Máli vegna hótelumsvifa Trump vísað frá Kjartan Kjartansson skrifar 10. júlí 2019 17:59 Alþjóðahótel Trump í Washington-borg hefur orðið vinsæll áningarstaður fulltrúa erlendra ríkja sem vilja koma sér í mjúkinn hjá forsetanum. Vísir/EPA Alríkisáfrýjunardómstóll í Virginíu úrskurðaði að vísa bæri frá máli gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta þar sem hann var sakaður um að brjóta stjórnarskrárákvæði sem á að koma í veg fyrir spillingu með hótelrekstri sínum. Dómararnir sögðu að dómsmálaráðherrar sem höfðuðu málið skorti til þess lögvarða hagsmuni. Dómsmálaráðherrar Maryland og Columbia-svæðis, sem báðir eru demókratar, sökuðu forsetann um að brjóta ákvæði stjórnarskrár sem bannar honum að taka við gjöfum frá erlendum leiðtogum þar sem hann hagnast enn á hótelrekstri í Washington-borg. Hótelið hefur verið vinsælt hjá leiðtogum og kaupahéðnum frá ýmsum erlendum ríkjum. Dómararnir við fjórða umdæmisáfrýjunardómstólinn í Richmond í Virginíu sögðu að hagsmunir Maryland-ríkis og Columbia-svæðis af því að framfylgja stjórnarskrárákvæðinu væru svo óljósir að vafamál væri hvort að málshöfðun þeirra væri viðeigandi notkun á dómstólum. Skipuðu þeir því neðra dómstigi að vísa málinu frá og að stefnur sem gefnar hafa verið út á hendur fyrirtækja Trump og nokkurra ríkisstofnana verði felldar niður, að því er segir í frétt Reuters. Allir dómararnir voru skipaðir af forsetanum sem voru repúblikanar. Trump forseti og Jay Sekulow, lögmaður hans, hrósuðu sigri þegar niðurstaðan lá fyrir. Sekulow lýsti úrskurðinum sem „fullnaðarsigri“ og Trump sagði hafa unnið sigur á „djúpríkinu og demókrötum“. Dómsmálaráðherrarnir tveir heita því aftur á móti að leita allra leiða til að draga forsetann til ábyrgðar. Annað mál vegna meintra brota Trump á stjórnarskrárákvæðinu sem fleiri en tvö hundruð þingmenn Demókrataflokksins höfðuðu liggur enn fyrir dómstólum. Trump krafðist þess í dag að umdæmisdómstóllinn í Richmond stöðvaði það mál einnig. Ólíkt forverum sínum hefur Trump ekki slitið á öll tengsl við viðskiptaveldi sitt. Hann hagnast enn persónulega á hótelrekstrinum í Washington-borg. Grundvöllur málsins gegnum honum var að þar með tæki hann við greiðslum frá erlendum ríkjum sem reyndu að hafa áhrif á hann. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00 Rannsaka mögulega spillingu í innsetningarnefnd Trump Einn helsti fjáraflari Repúblikanaflokksins er grunaður um að hafa nýtt sér aðstöðu sína hjá innsetningarnefnd Trump til að tryggja einkafyrirtækjum sínum viðskipti við erlend ríki. 8. júlí 2019 10:30 Erlend viðskipti Trump gætu orðið opinber Stefnendur í máli gegn Bandaríkjaforseta geta nú óskað eftir upplýsingum um viðskipti Trump-hótelsins í Washington-borg við erlend ríki. 2. nóvember 2018 19:43 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Alríkisáfrýjunardómstóll í Virginíu úrskurðaði að vísa bæri frá máli gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta þar sem hann var sakaður um að brjóta stjórnarskrárákvæði sem á að koma í veg fyrir spillingu með hótelrekstri sínum. Dómararnir sögðu að dómsmálaráðherrar sem höfðuðu málið skorti til þess lögvarða hagsmuni. Dómsmálaráðherrar Maryland og Columbia-svæðis, sem báðir eru demókratar, sökuðu forsetann um að brjóta ákvæði stjórnarskrár sem bannar honum að taka við gjöfum frá erlendum leiðtogum þar sem hann hagnast enn á hótelrekstri í Washington-borg. Hótelið hefur verið vinsælt hjá leiðtogum og kaupahéðnum frá ýmsum erlendum ríkjum. Dómararnir við fjórða umdæmisáfrýjunardómstólinn í Richmond í Virginíu sögðu að hagsmunir Maryland-ríkis og Columbia-svæðis af því að framfylgja stjórnarskrárákvæðinu væru svo óljósir að vafamál væri hvort að málshöfðun þeirra væri viðeigandi notkun á dómstólum. Skipuðu þeir því neðra dómstigi að vísa málinu frá og að stefnur sem gefnar hafa verið út á hendur fyrirtækja Trump og nokkurra ríkisstofnana verði felldar niður, að því er segir í frétt Reuters. Allir dómararnir voru skipaðir af forsetanum sem voru repúblikanar. Trump forseti og Jay Sekulow, lögmaður hans, hrósuðu sigri þegar niðurstaðan lá fyrir. Sekulow lýsti úrskurðinum sem „fullnaðarsigri“ og Trump sagði hafa unnið sigur á „djúpríkinu og demókrötum“. Dómsmálaráðherrarnir tveir heita því aftur á móti að leita allra leiða til að draga forsetann til ábyrgðar. Annað mál vegna meintra brota Trump á stjórnarskrárákvæðinu sem fleiri en tvö hundruð þingmenn Demókrataflokksins höfðuðu liggur enn fyrir dómstólum. Trump krafðist þess í dag að umdæmisdómstóllinn í Richmond stöðvaði það mál einnig. Ólíkt forverum sínum hefur Trump ekki slitið á öll tengsl við viðskiptaveldi sitt. Hann hagnast enn persónulega á hótelrekstrinum í Washington-borg. Grundvöllur málsins gegnum honum var að þar með tæki hann við greiðslum frá erlendum ríkjum sem reyndu að hafa áhrif á hann.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00 Rannsaka mögulega spillingu í innsetningarnefnd Trump Einn helsti fjáraflari Repúblikanaflokksins er grunaður um að hafa nýtt sér aðstöðu sína hjá innsetningarnefnd Trump til að tryggja einkafyrirtækjum sínum viðskipti við erlend ríki. 8. júlí 2019 10:30 Erlend viðskipti Trump gætu orðið opinber Stefnendur í máli gegn Bandaríkjaforseta geta nú óskað eftir upplýsingum um viðskipti Trump-hótelsins í Washington-borg við erlend ríki. 2. nóvember 2018 19:43 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00
Rannsaka mögulega spillingu í innsetningarnefnd Trump Einn helsti fjáraflari Repúblikanaflokksins er grunaður um að hafa nýtt sér aðstöðu sína hjá innsetningarnefnd Trump til að tryggja einkafyrirtækjum sínum viðskipti við erlend ríki. 8. júlí 2019 10:30
Erlend viðskipti Trump gætu orðið opinber Stefnendur í máli gegn Bandaríkjaforseta geta nú óskað eftir upplýsingum um viðskipti Trump-hótelsins í Washington-borg við erlend ríki. 2. nóvember 2018 19:43