Máli vegna hótelumsvifa Trump vísað frá Kjartan Kjartansson skrifar 10. júlí 2019 17:59 Alþjóðahótel Trump í Washington-borg hefur orðið vinsæll áningarstaður fulltrúa erlendra ríkja sem vilja koma sér í mjúkinn hjá forsetanum. Vísir/EPA Alríkisáfrýjunardómstóll í Virginíu úrskurðaði að vísa bæri frá máli gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta þar sem hann var sakaður um að brjóta stjórnarskrárákvæði sem á að koma í veg fyrir spillingu með hótelrekstri sínum. Dómararnir sögðu að dómsmálaráðherrar sem höfðuðu málið skorti til þess lögvarða hagsmuni. Dómsmálaráðherrar Maryland og Columbia-svæðis, sem báðir eru demókratar, sökuðu forsetann um að brjóta ákvæði stjórnarskrár sem bannar honum að taka við gjöfum frá erlendum leiðtogum þar sem hann hagnast enn á hótelrekstri í Washington-borg. Hótelið hefur verið vinsælt hjá leiðtogum og kaupahéðnum frá ýmsum erlendum ríkjum. Dómararnir við fjórða umdæmisáfrýjunardómstólinn í Richmond í Virginíu sögðu að hagsmunir Maryland-ríkis og Columbia-svæðis af því að framfylgja stjórnarskrárákvæðinu væru svo óljósir að vafamál væri hvort að málshöfðun þeirra væri viðeigandi notkun á dómstólum. Skipuðu þeir því neðra dómstigi að vísa málinu frá og að stefnur sem gefnar hafa verið út á hendur fyrirtækja Trump og nokkurra ríkisstofnana verði felldar niður, að því er segir í frétt Reuters. Allir dómararnir voru skipaðir af forsetanum sem voru repúblikanar. Trump forseti og Jay Sekulow, lögmaður hans, hrósuðu sigri þegar niðurstaðan lá fyrir. Sekulow lýsti úrskurðinum sem „fullnaðarsigri“ og Trump sagði hafa unnið sigur á „djúpríkinu og demókrötum“. Dómsmálaráðherrarnir tveir heita því aftur á móti að leita allra leiða til að draga forsetann til ábyrgðar. Annað mál vegna meintra brota Trump á stjórnarskrárákvæðinu sem fleiri en tvö hundruð þingmenn Demókrataflokksins höfðuðu liggur enn fyrir dómstólum. Trump krafðist þess í dag að umdæmisdómstóllinn í Richmond stöðvaði það mál einnig. Ólíkt forverum sínum hefur Trump ekki slitið á öll tengsl við viðskiptaveldi sitt. Hann hagnast enn persónulega á hótelrekstrinum í Washington-borg. Grundvöllur málsins gegnum honum var að þar með tæki hann við greiðslum frá erlendum ríkjum sem reyndu að hafa áhrif á hann. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00 Rannsaka mögulega spillingu í innsetningarnefnd Trump Einn helsti fjáraflari Repúblikanaflokksins er grunaður um að hafa nýtt sér aðstöðu sína hjá innsetningarnefnd Trump til að tryggja einkafyrirtækjum sínum viðskipti við erlend ríki. 8. júlí 2019 10:30 Erlend viðskipti Trump gætu orðið opinber Stefnendur í máli gegn Bandaríkjaforseta geta nú óskað eftir upplýsingum um viðskipti Trump-hótelsins í Washington-borg við erlend ríki. 2. nóvember 2018 19:43 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Alríkisáfrýjunardómstóll í Virginíu úrskurðaði að vísa bæri frá máli gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta þar sem hann var sakaður um að brjóta stjórnarskrárákvæði sem á að koma í veg fyrir spillingu með hótelrekstri sínum. Dómararnir sögðu að dómsmálaráðherrar sem höfðuðu málið skorti til þess lögvarða hagsmuni. Dómsmálaráðherrar Maryland og Columbia-svæðis, sem báðir eru demókratar, sökuðu forsetann um að brjóta ákvæði stjórnarskrár sem bannar honum að taka við gjöfum frá erlendum leiðtogum þar sem hann hagnast enn á hótelrekstri í Washington-borg. Hótelið hefur verið vinsælt hjá leiðtogum og kaupahéðnum frá ýmsum erlendum ríkjum. Dómararnir við fjórða umdæmisáfrýjunardómstólinn í Richmond í Virginíu sögðu að hagsmunir Maryland-ríkis og Columbia-svæðis af því að framfylgja stjórnarskrárákvæðinu væru svo óljósir að vafamál væri hvort að málshöfðun þeirra væri viðeigandi notkun á dómstólum. Skipuðu þeir því neðra dómstigi að vísa málinu frá og að stefnur sem gefnar hafa verið út á hendur fyrirtækja Trump og nokkurra ríkisstofnana verði felldar niður, að því er segir í frétt Reuters. Allir dómararnir voru skipaðir af forsetanum sem voru repúblikanar. Trump forseti og Jay Sekulow, lögmaður hans, hrósuðu sigri þegar niðurstaðan lá fyrir. Sekulow lýsti úrskurðinum sem „fullnaðarsigri“ og Trump sagði hafa unnið sigur á „djúpríkinu og demókrötum“. Dómsmálaráðherrarnir tveir heita því aftur á móti að leita allra leiða til að draga forsetann til ábyrgðar. Annað mál vegna meintra brota Trump á stjórnarskrárákvæðinu sem fleiri en tvö hundruð þingmenn Demókrataflokksins höfðuðu liggur enn fyrir dómstólum. Trump krafðist þess í dag að umdæmisdómstóllinn í Richmond stöðvaði það mál einnig. Ólíkt forverum sínum hefur Trump ekki slitið á öll tengsl við viðskiptaveldi sitt. Hann hagnast enn persónulega á hótelrekstrinum í Washington-borg. Grundvöllur málsins gegnum honum var að þar með tæki hann við greiðslum frá erlendum ríkjum sem reyndu að hafa áhrif á hann.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00 Rannsaka mögulega spillingu í innsetningarnefnd Trump Einn helsti fjáraflari Repúblikanaflokksins er grunaður um að hafa nýtt sér aðstöðu sína hjá innsetningarnefnd Trump til að tryggja einkafyrirtækjum sínum viðskipti við erlend ríki. 8. júlí 2019 10:30 Erlend viðskipti Trump gætu orðið opinber Stefnendur í máli gegn Bandaríkjaforseta geta nú óskað eftir upplýsingum um viðskipti Trump-hótelsins í Washington-borg við erlend ríki. 2. nóvember 2018 19:43 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00
Rannsaka mögulega spillingu í innsetningarnefnd Trump Einn helsti fjáraflari Repúblikanaflokksins er grunaður um að hafa nýtt sér aðstöðu sína hjá innsetningarnefnd Trump til að tryggja einkafyrirtækjum sínum viðskipti við erlend ríki. 8. júlí 2019 10:30
Erlend viðskipti Trump gætu orðið opinber Stefnendur í máli gegn Bandaríkjaforseta geta nú óskað eftir upplýsingum um viðskipti Trump-hótelsins í Washington-borg við erlend ríki. 2. nóvember 2018 19:43
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent