Fátækt fer ekki í sumarfrí segir forsvarskona Matarhjálp neyðarkall Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. júlí 2019 00:00 Helmingi fleiri leita nú aðstoðar hjá á síðunni Matarhjálp Neyðarkall á Facebook að sögn forsvarskonu hópsins. Hún gagnrýnir að stjórnvöld veiti ekki opinberum hjálparsamtökum meira fjármagn til að aðstoða bágstadda en bæði Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálpin eru lokaðar í júlí. Fátækt fer ekki í sumarfrí, segir hún. Fjölskylduhjálp Íslands hefur lokað fyrir matarúthlutun í júní og júlí en að sögn Ásgerðar Jónu Flosadóttur er það vegna skorts á fjármagni. „Fjölskylduhjálpin fær eina milljón í ár frá ríki og eina frá borg en það nægir ekki fyrir leigukostnaði allt árið sem er um tólfhundruð þúsund krónur á mánuði. Þetta er í fyrsta skipti í 16 ár sem við lokum að sumri,“ segir Ásgerður. Þá er Fjölskylduhjálpin lokuð í júlí að venju. Fjórar konur stofnuðu Facebooksíðuna Matarhjálp neyðarkall jólaaðstoð og páska fyrir fimm árum. Áslaug Guðný Jónsdóttir ein forsvarskvenna þeirra segir að í sumar séu um helmingi fleiri sem leiti til þeirra vegna bágra kjara en síðasta sumar en hún vakti fyrst athygli á málinu í Fréttablaðinu. „Ásóknin hefur aukist um helming í sumar. Ég veit að hjá Fjölskylduhjálp Íslands er það vegna fjármagnsskorts og ríkistjórnin þarf að styrkja þá stofnun mun meira svo hægt sé að hjálpa öllu því fólki sem þarf á því að halda. Þá er líka lokað hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Það er opið hjá Hjálparstofnun kirkjunnar en við vitum ekki hversu margir geta sótt hjálp þangað. Það er svo mikil þörf,“ segir Áslaug. Aðstoðin sé veitt alla daga ársins og sé af margvíslegum toga. „Það eru helst einstæðir foreldrar, eldra fólk, sumir hafa ekki efni á að kaupa afmælisgjafir fyrir barnabörnin og leita til okkar. Skorturinn lýsir sér helst vöntun á lyfjum, mat og bara allt sem fólk þarf.Það er búið að hækka matinn núna upp úr öllu valdi. Það þarf að hjálpa fólkinu í landinu, byrja þarf á grunninum og hætta þessum skerðingum alls staðar. Fól hefur ekki tök á þessu. Fátæktin fer nefnilega aldrei í sumarfrí því miður, segir Áslaug að lokum. Hjálparstarf Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Helmingi fleiri leita nú aðstoðar hjá á síðunni Matarhjálp Neyðarkall á Facebook að sögn forsvarskonu hópsins. Hún gagnrýnir að stjórnvöld veiti ekki opinberum hjálparsamtökum meira fjármagn til að aðstoða bágstadda en bæði Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálpin eru lokaðar í júlí. Fátækt fer ekki í sumarfrí, segir hún. Fjölskylduhjálp Íslands hefur lokað fyrir matarúthlutun í júní og júlí en að sögn Ásgerðar Jónu Flosadóttur er það vegna skorts á fjármagni. „Fjölskylduhjálpin fær eina milljón í ár frá ríki og eina frá borg en það nægir ekki fyrir leigukostnaði allt árið sem er um tólfhundruð þúsund krónur á mánuði. Þetta er í fyrsta skipti í 16 ár sem við lokum að sumri,“ segir Ásgerður. Þá er Fjölskylduhjálpin lokuð í júlí að venju. Fjórar konur stofnuðu Facebooksíðuna Matarhjálp neyðarkall jólaaðstoð og páska fyrir fimm árum. Áslaug Guðný Jónsdóttir ein forsvarskvenna þeirra segir að í sumar séu um helmingi fleiri sem leiti til þeirra vegna bágra kjara en síðasta sumar en hún vakti fyrst athygli á málinu í Fréttablaðinu. „Ásóknin hefur aukist um helming í sumar. Ég veit að hjá Fjölskylduhjálp Íslands er það vegna fjármagnsskorts og ríkistjórnin þarf að styrkja þá stofnun mun meira svo hægt sé að hjálpa öllu því fólki sem þarf á því að halda. Þá er líka lokað hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Það er opið hjá Hjálparstofnun kirkjunnar en við vitum ekki hversu margir geta sótt hjálp þangað. Það er svo mikil þörf,“ segir Áslaug. Aðstoðin sé veitt alla daga ársins og sé af margvíslegum toga. „Það eru helst einstæðir foreldrar, eldra fólk, sumir hafa ekki efni á að kaupa afmælisgjafir fyrir barnabörnin og leita til okkar. Skorturinn lýsir sér helst vöntun á lyfjum, mat og bara allt sem fólk þarf.Það er búið að hækka matinn núna upp úr öllu valdi. Það þarf að hjálpa fólkinu í landinu, byrja þarf á grunninum og hætta þessum skerðingum alls staðar. Fól hefur ekki tök á þessu. Fátæktin fer nefnilega aldrei í sumarfrí því miður, segir Áslaug að lokum.
Hjálparstarf Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira