Fátækt fer ekki í sumarfrí segir forsvarskona Matarhjálp neyðarkall Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. júlí 2019 00:00 Helmingi fleiri leita nú aðstoðar hjá á síðunni Matarhjálp Neyðarkall á Facebook að sögn forsvarskonu hópsins. Hún gagnrýnir að stjórnvöld veiti ekki opinberum hjálparsamtökum meira fjármagn til að aðstoða bágstadda en bæði Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálpin eru lokaðar í júlí. Fátækt fer ekki í sumarfrí, segir hún. Fjölskylduhjálp Íslands hefur lokað fyrir matarúthlutun í júní og júlí en að sögn Ásgerðar Jónu Flosadóttur er það vegna skorts á fjármagni. „Fjölskylduhjálpin fær eina milljón í ár frá ríki og eina frá borg en það nægir ekki fyrir leigukostnaði allt árið sem er um tólfhundruð þúsund krónur á mánuði. Þetta er í fyrsta skipti í 16 ár sem við lokum að sumri,“ segir Ásgerður. Þá er Fjölskylduhjálpin lokuð í júlí að venju. Fjórar konur stofnuðu Facebooksíðuna Matarhjálp neyðarkall jólaaðstoð og páska fyrir fimm árum. Áslaug Guðný Jónsdóttir ein forsvarskvenna þeirra segir að í sumar séu um helmingi fleiri sem leiti til þeirra vegna bágra kjara en síðasta sumar en hún vakti fyrst athygli á málinu í Fréttablaðinu. „Ásóknin hefur aukist um helming í sumar. Ég veit að hjá Fjölskylduhjálp Íslands er það vegna fjármagnsskorts og ríkistjórnin þarf að styrkja þá stofnun mun meira svo hægt sé að hjálpa öllu því fólki sem þarf á því að halda. Þá er líka lokað hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Það er opið hjá Hjálparstofnun kirkjunnar en við vitum ekki hversu margir geta sótt hjálp þangað. Það er svo mikil þörf,“ segir Áslaug. Aðstoðin sé veitt alla daga ársins og sé af margvíslegum toga. „Það eru helst einstæðir foreldrar, eldra fólk, sumir hafa ekki efni á að kaupa afmælisgjafir fyrir barnabörnin og leita til okkar. Skorturinn lýsir sér helst vöntun á lyfjum, mat og bara allt sem fólk þarf.Það er búið að hækka matinn núna upp úr öllu valdi. Það þarf að hjálpa fólkinu í landinu, byrja þarf á grunninum og hætta þessum skerðingum alls staðar. Fól hefur ekki tök á þessu. Fátæktin fer nefnilega aldrei í sumarfrí því miður, segir Áslaug að lokum. Hjálparstarf Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Helmingi fleiri leita nú aðstoðar hjá á síðunni Matarhjálp Neyðarkall á Facebook að sögn forsvarskonu hópsins. Hún gagnrýnir að stjórnvöld veiti ekki opinberum hjálparsamtökum meira fjármagn til að aðstoða bágstadda en bæði Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálpin eru lokaðar í júlí. Fátækt fer ekki í sumarfrí, segir hún. Fjölskylduhjálp Íslands hefur lokað fyrir matarúthlutun í júní og júlí en að sögn Ásgerðar Jónu Flosadóttur er það vegna skorts á fjármagni. „Fjölskylduhjálpin fær eina milljón í ár frá ríki og eina frá borg en það nægir ekki fyrir leigukostnaði allt árið sem er um tólfhundruð þúsund krónur á mánuði. Þetta er í fyrsta skipti í 16 ár sem við lokum að sumri,“ segir Ásgerður. Þá er Fjölskylduhjálpin lokuð í júlí að venju. Fjórar konur stofnuðu Facebooksíðuna Matarhjálp neyðarkall jólaaðstoð og páska fyrir fimm árum. Áslaug Guðný Jónsdóttir ein forsvarskvenna þeirra segir að í sumar séu um helmingi fleiri sem leiti til þeirra vegna bágra kjara en síðasta sumar en hún vakti fyrst athygli á málinu í Fréttablaðinu. „Ásóknin hefur aukist um helming í sumar. Ég veit að hjá Fjölskylduhjálp Íslands er það vegna fjármagnsskorts og ríkistjórnin þarf að styrkja þá stofnun mun meira svo hægt sé að hjálpa öllu því fólki sem þarf á því að halda. Þá er líka lokað hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Það er opið hjá Hjálparstofnun kirkjunnar en við vitum ekki hversu margir geta sótt hjálp þangað. Það er svo mikil þörf,“ segir Áslaug. Aðstoðin sé veitt alla daga ársins og sé af margvíslegum toga. „Það eru helst einstæðir foreldrar, eldra fólk, sumir hafa ekki efni á að kaupa afmælisgjafir fyrir barnabörnin og leita til okkar. Skorturinn lýsir sér helst vöntun á lyfjum, mat og bara allt sem fólk þarf.Það er búið að hækka matinn núna upp úr öllu valdi. Það þarf að hjálpa fólkinu í landinu, byrja þarf á grunninum og hætta þessum skerðingum alls staðar. Fól hefur ekki tök á þessu. Fátæktin fer nefnilega aldrei í sumarfrí því miður, segir Áslaug að lokum.
Hjálparstarf Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira