Búa sig undir að handtaka þúsundir innflytjenda Kjartan Kjartansson skrifar 11. júlí 2019 12:55 Fulltrúi innflytjendaseftirlitsins ICE fylgist með þegar hópur innflytjenda var sendur frá Bandaríkjunum til El Salvador. AP/David J. Phillip Bandarísk innflytjendayfirvöld eru nú sögð undirbúa umfangsmiklar aðgerðir til að smala saman þúsundunum innflytjenda sem eru ólöglega í landinu og vísa þeim úr landi á sunnudag. Sambærilegum aðgerðum var nýlega frestað eftir að Donald Trump forseti greindi frá þeim fyrir fram á Twitter.New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum innan bandaríska stjórnkerfisins að fjöldahandtökur hefjist í tíu borgum á sunnudag. Fulltrúar Innflytjenda- og tollaeftirlitsins (ICE) standi fyrir rassíunum sem eigi að standa yfir í nokkra daga. Aðgerðirnar eru sagðar beinast að í það minnsta tvö þúsund manns sem hafa nýlega komið ólöglega yfir landamærin og á að vísa úr landi. Það er ekki aðeins þeir einstaklingar sem eiga á hættu að vera hent úr landi heldur segja heimildarmenn blaðsins að innflytjendur sem kunna að vera á staðnum þar sem rassíurnar fara fram verði einnig handteknir. Deildar meiningar eru sagðar innan heimavarnaráðuneytis Trump forseta um aðgerðirnar. Þannig eru fulltrúar þess sagði hafa áhyggjur af því að þeir þurfi að handataka ungbörn og yngri börn. Fréttir af mögulegum rassíum hafi einnig þegar spurst út á meðal innflytjendasamfélagsins sem sé tilbúið að forðast handtöku. Innflytjendaeftirlitið hefur ekki heimild til að ryðjast inn á heimili neiti fólk að opna fyrir fulltrúum hennar. Trump forseti hefur átt stærstan þátt í að boða aðgerðirnar opinberlega. Fyrr í sumar tilkynnti hann á Twitter um stórfelldar handtökur á innflytjendum, fulltrúum innflytjendaeftirlitsins að óvörum. Slíkum aðgerðum var frestað í júní, meðal annars vegna þess að eftirlitið taldi öryggi fulltrúa sinna í hættu eftir að forsetinn upplýsti um aðgerðirnar en einnig vegna andstöðu innan stjórnkerfisins. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Bandarísk innflytjendayfirvöld eru nú sögð undirbúa umfangsmiklar aðgerðir til að smala saman þúsundunum innflytjenda sem eru ólöglega í landinu og vísa þeim úr landi á sunnudag. Sambærilegum aðgerðum var nýlega frestað eftir að Donald Trump forseti greindi frá þeim fyrir fram á Twitter.New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum innan bandaríska stjórnkerfisins að fjöldahandtökur hefjist í tíu borgum á sunnudag. Fulltrúar Innflytjenda- og tollaeftirlitsins (ICE) standi fyrir rassíunum sem eigi að standa yfir í nokkra daga. Aðgerðirnar eru sagðar beinast að í það minnsta tvö þúsund manns sem hafa nýlega komið ólöglega yfir landamærin og á að vísa úr landi. Það er ekki aðeins þeir einstaklingar sem eiga á hættu að vera hent úr landi heldur segja heimildarmenn blaðsins að innflytjendur sem kunna að vera á staðnum þar sem rassíurnar fara fram verði einnig handteknir. Deildar meiningar eru sagðar innan heimavarnaráðuneytis Trump forseta um aðgerðirnar. Þannig eru fulltrúar þess sagði hafa áhyggjur af því að þeir þurfi að handataka ungbörn og yngri börn. Fréttir af mögulegum rassíum hafi einnig þegar spurst út á meðal innflytjendasamfélagsins sem sé tilbúið að forðast handtöku. Innflytjendaeftirlitið hefur ekki heimild til að ryðjast inn á heimili neiti fólk að opna fyrir fulltrúum hennar. Trump forseti hefur átt stærstan þátt í að boða aðgerðirnar opinberlega. Fyrr í sumar tilkynnti hann á Twitter um stórfelldar handtökur á innflytjendum, fulltrúum innflytjendaeftirlitsins að óvörum. Slíkum aðgerðum var frestað í júní, meðal annars vegna þess að eftirlitið taldi öryggi fulltrúa sinna í hættu eftir að forsetinn upplýsti um aðgerðirnar en einnig vegna andstöðu innan stjórnkerfisins.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira