Segir dásamlegt að sjá líf færast í húsið á ný Sighvatur Arnmundsson skrifar 29. júlí 2019 07:00 Unnið hefur verið að endurbótum á húsnæði St. Jósefsspítala að undanförnu og styttist í að Lífsgæðasetur hefji þar starfsemi. Fréttablaðið/Ernir Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir skemmtilegt samfélag vera að myndast í St. Jósefsspítala sem hefur staðið auður frá 2011. Lífsgæðasetur mun taka þar til starfa í haust. Gert er ráð fyrir íbúðum í gömlu skólahúsi gegnt spítalanum. „Það er að verða til þarna mjög sérstakt og skemmtilegt samfélag með tilkomu Lífsgæðaseturs. Það er dásamlegt að sjá líf færast aftur í húsið,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, um nýtt hlutverk St. Jósefsspítala. Að undanförnu hefur verið unnið að endurbótum á spítalanum sem staðið hefur auður frá því að hann hætti rekstri 2011. Hafnarfjarðarbær eignaðist húsnæðið árið 2017 og var í framhaldinu ákveðið að þar yrði starfrækt Lífsgæðasetur en undirbúningur verkefnisins hefur staðið yfir frá því í byrjun síðasta árs.Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.„Það var auglýst eftir áhugasömum aðilum til að taka rými á leigu. Það hefur gengið mjög vel og færri sem komust að en vildu í fyrstu atrennu,“ segir Rósa. Ákveðið var að vinna að endurbótunum í áföngum og byrja á einni hæð. „Fyrstu aðilarnir eru komnir þarna inn, þetta er að verða tilbúið. Í byrjun september er ætlunin að þessi fyrsti áfangi í uppgerð hússins verði tilbúinn og þá verði opnað með formlegum hætti.“ Bæjarbúum gefist þá tækifæri til að skoða húsið sem þeim sé svo annt um og sjá hvernig til hafi tekist við endurbæturnar. „Við gerðum líka nýverið samning við Leikfélag Hafnarfjarðar sem hefur verið á hrakhólum með húsnæði í mörg ár um að það fái tímabundin afnot af kapellunni. Þannig að það mun færast mikið líf og fjör í húsið en fyrst og fremst er verið að hefja það aftur til vegs og virðingar.“Samkvæmt skipulagi á að breyta gamla skólahúsinu í íbúðarhúsnæði.Þá auglýstu Ríkiskaup í síðustu viku húseignina Suðurgötu 44 til sölu. Húsið, sem áður hýsti meðal annars skóla St. Jósefssystra og læknastofur, stendur gegnt spítalanum. Samkvæmt breyttu deiliskipulagi er gert ráð fyrir að húsnæðinu verði breytt í íbúðarhús með allt að tólf íbúðum í því skyni að stuðla að þéttingu byggðar. „Íbúðir þarna hljóta að verða mjög spennandi kostur því þessi reitur er að gjörbreytast frá því að hafa verið sögufræg hús sem voru farin að drabbast niður í það að þarna byggist upp skemmtilegt samfélag og íbúðir alveg í miðbæ Hafnarfjarðar.“ Samkvæmt auglýsingu er húsið nokkuð illa farið og þarfnast töluverðra lagfæringa. Húsið er alls um 885 fermetrar og er ásett verð 145 milljónir króna. Í úttekt sem Minjastofnun gerði á húsinu árið 2015 segir að það hafi gildi vegna menningarsögu og byggingarlistar. Var mælt með því að gert yrði við húsið og því fundið verðugt hlutverk. Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Skipulag Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Fleiri fréttir Hraðbankinn fundinn og milljónirnar með Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Sjá meira
Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir skemmtilegt samfélag vera að myndast í St. Jósefsspítala sem hefur staðið auður frá 2011. Lífsgæðasetur mun taka þar til starfa í haust. Gert er ráð fyrir íbúðum í gömlu skólahúsi gegnt spítalanum. „Það er að verða til þarna mjög sérstakt og skemmtilegt samfélag með tilkomu Lífsgæðaseturs. Það er dásamlegt að sjá líf færast aftur í húsið,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, um nýtt hlutverk St. Jósefsspítala. Að undanförnu hefur verið unnið að endurbótum á spítalanum sem staðið hefur auður frá því að hann hætti rekstri 2011. Hafnarfjarðarbær eignaðist húsnæðið árið 2017 og var í framhaldinu ákveðið að þar yrði starfrækt Lífsgæðasetur en undirbúningur verkefnisins hefur staðið yfir frá því í byrjun síðasta árs.Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.„Það var auglýst eftir áhugasömum aðilum til að taka rými á leigu. Það hefur gengið mjög vel og færri sem komust að en vildu í fyrstu atrennu,“ segir Rósa. Ákveðið var að vinna að endurbótunum í áföngum og byrja á einni hæð. „Fyrstu aðilarnir eru komnir þarna inn, þetta er að verða tilbúið. Í byrjun september er ætlunin að þessi fyrsti áfangi í uppgerð hússins verði tilbúinn og þá verði opnað með formlegum hætti.“ Bæjarbúum gefist þá tækifæri til að skoða húsið sem þeim sé svo annt um og sjá hvernig til hafi tekist við endurbæturnar. „Við gerðum líka nýverið samning við Leikfélag Hafnarfjarðar sem hefur verið á hrakhólum með húsnæði í mörg ár um að það fái tímabundin afnot af kapellunni. Þannig að það mun færast mikið líf og fjör í húsið en fyrst og fremst er verið að hefja það aftur til vegs og virðingar.“Samkvæmt skipulagi á að breyta gamla skólahúsinu í íbúðarhúsnæði.Þá auglýstu Ríkiskaup í síðustu viku húseignina Suðurgötu 44 til sölu. Húsið, sem áður hýsti meðal annars skóla St. Jósefssystra og læknastofur, stendur gegnt spítalanum. Samkvæmt breyttu deiliskipulagi er gert ráð fyrir að húsnæðinu verði breytt í íbúðarhús með allt að tólf íbúðum í því skyni að stuðla að þéttingu byggðar. „Íbúðir þarna hljóta að verða mjög spennandi kostur því þessi reitur er að gjörbreytast frá því að hafa verið sögufræg hús sem voru farin að drabbast niður í það að þarna byggist upp skemmtilegt samfélag og íbúðir alveg í miðbæ Hafnarfjarðar.“ Samkvæmt auglýsingu er húsið nokkuð illa farið og þarfnast töluverðra lagfæringa. Húsið er alls um 885 fermetrar og er ásett verð 145 milljónir króna. Í úttekt sem Minjastofnun gerði á húsinu árið 2015 segir að það hafi gildi vegna menningarsögu og byggingarlistar. Var mælt með því að gert yrði við húsið og því fundið verðugt hlutverk.
Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Skipulag Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Fleiri fréttir Hraðbankinn fundinn og milljónirnar með Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Sjá meira