherra Tyrkja óánægður í símtali við Guðlaug Þór Guðlaugur Þór útskýrði málið út frá sjónarhóli íslenskra stjórnvalda. 11. júní 2019 16:21
Erdogan skiptir út seðlabankastjóranum Forseti Tyrklands, Receep Tayyip Erdogan, hefur ákveðið að breytinga sé þörf innan seðlabanka landsins og hefur vikið seðlabankastjóranum Murat Cetinkaya úr starfi. 6. júlí 2019 09:36