Sögðust ætla að aflífa ósótta hunda Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. júlí 2019 11:21 Hundarnir tveir sem um ræðir. Grímsnes- og Grafningshr./Facebook Facebook-færsla sem birt var á síðu Sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps hefur vakið hörð viðbrögð netverja. Í færslunni kemur fram að tveir hundar sem voru í vörslu sveitarfélagsins yrði lógað, hefðu eigendur þeirra ekki samband við hundafangara sem fór með málið. Undir færsluna skrifar sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps, en það er Ingibjörg Harðardóttir. Skjáskot„Verði ekki haft samband og hundanna ekki vitjað eigi síðar en 15. júlí 2019 verða þeir aflífaðir skv. Samþykkt um hundahald í Grímsnes- og Grafningshreppi nr. 60/2012,“ segir í færslunni. Heimildir Vísis herma að síðan færslan birtist hafi eigandi hundanna haft samband og til standi að sækja hundana. Í 3. grein samþykktar um hundahald í Grímsnes- og Grafningshreppi segir að leyfilegt sé að aflífa hund í óskilum „sé hans ekki vitjað innan sjö daga frá því eiganda var tilkynnt um handsömun hans , enda sé eigandi hundsins upplýstur um hvað vanræksla á að vitja ekki um hundinn getur haft í för með sér.“ Ekki liggur ljóst fyrir með hvort eigandi hundanna var látinn vita með öðrum hætti en í gegn um Facebook-færsluna, þar sem fréttastofu hefur ekki tekist að ná í Ingibjörgu Harðardóttur, sveitarstjóra Grímsnes- og Grafningshrepps sem skrifar undir færsluna.Netverjar ósáttir Ljóst er að margir eru ósáttir við það að aflífa eigi hundana verði þeirra ekki vitjað og velta því upp hvort ekki sé hægt að leita annarra leiða, fari svo að eigendur hundanna skjóti ekki upp kollinum.Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri í Grímsnes- og GrafningshreppiEinn netverji bendir á að allavega annar hundurinn sé merktur: „Þessi litli er merktur með tveimur símanúmerum! Hvernig væri að taka upp símann og láta eiganda vita? Hvað vitið þið um það hvort eigandi sé ekki á fullu að leita en hafi enga hugmynd um að þið hafið hirt þá upp?“ Þá bendir önnur kona á að sá sé almennt ekki hátturinn að aflífa hunda sem eru yfirgefnir af eigendum. Ummæli við færsluna skipta tugum og mörgum verulega heitt í hamsi vegna málsins. Orð eins og „aumingjar,“ „ógeðslegt fólk“ og „djöfuls rugl“ hafa þá verið látin falla. Ekki náðist í Ingibjörgu Harðardóttur, sveitarstjóra Grímsnes- og Grafningshrepps sem skrifar undir færsluna, við vinnslu þessarar fréttar. Í svari á Facebook-síðu hreppsins kemur fram að hundarnir sem um ræði hafi oftar en ekki gengið lausir í sveitarfélaginu og kvartað undan þeim.Svarið má sjá að neðan.Svar frá hreppnumÍ Grímsnes- og Grafningshrepp er lausaganga hunda bönnuð og var það staðfest síðast með samþykkt þann 13. janúar 2012.Hundarnir sem hér ræðir um hafa oftar en ekki gengið lausir í sveitarfélaginu og hefur verið kvartað undan þeim.Þeir voru handsamaðir um helgina og er nú verið að auglýsa eftir eigendum þeirra.í 2. gr samþykkta sveitarfélagsins um hundahald segir að hundar skuli aldrei ganga lausir á almannafæri heldur vera í fylgd með einhverjum sem hefur fullt vald á þeim.Við brot á skilyrðum fyrrnefndar greinar skal fjarlægja viðkomandi hunda, sem hefur í þessu tilviki verið gert.Yfirvöldum sveitarfélagsins er ekki skylt að geyma skráða hunda lengur en í tíu daga frá handsömun þeirra og er heimilt að láta aflífa hundana að þeim tíma liðnum.Yfirvöldum sveitarfélagsins ber að auglýsa handsömun á hundum líkt og verið er að gera hér.Vissulega vonumst við til þess að þurfa ekki að grípa til þessa örþrifaráðs og óskum því hér með eftir að eigendur gefi sig fram við hundafangarann. Dýr Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Ætla að ráðast í umfangsmikla rannsókn á gagnaþjófnaðinum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Facebook-færsla sem birt var á síðu Sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps hefur vakið hörð viðbrögð netverja. Í færslunni kemur fram að tveir hundar sem voru í vörslu sveitarfélagsins yrði lógað, hefðu eigendur þeirra ekki samband við hundafangara sem fór með málið. Undir færsluna skrifar sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps, en það er Ingibjörg Harðardóttir. Skjáskot„Verði ekki haft samband og hundanna ekki vitjað eigi síðar en 15. júlí 2019 verða þeir aflífaðir skv. Samþykkt um hundahald í Grímsnes- og Grafningshreppi nr. 60/2012,“ segir í færslunni. Heimildir Vísis herma að síðan færslan birtist hafi eigandi hundanna haft samband og til standi að sækja hundana. Í 3. grein samþykktar um hundahald í Grímsnes- og Grafningshreppi segir að leyfilegt sé að aflífa hund í óskilum „sé hans ekki vitjað innan sjö daga frá því eiganda var tilkynnt um handsömun hans , enda sé eigandi hundsins upplýstur um hvað vanræksla á að vitja ekki um hundinn getur haft í för með sér.“ Ekki liggur ljóst fyrir með hvort eigandi hundanna var látinn vita með öðrum hætti en í gegn um Facebook-færsluna, þar sem fréttastofu hefur ekki tekist að ná í Ingibjörgu Harðardóttur, sveitarstjóra Grímsnes- og Grafningshrepps sem skrifar undir færsluna.Netverjar ósáttir Ljóst er að margir eru ósáttir við það að aflífa eigi hundana verði þeirra ekki vitjað og velta því upp hvort ekki sé hægt að leita annarra leiða, fari svo að eigendur hundanna skjóti ekki upp kollinum.Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri í Grímsnes- og GrafningshreppiEinn netverji bendir á að allavega annar hundurinn sé merktur: „Þessi litli er merktur með tveimur símanúmerum! Hvernig væri að taka upp símann og láta eiganda vita? Hvað vitið þið um það hvort eigandi sé ekki á fullu að leita en hafi enga hugmynd um að þið hafið hirt þá upp?“ Þá bendir önnur kona á að sá sé almennt ekki hátturinn að aflífa hunda sem eru yfirgefnir af eigendum. Ummæli við færsluna skipta tugum og mörgum verulega heitt í hamsi vegna málsins. Orð eins og „aumingjar,“ „ógeðslegt fólk“ og „djöfuls rugl“ hafa þá verið látin falla. Ekki náðist í Ingibjörgu Harðardóttur, sveitarstjóra Grímsnes- og Grafningshrepps sem skrifar undir færsluna, við vinnslu þessarar fréttar. Í svari á Facebook-síðu hreppsins kemur fram að hundarnir sem um ræði hafi oftar en ekki gengið lausir í sveitarfélaginu og kvartað undan þeim.Svarið má sjá að neðan.Svar frá hreppnumÍ Grímsnes- og Grafningshrepp er lausaganga hunda bönnuð og var það staðfest síðast með samþykkt þann 13. janúar 2012.Hundarnir sem hér ræðir um hafa oftar en ekki gengið lausir í sveitarfélaginu og hefur verið kvartað undan þeim.Þeir voru handsamaðir um helgina og er nú verið að auglýsa eftir eigendum þeirra.í 2. gr samþykkta sveitarfélagsins um hundahald segir að hundar skuli aldrei ganga lausir á almannafæri heldur vera í fylgd með einhverjum sem hefur fullt vald á þeim.Við brot á skilyrðum fyrrnefndar greinar skal fjarlægja viðkomandi hunda, sem hefur í þessu tilviki verið gert.Yfirvöldum sveitarfélagsins er ekki skylt að geyma skráða hunda lengur en í tíu daga frá handsömun þeirra og er heimilt að láta aflífa hundana að þeim tíma liðnum.Yfirvöldum sveitarfélagsins ber að auglýsa handsömun á hundum líkt og verið er að gera hér.Vissulega vonumst við til þess að þurfa ekki að grípa til þessa örþrifaráðs og óskum því hér með eftir að eigendur gefi sig fram við hundafangarann.
Dýr Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Ætla að ráðast í umfangsmikla rannsókn á gagnaþjófnaðinum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent