Segir dásamlegt að sjá líf færast í húsið á ný Sighvatur Arnmundsson skrifar 29. júlí 2019 07:00 Unnið hefur verið að endurbótum á húsnæði St. Jósefsspítala að undanförnu og styttist í að Lífsgæðasetur hefji þar starfsemi. Fréttablaðið/Ernir Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir skemmtilegt samfélag vera að myndast í St. Jósefsspítala sem hefur staðið auður frá 2011. Lífsgæðasetur mun taka þar til starfa í haust. Gert er ráð fyrir íbúðum í gömlu skólahúsi gegnt spítalanum. „Það er að verða til þarna mjög sérstakt og skemmtilegt samfélag með tilkomu Lífsgæðaseturs. Það er dásamlegt að sjá líf færast aftur í húsið,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, um nýtt hlutverk St. Jósefsspítala. Að undanförnu hefur verið unnið að endurbótum á spítalanum sem staðið hefur auður frá því að hann hætti rekstri 2011. Hafnarfjarðarbær eignaðist húsnæðið árið 2017 og var í framhaldinu ákveðið að þar yrði starfrækt Lífsgæðasetur en undirbúningur verkefnisins hefur staðið yfir frá því í byrjun síðasta árs.Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.„Það var auglýst eftir áhugasömum aðilum til að taka rými á leigu. Það hefur gengið mjög vel og færri sem komust að en vildu í fyrstu atrennu,“ segir Rósa. Ákveðið var að vinna að endurbótunum í áföngum og byrja á einni hæð. „Fyrstu aðilarnir eru komnir þarna inn, þetta er að verða tilbúið. Í byrjun september er ætlunin að þessi fyrsti áfangi í uppgerð hússins verði tilbúinn og þá verði opnað með formlegum hætti.“ Bæjarbúum gefist þá tækifæri til að skoða húsið sem þeim sé svo annt um og sjá hvernig til hafi tekist við endurbæturnar. „Við gerðum líka nýverið samning við Leikfélag Hafnarfjarðar sem hefur verið á hrakhólum með húsnæði í mörg ár um að það fái tímabundin afnot af kapellunni. Þannig að það mun færast mikið líf og fjör í húsið en fyrst og fremst er verið að hefja það aftur til vegs og virðingar.“Samkvæmt skipulagi á að breyta gamla skólahúsinu í íbúðarhúsnæði.Þá auglýstu Ríkiskaup í síðustu viku húseignina Suðurgötu 44 til sölu. Húsið, sem áður hýsti meðal annars skóla St. Jósefssystra og læknastofur, stendur gegnt spítalanum. Samkvæmt breyttu deiliskipulagi er gert ráð fyrir að húsnæðinu verði breytt í íbúðarhús með allt að tólf íbúðum í því skyni að stuðla að þéttingu byggðar. „Íbúðir þarna hljóta að verða mjög spennandi kostur því þessi reitur er að gjörbreytast frá því að hafa verið sögufræg hús sem voru farin að drabbast niður í það að þarna byggist upp skemmtilegt samfélag og íbúðir alveg í miðbæ Hafnarfjarðar.“ Samkvæmt auglýsingu er húsið nokkuð illa farið og þarfnast töluverðra lagfæringa. Húsið er alls um 885 fermetrar og er ásett verð 145 milljónir króna. Í úttekt sem Minjastofnun gerði á húsinu árið 2015 segir að það hafi gildi vegna menningarsögu og byggingarlistar. Var mælt með því að gert yrði við húsið og því fundið verðugt hlutverk. Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Skipulag Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Sjá meira
Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir skemmtilegt samfélag vera að myndast í St. Jósefsspítala sem hefur staðið auður frá 2011. Lífsgæðasetur mun taka þar til starfa í haust. Gert er ráð fyrir íbúðum í gömlu skólahúsi gegnt spítalanum. „Það er að verða til þarna mjög sérstakt og skemmtilegt samfélag með tilkomu Lífsgæðaseturs. Það er dásamlegt að sjá líf færast aftur í húsið,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, um nýtt hlutverk St. Jósefsspítala. Að undanförnu hefur verið unnið að endurbótum á spítalanum sem staðið hefur auður frá því að hann hætti rekstri 2011. Hafnarfjarðarbær eignaðist húsnæðið árið 2017 og var í framhaldinu ákveðið að þar yrði starfrækt Lífsgæðasetur en undirbúningur verkefnisins hefur staðið yfir frá því í byrjun síðasta árs.Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.„Það var auglýst eftir áhugasömum aðilum til að taka rými á leigu. Það hefur gengið mjög vel og færri sem komust að en vildu í fyrstu atrennu,“ segir Rósa. Ákveðið var að vinna að endurbótunum í áföngum og byrja á einni hæð. „Fyrstu aðilarnir eru komnir þarna inn, þetta er að verða tilbúið. Í byrjun september er ætlunin að þessi fyrsti áfangi í uppgerð hússins verði tilbúinn og þá verði opnað með formlegum hætti.“ Bæjarbúum gefist þá tækifæri til að skoða húsið sem þeim sé svo annt um og sjá hvernig til hafi tekist við endurbæturnar. „Við gerðum líka nýverið samning við Leikfélag Hafnarfjarðar sem hefur verið á hrakhólum með húsnæði í mörg ár um að það fái tímabundin afnot af kapellunni. Þannig að það mun færast mikið líf og fjör í húsið en fyrst og fremst er verið að hefja það aftur til vegs og virðingar.“Samkvæmt skipulagi á að breyta gamla skólahúsinu í íbúðarhúsnæði.Þá auglýstu Ríkiskaup í síðustu viku húseignina Suðurgötu 44 til sölu. Húsið, sem áður hýsti meðal annars skóla St. Jósefssystra og læknastofur, stendur gegnt spítalanum. Samkvæmt breyttu deiliskipulagi er gert ráð fyrir að húsnæðinu verði breytt í íbúðarhús með allt að tólf íbúðum í því skyni að stuðla að þéttingu byggðar. „Íbúðir þarna hljóta að verða mjög spennandi kostur því þessi reitur er að gjörbreytast frá því að hafa verið sögufræg hús sem voru farin að drabbast niður í það að þarna byggist upp skemmtilegt samfélag og íbúðir alveg í miðbæ Hafnarfjarðar.“ Samkvæmt auglýsingu er húsið nokkuð illa farið og þarfnast töluverðra lagfæringa. Húsið er alls um 885 fermetrar og er ásett verð 145 milljónir króna. Í úttekt sem Minjastofnun gerði á húsinu árið 2015 segir að það hafi gildi vegna menningarsögu og byggingarlistar. Var mælt með því að gert yrði við húsið og því fundið verðugt hlutverk.
Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Skipulag Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Sjá meira