Miðbakkinn verður aldrei aftur bílastæði Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. júlí 2019 12:30 Fyrirtækið Skiltamálun sá um myndskreytingar og málun á torginu, sem er skreytt sjávartengdum myndum. Mynd/Reykjavíkurborg Nýtt almenningsrými við Miðbakkann opnar með pompi og prakt í dag. Formaður skipulagsráðs Reykjavíkur býst við miklu fjöri við opnunina í dag og fagnar nýrri og varanlegri viðbót við menningarflóru borgarinnar. Opnun Miðbakkans er samvinnuverkefni Reykjavíkurborgar og Faxaflóahafna en um er að ræða svæði sem áður var bílastæði. Á Miðbakkanum verður nú lögð áhersla á samspil milli hafnar, borgar og borgarbúa - að því er segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Ungir listamenn hafa málað svæðið með sjávartengdum myndum en hönnun svæðisins hefur vakið mikla athygli, einkum fyrir umræddar myndir af fiskum og kröbbum sem prýða malbikið. Skiltamálun sá um myndskreytingar og málun á torginu, Steinar Fjeldsted sá um hönnun á brettavelli, Sesselja Traustadóttir vann hugmyndavinnu fyrir hjólasvæðið og hafa starfsmenn bæði Faxaflóahafna og Reykjavíkurborgar unnið hörðum höndum að uppsetningu svæðisins. Þá hafa ýmis tímabundin verkefni hafa verið sett upp á svæðinu fyrir alla fjölskylduna. Á svæðinu er til að mynda hjólabrettavöllur, hjólaleikvöllur, körfuboltavöllur og matartorg með matarvögnum.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.fréttablaðið/eyþórSigurborg Ósk Haraldsdóttir formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir mikið standa til í dag. „Dagskráin byrjar klukkan fjögur í dag og við verðum með plötusnúða sem spila tónlist, það verður danssýning og svo verða BMX brós með sýningu á svæðinu og svo eru að sjálfsögðu matarvagnar.“ Í sumar verður svo boðið upp á ýmsa viðburði á svæðinu en þar má nefna fyrstu götubitahátíðina á Íslandi helgina 19. til 21. júlí. Einnig verða básar fyrir svokallaðar pop up-verslanir, bar, kaffisölu og matarmarkað ásamt öðrum nýjungum. Þá verður boðið upp á lifandi tónlist og önnur skemmtiatriði. Sigurborg segir að svæðið sé hugsað sem varanleg viðbót við menningar- og tómstundaiðkun borgarbúa. „Ég held þetta verði mjög lifandi og skemmtilegt svæði, sem var að sjálfsögðu bílastæði en er nú orðið hluti af almenningsrými fyrir borgarbúa. Því verður ekki breytt aftur í bílastæði en hins vegar er hugmyndin að með tíð og tíma komi varanlegri aðstaða fyrir þessa íþróttaiðkun og annars konar starfsemi á hafnarbakkanum.“ Dagskrá opnunarhátíðar Miðbakkans má nálgast hér. Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Miðbakkinn verður opið almannarými Borgarstjórn samþykkti einróma í vikunni tillögu um að Reykjavíkurborg fari í samstarf með Faxaflóahöfnum um að endurheimta Miðbakkann sem almannarými. Í dag eru þar bílastæði. 7. mars 2019 06:30 Samþykktu að endurheimta Miðbakkann sem almenningsrými Tillaga borgarfulltrúa meirihlutans í borgarstjórn um að endurheimta Miðbakkann sem almannarými var samþykkt einróma á fundi borgarstjórnar í kvöld. 5. mars 2019 20:25 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Nýtt almenningsrými við Miðbakkann opnar með pompi og prakt í dag. Formaður skipulagsráðs Reykjavíkur býst við miklu fjöri við opnunina í dag og fagnar nýrri og varanlegri viðbót við menningarflóru borgarinnar. Opnun Miðbakkans er samvinnuverkefni Reykjavíkurborgar og Faxaflóahafna en um er að ræða svæði sem áður var bílastæði. Á Miðbakkanum verður nú lögð áhersla á samspil milli hafnar, borgar og borgarbúa - að því er segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Ungir listamenn hafa málað svæðið með sjávartengdum myndum en hönnun svæðisins hefur vakið mikla athygli, einkum fyrir umræddar myndir af fiskum og kröbbum sem prýða malbikið. Skiltamálun sá um myndskreytingar og málun á torginu, Steinar Fjeldsted sá um hönnun á brettavelli, Sesselja Traustadóttir vann hugmyndavinnu fyrir hjólasvæðið og hafa starfsmenn bæði Faxaflóahafna og Reykjavíkurborgar unnið hörðum höndum að uppsetningu svæðisins. Þá hafa ýmis tímabundin verkefni hafa verið sett upp á svæðinu fyrir alla fjölskylduna. Á svæðinu er til að mynda hjólabrettavöllur, hjólaleikvöllur, körfuboltavöllur og matartorg með matarvögnum.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.fréttablaðið/eyþórSigurborg Ósk Haraldsdóttir formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir mikið standa til í dag. „Dagskráin byrjar klukkan fjögur í dag og við verðum með plötusnúða sem spila tónlist, það verður danssýning og svo verða BMX brós með sýningu á svæðinu og svo eru að sjálfsögðu matarvagnar.“ Í sumar verður svo boðið upp á ýmsa viðburði á svæðinu en þar má nefna fyrstu götubitahátíðina á Íslandi helgina 19. til 21. júlí. Einnig verða básar fyrir svokallaðar pop up-verslanir, bar, kaffisölu og matarmarkað ásamt öðrum nýjungum. Þá verður boðið upp á lifandi tónlist og önnur skemmtiatriði. Sigurborg segir að svæðið sé hugsað sem varanleg viðbót við menningar- og tómstundaiðkun borgarbúa. „Ég held þetta verði mjög lifandi og skemmtilegt svæði, sem var að sjálfsögðu bílastæði en er nú orðið hluti af almenningsrými fyrir borgarbúa. Því verður ekki breytt aftur í bílastæði en hins vegar er hugmyndin að með tíð og tíma komi varanlegri aðstaða fyrir þessa íþróttaiðkun og annars konar starfsemi á hafnarbakkanum.“ Dagskrá opnunarhátíðar Miðbakkans má nálgast hér.
Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Miðbakkinn verður opið almannarými Borgarstjórn samþykkti einróma í vikunni tillögu um að Reykjavíkurborg fari í samstarf með Faxaflóahöfnum um að endurheimta Miðbakkann sem almannarými. Í dag eru þar bílastæði. 7. mars 2019 06:30 Samþykktu að endurheimta Miðbakkann sem almenningsrými Tillaga borgarfulltrúa meirihlutans í borgarstjórn um að endurheimta Miðbakkann sem almannarými var samþykkt einróma á fundi borgarstjórnar í kvöld. 5. mars 2019 20:25 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Miðbakkinn verður opið almannarými Borgarstjórn samþykkti einróma í vikunni tillögu um að Reykjavíkurborg fari í samstarf með Faxaflóahöfnum um að endurheimta Miðbakkann sem almannarými. Í dag eru þar bílastæði. 7. mars 2019 06:30
Samþykktu að endurheimta Miðbakkann sem almenningsrými Tillaga borgarfulltrúa meirihlutans í borgarstjórn um að endurheimta Miðbakkann sem almannarými var samþykkt einróma á fundi borgarstjórnar í kvöld. 5. mars 2019 20:25