Sannfærði mannræningjann um að sleppa sér Sylvía Hall skrifar 26. júlí 2019 21:50 Frá Graz í Austurríki. Vísir/Getty Austurríski þríþrautarkappinn Nathalie Birli segist hafa sannfært mannræningja sinn um að sleppa sér úr haldi aðeins nokkrum klukkustundum eftir að henni var rænt. Móðir hennar segir atburðarásina líkjast „vondri bíómynd“. Birli segir manninn hafa rænt sér á þriðjudag þegar hún hjólaði nærri borginni Graz. Maðurinn hafi keyrt á hana með sendiferðabíl sínum, slegið hana í höfuðið með spýtu og bundið hana aftan í skottinu á bílnum. Hann hafi síðar farið með hana heim til sín þar sem hann afklæddi hana og hótaði að drekkja henni. Atvikið átti sér stað klukkan 17 að staðartíma en Birli segist hafa misst meðvitund við áreksturinn. Hún handleggsbrotnaði þegar maðurinn keyrði á hana og hún muni einungis eftir því að hafa vaknað nakin og bundin við stól í ókunnugu húsi.Hrósaði honum fyrir falleg brönugrös Maðurinn sagðist í upphafi ætla að sleppa henni næsta dag. Því næst batt hann fyrir augu hennar og neyddi hana til þess að drekka áfengi áður en hann fór með hana í baðkar og sagðist vilja drekkja henni. Þegar Birli vakti máls á fallegum brönugrösum á heimili mannsins varð hann skyndilega rólegri og fór að segja henni frá erfiðum atvikum í lífi sínu. Hann sagðist hafa misst föður sinn, móðir hans væri alkóhólisti og að fyrrverandi kærustur hans hefðu svikið hann. „Ég stakk upp á því við hann að við myndum segja að þetta hefði verið slys,“ sagði Birli eftir að henni var bjargað. Hún hafi séð tækifæri til þess að sleppa þegar maðurinn róaðist. Hann skutlaði henni því næst heim til sín þar sem maki hennar var með rúmlega þriggja mánaða gamlan son þeirra. Hann hringdi í lögreglu sem handtók manninn stuttu seinna á heimili hans eftir að hafa staðsett hjól Birli á heimilinu. Austurríki Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira
Austurríski þríþrautarkappinn Nathalie Birli segist hafa sannfært mannræningja sinn um að sleppa sér úr haldi aðeins nokkrum klukkustundum eftir að henni var rænt. Móðir hennar segir atburðarásina líkjast „vondri bíómynd“. Birli segir manninn hafa rænt sér á þriðjudag þegar hún hjólaði nærri borginni Graz. Maðurinn hafi keyrt á hana með sendiferðabíl sínum, slegið hana í höfuðið með spýtu og bundið hana aftan í skottinu á bílnum. Hann hafi síðar farið með hana heim til sín þar sem hann afklæddi hana og hótaði að drekkja henni. Atvikið átti sér stað klukkan 17 að staðartíma en Birli segist hafa misst meðvitund við áreksturinn. Hún handleggsbrotnaði þegar maðurinn keyrði á hana og hún muni einungis eftir því að hafa vaknað nakin og bundin við stól í ókunnugu húsi.Hrósaði honum fyrir falleg brönugrös Maðurinn sagðist í upphafi ætla að sleppa henni næsta dag. Því næst batt hann fyrir augu hennar og neyddi hana til þess að drekka áfengi áður en hann fór með hana í baðkar og sagðist vilja drekkja henni. Þegar Birli vakti máls á fallegum brönugrösum á heimili mannsins varð hann skyndilega rólegri og fór að segja henni frá erfiðum atvikum í lífi sínu. Hann sagðist hafa misst föður sinn, móðir hans væri alkóhólisti og að fyrrverandi kærustur hans hefðu svikið hann. „Ég stakk upp á því við hann að við myndum segja að þetta hefði verið slys,“ sagði Birli eftir að henni var bjargað. Hún hafi séð tækifæri til þess að sleppa þegar maðurinn róaðist. Hann skutlaði henni því næst heim til sín þar sem maki hennar var með rúmlega þriggja mánaða gamlan son þeirra. Hann hringdi í lögreglu sem handtók manninn stuttu seinna á heimili hans eftir að hafa staðsett hjól Birli á heimilinu.
Austurríki Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira