Samfélagsmiðlar og New York í forgrunni í endurgerð Gossip Girl þáttanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. júlí 2019 11:16 Áhorfendur þáttanna Gossip Girl vilja vita hvort einhver úr gamla leikhópnum bregði fyrir í endurgerð þáttanna. Vísir/getty Framleiðendur unglingaþáttanna Gossip Girl, sem fjalla um forríka yfirstéttarkrakka sem keppa um vinsældir og völd í einkaskóla í Manhattan með samfélagsmiðla að vopni, snýr aftur á skjáinn vorið 2020 en í örlítið breyttri mynd og með nýjum leikhópi. Þættirnir fóru í loftið árið 2007 en lokaþáttur Gossip Girl var sýndur 17. desember 2012. „Hin alvitra blaðurskjóða“ er sögumaður þáttanna en bandaríska leikkonan Kristen Bell talar fyrir hana þó að henni bregði aldrei fyrir á skjánum. Þættirnir byggja á samnefndum bókaflokki eftir Cevily von Ziegesaren. Josh Schwartz og Stephanie Savage eru framleiðendur þáttanna og koma aftur að gerð nýju þáttanna. Upprunalegu þættirnir voru sýndir á sjónvarpsstöðinni CW en nýju þættirnir verða sýndir á glænýrri streymisveitu Warner Media en öll Friends-þáttaröðin verður til dæmis sýnd þar á næsta ári.Framleiðendur munu leggja mikla áherslu á samfélagsmiðla í nýju þáttunum. „Hann mun sýna hversu mjög samfélagsmiðlarnir og sjálf borgarmynd New York hefur breyst á þessum árum sem hafa liðið“. Aðstandendur þáttanna hafa ekki viljað greina frá því hvort einhver úr gamla leikhópi Gossip Girl muni bregða fyrir í nýju þáttunum en segja má að Lake Meester, Penn Badgley, Chase Crawford, Blake Lively og Ed Westwick hafi brotist til frægðar með þáttunum.Penn Badgley ásamt mótleikonu sinni Elizabeth Lail og leikaranum John Stamos í þáttunum You.Vísir/gettyBadgley, sem fór með hlutverk Dans Humphrey, vill þó ekki láta bendla sig við nýju þættina og leitar í annars konar hlutverk. Hann gagnrýndi skilaboð þáttanna sem væru skaðleg en á sama tíma „normalíserandi“ þegar hann fór í viðtöl í tengslum við spennuþættina You sem sýndir eru á Netflix. Í þáttunum leikur hann hinn bókhneigða Joe Goldberg sem fær konu á heilann og þróar með sér stórhættulega þráhyggju. Áhorfendur þáttanna hafa lýst upplifun sína af þáttunum sem bæði hrollvekjandi og ruglingslega því illmennið Joe er vitundarmiðja þáttanna. Badgley sagði eftir á að hyggja að ekki væri í raun ekki neinn svakalegur munur á Joe og Humphrey. Samfélagið viðurkenni og á stundum upphefji jafnvel skaðlega hegðun sé hún í nafni ástar. Meester sem fór með hlutverk Blair Waldorf sagði á síðasta ári að hún myndi ekki vilja leika Waldorf aftur þrátt fyrir „einstaka og frábæra lífsreynslu“ við tökur á þáttunum. Blake Lively sem lék Serenu van der Woodsen var þó öllu opnari fyrir hugmyndinni um að leika sitt gamla hlutverk. „Hver veit,“ sagði Lively sem bætti við að þau hefðu öll haft svo gaman af því að vinna saman í New York. Bíó og sjónvarp Hollywood Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Gossip Girl-leikkona gjaldþrota Kelly Rutherford, sem lék í þáttunum Gossip Girl, hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum. Hún hefur átt í harðvítugri forræðisdeilu við fyrrum eiginmann sinn sem hefur höggið stór skörð í fjárhag hennar. 27. júní 2013 09:00 Verzlingar munu fá slúðrið beint í símann Verzlunarskólanemar geta i haust nálgast smáforrit sem sendir þeim allt nýjasta slúðrið innan veggja skólans beint í farsímann. 25. júní 2015 13:17 Ed Westwick verður ekki ákærður fyrir nauðgun Leikarinn Ed Westwick sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt í þáttunum Gossip Girl verður ekki ákærður fyrir þrjár nauðganir sem hann var sakaður um í fyrra. 27. júlí 2018 18:47 Tökur á síðustu seríu Gossip Girl hafnar Blake Lively og Leighton Meester voru mynduð á tökustað fyrir sjöttu og jafnframt síðustu seríuna af sjónvarpsþáttunum vinsælu, Gossip Girl 29. ágúst 2012 15:00 Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Sjá meira
Framleiðendur unglingaþáttanna Gossip Girl, sem fjalla um forríka yfirstéttarkrakka sem keppa um vinsældir og völd í einkaskóla í Manhattan með samfélagsmiðla að vopni, snýr aftur á skjáinn vorið 2020 en í örlítið breyttri mynd og með nýjum leikhópi. Þættirnir fóru í loftið árið 2007 en lokaþáttur Gossip Girl var sýndur 17. desember 2012. „Hin alvitra blaðurskjóða“ er sögumaður þáttanna en bandaríska leikkonan Kristen Bell talar fyrir hana þó að henni bregði aldrei fyrir á skjánum. Þættirnir byggja á samnefndum bókaflokki eftir Cevily von Ziegesaren. Josh Schwartz og Stephanie Savage eru framleiðendur þáttanna og koma aftur að gerð nýju þáttanna. Upprunalegu þættirnir voru sýndir á sjónvarpsstöðinni CW en nýju þættirnir verða sýndir á glænýrri streymisveitu Warner Media en öll Friends-þáttaröðin verður til dæmis sýnd þar á næsta ári.Framleiðendur munu leggja mikla áherslu á samfélagsmiðla í nýju þáttunum. „Hann mun sýna hversu mjög samfélagsmiðlarnir og sjálf borgarmynd New York hefur breyst á þessum árum sem hafa liðið“. Aðstandendur þáttanna hafa ekki viljað greina frá því hvort einhver úr gamla leikhópi Gossip Girl muni bregða fyrir í nýju þáttunum en segja má að Lake Meester, Penn Badgley, Chase Crawford, Blake Lively og Ed Westwick hafi brotist til frægðar með þáttunum.Penn Badgley ásamt mótleikonu sinni Elizabeth Lail og leikaranum John Stamos í þáttunum You.Vísir/gettyBadgley, sem fór með hlutverk Dans Humphrey, vill þó ekki láta bendla sig við nýju þættina og leitar í annars konar hlutverk. Hann gagnrýndi skilaboð þáttanna sem væru skaðleg en á sama tíma „normalíserandi“ þegar hann fór í viðtöl í tengslum við spennuþættina You sem sýndir eru á Netflix. Í þáttunum leikur hann hinn bókhneigða Joe Goldberg sem fær konu á heilann og þróar með sér stórhættulega þráhyggju. Áhorfendur þáttanna hafa lýst upplifun sína af þáttunum sem bæði hrollvekjandi og ruglingslega því illmennið Joe er vitundarmiðja þáttanna. Badgley sagði eftir á að hyggja að ekki væri í raun ekki neinn svakalegur munur á Joe og Humphrey. Samfélagið viðurkenni og á stundum upphefji jafnvel skaðlega hegðun sé hún í nafni ástar. Meester sem fór með hlutverk Blair Waldorf sagði á síðasta ári að hún myndi ekki vilja leika Waldorf aftur þrátt fyrir „einstaka og frábæra lífsreynslu“ við tökur á þáttunum. Blake Lively sem lék Serenu van der Woodsen var þó öllu opnari fyrir hugmyndinni um að leika sitt gamla hlutverk. „Hver veit,“ sagði Lively sem bætti við að þau hefðu öll haft svo gaman af því að vinna saman í New York.
Bíó og sjónvarp Hollywood Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Gossip Girl-leikkona gjaldþrota Kelly Rutherford, sem lék í þáttunum Gossip Girl, hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum. Hún hefur átt í harðvítugri forræðisdeilu við fyrrum eiginmann sinn sem hefur höggið stór skörð í fjárhag hennar. 27. júní 2013 09:00 Verzlingar munu fá slúðrið beint í símann Verzlunarskólanemar geta i haust nálgast smáforrit sem sendir þeim allt nýjasta slúðrið innan veggja skólans beint í farsímann. 25. júní 2015 13:17 Ed Westwick verður ekki ákærður fyrir nauðgun Leikarinn Ed Westwick sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt í þáttunum Gossip Girl verður ekki ákærður fyrir þrjár nauðganir sem hann var sakaður um í fyrra. 27. júlí 2018 18:47 Tökur á síðustu seríu Gossip Girl hafnar Blake Lively og Leighton Meester voru mynduð á tökustað fyrir sjöttu og jafnframt síðustu seríuna af sjónvarpsþáttunum vinsælu, Gossip Girl 29. ágúst 2012 15:00 Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Sjá meira
Gossip Girl-leikkona gjaldþrota Kelly Rutherford, sem lék í þáttunum Gossip Girl, hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum. Hún hefur átt í harðvítugri forræðisdeilu við fyrrum eiginmann sinn sem hefur höggið stór skörð í fjárhag hennar. 27. júní 2013 09:00
Verzlingar munu fá slúðrið beint í símann Verzlunarskólanemar geta i haust nálgast smáforrit sem sendir þeim allt nýjasta slúðrið innan veggja skólans beint í farsímann. 25. júní 2015 13:17
Ed Westwick verður ekki ákærður fyrir nauðgun Leikarinn Ed Westwick sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt í þáttunum Gossip Girl verður ekki ákærður fyrir þrjár nauðganir sem hann var sakaður um í fyrra. 27. júlí 2018 18:47
Tökur á síðustu seríu Gossip Girl hafnar Blake Lively og Leighton Meester voru mynduð á tökustað fyrir sjöttu og jafnframt síðustu seríuna af sjónvarpsþáttunum vinsælu, Gossip Girl 29. ágúst 2012 15:00