Gummi Ben sportbar opnar í miðborginni Birgir Olgeirsson skrifar 29. júlí 2019 11:15 Guðmundur Benediktsson. Vísir/Vilhelm Guðmundur Benediktsson fjölmiðlamaður opnar sportbar í fínni kantinum í miðborg Reykjavíkur á næstunni. Guðmundur deildi færslu á Twitter um helgina þar sem mátti sjá mynd af lógói staðarins sem hefur fengið heitið Gummi Ben bar. Guðmundur er einn af hluthöfum staðarins ásamt Andrési Þór Björnssyni og Ómari Ingimarssyni sem eiga staðinn Drunk Rabbit í Austurstræti og ráku áður Húrra í Naustinni. Verður Gummi Ben bar í húsinu sem áður hýsti Húrra. „Þetta er ekki hugmynd sem ég stakk upp á. Þótt alla hafi dreymt um að eiga bar þá hef ég aldrei vaðið í það. Ómar og Andrés komu að máli við mig snemma á árinu og úr varð þessi staður,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Að sögn Guðmundur verður er um að ræða sportbar í fínni kantinum þar sem hægt verður að horfa á íþróttaviðburði, stunda allskyns bartengda afþreyingu og drekka bjór sem bruggaður er sérstaklega fyrir staðinn.Guðmundur á staðinn ásamt Andrési Þór Björnssyni og Ómari Ingimarssyni sem áður ráku Húrra.Vísir/VilhelmVonir standa til að staðurinn verði opnaður um þar næstu mánaðamót. Guðmundur segir að staðið hafi til að opna staðinn fyrr en vegna mikilla framkvæmda hafi það tafist. „Við höfum enga sérstaka fyrirmynd þegar kemur að hönnun staðarins en vorum sammála um það strax að við ætluðum að gera þetta vel og hafa þetta vandaðan og flottan stað. Og ég sé ekki betur en að það sé að takast miðað við hvernig útlitið er á myndunum. Nú erum við bara dag og nótt með hamarinn að gera allt klárt,“ segir Guðmundur. Hann segir að líkur sé á að staðið verði fyrir hinum ýmsu viðburðum á staðnum. „Við ætlum líka að halda okkur við það að það verði svið þarna og um helga verði alvöru skemmtun fram á nótt. Þannig að það verður líf og fjör þarna alla daga, það er mottóið okkar,“ segir Guðmundur.Guðmundur er starfsmaður Sýnar hf. sem á og rekur Vísi. Soon pic.twitter.com/5ebnjbbaC1— Gummi Ben (@GummiBen) July 28, 2019 Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Guðmundur Benediktsson fjölmiðlamaður opnar sportbar í fínni kantinum í miðborg Reykjavíkur á næstunni. Guðmundur deildi færslu á Twitter um helgina þar sem mátti sjá mynd af lógói staðarins sem hefur fengið heitið Gummi Ben bar. Guðmundur er einn af hluthöfum staðarins ásamt Andrési Þór Björnssyni og Ómari Ingimarssyni sem eiga staðinn Drunk Rabbit í Austurstræti og ráku áður Húrra í Naustinni. Verður Gummi Ben bar í húsinu sem áður hýsti Húrra. „Þetta er ekki hugmynd sem ég stakk upp á. Þótt alla hafi dreymt um að eiga bar þá hef ég aldrei vaðið í það. Ómar og Andrés komu að máli við mig snemma á árinu og úr varð þessi staður,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Að sögn Guðmundur verður er um að ræða sportbar í fínni kantinum þar sem hægt verður að horfa á íþróttaviðburði, stunda allskyns bartengda afþreyingu og drekka bjór sem bruggaður er sérstaklega fyrir staðinn.Guðmundur á staðinn ásamt Andrési Þór Björnssyni og Ómari Ingimarssyni sem áður ráku Húrra.Vísir/VilhelmVonir standa til að staðurinn verði opnaður um þar næstu mánaðamót. Guðmundur segir að staðið hafi til að opna staðinn fyrr en vegna mikilla framkvæmda hafi það tafist. „Við höfum enga sérstaka fyrirmynd þegar kemur að hönnun staðarins en vorum sammála um það strax að við ætluðum að gera þetta vel og hafa þetta vandaðan og flottan stað. Og ég sé ekki betur en að það sé að takast miðað við hvernig útlitið er á myndunum. Nú erum við bara dag og nótt með hamarinn að gera allt klárt,“ segir Guðmundur. Hann segir að líkur sé á að staðið verði fyrir hinum ýmsu viðburðum á staðnum. „Við ætlum líka að halda okkur við það að það verði svið þarna og um helga verði alvöru skemmtun fram á nótt. Þannig að það verður líf og fjör þarna alla daga, það er mottóið okkar,“ segir Guðmundur.Guðmundur er starfsmaður Sýnar hf. sem á og rekur Vísi. Soon pic.twitter.com/5ebnjbbaC1— Gummi Ben (@GummiBen) July 28, 2019
Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Sjá meira