Breskur öfgamaður þarf að afplána fangelsisdóm Kjartan Kjartansson skrifar 11. júlí 2019 14:22 Yaxley-Lennon er 36 ára gamall. Hann er betur þekktur undir dulnefninu Tommy Robinson. Vísir/EPA Dómstóll á Bretlandi dæmdi Stephen Yaxley-Lennon, stofnanda hægriöfgaflokksins Enska varnarbandalagsins (EDL), í níu mánaða fangelsi fyrir að trufla réttarhöld og sýna dómstólum óvirðingu. Yaxley-Lennon, sem er betur þekktur undir nafninu Tommy Robinson, þarf þó aðeins að afplána tíu vikur í fangelsi. Mál Yaxley-Lennon hefur vakið nokkra athygli á Bretlandi og á meðal hægriöfgamanna annars staðar í Evrópu. Hann var sakfelldur fyrir að trufla réttarhöld yfir hópi manna sem voru ákærðir fyrir að tæla og misnota ungar stúlkur í Leeds í maí í fyrra. Það gerði Yaxley-Lennon með því að senda út myndir af sakborningunum í beinu streymi á Facebook-síðu sinni, í trássi við lög. Þinghald var lokað í málinu í Leeds og lagði dómari bann við umfjöllun um gang málsins þar til öllum málum sem tengdust 29 sakborningum væri lokið. Réttað var yfir hópnum í þremur aðskildum réttarhöldum. Yaxley-Lennon virti bannið að vettugi á meðan kviðdómur í einu málanna sat enn á rökstólum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Dómararnir í máli Yaxley-Lennon töldu að með því að mynda einn sakborninginn, áreita hann og elta hafi hann skapað hættu á að réttarhöldin yrðu stöðvuð. Samkvæmt breskum lögum getur þurft að rétta aftur í máli eða sakborningur jafnvel sloppið undan ákæru trufli einhver réttarhöld. Lögin gilda jafnt um fréttamenn, kviðdómendur og almenning á samfélagsmiðlum.Lýsti sér ranglega sem fórnarlambi óréttlætis og kúgunar Yaxley-Lennon var upphaflega dæmdur í þrettán mánaða fangelsi daginn sem hann sendi út beint á Facebook en afplánaði aðeins tvo mánuði. Þá var honum sleppt eftir að hann vann áfrýjun á dómnum. Saksóknari ákvað að ástæða væri til að halda saksókn gegn honum til streitu. Stuðningsmenn Yaxley-Lennon mótmæltu dómnum í London í dag. Sumir þeirra grýttu flöskum og dósum í lögreglumenn. Þrír voru handteknir að sögn lögreglunnar í London.Sky-fréttastofan hefur eftir dómara í málinu að Yaxley-Lennon hafi orðið uppvís að því að ljúga um ýmsa anga þess. Hann hafi reynt að lýsa sjálfum sér ranglega sem fórnarlambi óréttlætis og kúgunar. Yaxley-Lennon hefur ítrekað látið að því liggja að hann sé fórnarlamb meintrar þöggunar á tælingarmálinu þar sem sakborningarnir hafi verið „asískir“ og „múslimar“. Þetta verður ekki í fyrsta skipti sem Yaxley-Lennon afplánar fangelsisdóm. Hann sat inni í tólf mánuði fyrir að ráðast á lögreglumann sem reyndi að verja kærustu hans fyrir honum árið 2005. Árið 2011 var hann dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás og ári seinna var hann dæmdur fyrir að ferðast til Bandaríkjanna á fölsuðu vegabréfi. Bretland Tengdar fréttir Hægriöfgamenn sviptir staðfestingu á Twitter Sumir notendur töldu að bláa staðfestingarmerkið á Twitter væri einhvers konar stuðningur eða viðurkenning á mikilvægi þeirra sem fengu það. 16. nóvember 2017 12:29 Umdeild ráðstefna á Grand hótel blásin af Skipuleggjandi greip í tómt þegar hann renndu suður á Keflavíkurflugvöll í morgun þar sem hann átti von á að Robinson biði hans. 17. maí 2018 12:51 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu Sjá meira
Dómstóll á Bretlandi dæmdi Stephen Yaxley-Lennon, stofnanda hægriöfgaflokksins Enska varnarbandalagsins (EDL), í níu mánaða fangelsi fyrir að trufla réttarhöld og sýna dómstólum óvirðingu. Yaxley-Lennon, sem er betur þekktur undir nafninu Tommy Robinson, þarf þó aðeins að afplána tíu vikur í fangelsi. Mál Yaxley-Lennon hefur vakið nokkra athygli á Bretlandi og á meðal hægriöfgamanna annars staðar í Evrópu. Hann var sakfelldur fyrir að trufla réttarhöld yfir hópi manna sem voru ákærðir fyrir að tæla og misnota ungar stúlkur í Leeds í maí í fyrra. Það gerði Yaxley-Lennon með því að senda út myndir af sakborningunum í beinu streymi á Facebook-síðu sinni, í trássi við lög. Þinghald var lokað í málinu í Leeds og lagði dómari bann við umfjöllun um gang málsins þar til öllum málum sem tengdust 29 sakborningum væri lokið. Réttað var yfir hópnum í þremur aðskildum réttarhöldum. Yaxley-Lennon virti bannið að vettugi á meðan kviðdómur í einu málanna sat enn á rökstólum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Dómararnir í máli Yaxley-Lennon töldu að með því að mynda einn sakborninginn, áreita hann og elta hafi hann skapað hættu á að réttarhöldin yrðu stöðvuð. Samkvæmt breskum lögum getur þurft að rétta aftur í máli eða sakborningur jafnvel sloppið undan ákæru trufli einhver réttarhöld. Lögin gilda jafnt um fréttamenn, kviðdómendur og almenning á samfélagsmiðlum.Lýsti sér ranglega sem fórnarlambi óréttlætis og kúgunar Yaxley-Lennon var upphaflega dæmdur í þrettán mánaða fangelsi daginn sem hann sendi út beint á Facebook en afplánaði aðeins tvo mánuði. Þá var honum sleppt eftir að hann vann áfrýjun á dómnum. Saksóknari ákvað að ástæða væri til að halda saksókn gegn honum til streitu. Stuðningsmenn Yaxley-Lennon mótmæltu dómnum í London í dag. Sumir þeirra grýttu flöskum og dósum í lögreglumenn. Þrír voru handteknir að sögn lögreglunnar í London.Sky-fréttastofan hefur eftir dómara í málinu að Yaxley-Lennon hafi orðið uppvís að því að ljúga um ýmsa anga þess. Hann hafi reynt að lýsa sjálfum sér ranglega sem fórnarlambi óréttlætis og kúgunar. Yaxley-Lennon hefur ítrekað látið að því liggja að hann sé fórnarlamb meintrar þöggunar á tælingarmálinu þar sem sakborningarnir hafi verið „asískir“ og „múslimar“. Þetta verður ekki í fyrsta skipti sem Yaxley-Lennon afplánar fangelsisdóm. Hann sat inni í tólf mánuði fyrir að ráðast á lögreglumann sem reyndi að verja kærustu hans fyrir honum árið 2005. Árið 2011 var hann dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás og ári seinna var hann dæmdur fyrir að ferðast til Bandaríkjanna á fölsuðu vegabréfi.
Bretland Tengdar fréttir Hægriöfgamenn sviptir staðfestingu á Twitter Sumir notendur töldu að bláa staðfestingarmerkið á Twitter væri einhvers konar stuðningur eða viðurkenning á mikilvægi þeirra sem fengu það. 16. nóvember 2017 12:29 Umdeild ráðstefna á Grand hótel blásin af Skipuleggjandi greip í tómt þegar hann renndu suður á Keflavíkurflugvöll í morgun þar sem hann átti von á að Robinson biði hans. 17. maí 2018 12:51 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu Sjá meira
Hægriöfgamenn sviptir staðfestingu á Twitter Sumir notendur töldu að bláa staðfestingarmerkið á Twitter væri einhvers konar stuðningur eða viðurkenning á mikilvægi þeirra sem fengu það. 16. nóvember 2017 12:29
Umdeild ráðstefna á Grand hótel blásin af Skipuleggjandi greip í tómt þegar hann renndu suður á Keflavíkurflugvöll í morgun þar sem hann átti von á að Robinson biði hans. 17. maí 2018 12:51